Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 32
Helgarblað 2.–5. september 201628 Sport Eftirsóttir um alla Evrópu Hörður Björgvin Magnússon Aldur: 23 ára Fór frá: Juventus Fór til: Bristol City Hörður, sem leikið hafði á Ítalíu um árabil, er kominn í Championsship-deildina öflugu. Þessi stórefnilegi leikmaður er þegar orðinn byrjunarliðsmaður hjá Bristol, sem er í toppbaráttunni eftir fyrstu umferðirnar. Hann mun læra mikið í þessari deild. Hjörtur Hermannsson Aldur: 21 árs Fór frá: Gautaborg Fór til: Bröndby Hjörtur hefur farið vel af stað með Bröndby, eftir að hafa verið lánsmaður hjá IFK Gautaborg. Þessi efnilegi varnarmaður er fastamaður í liðinu sem er á toppnum í dönsku úrvalsdeildinni. Það verður spennandi að fylgjast með leikmanninum á næst- unni. Jón Daði Böðvarsson Aldur: 24 ára Fór frá: Kaiserslautern Fór til: Wolves Spilaði alla leikina á EM sló þar í gegn, eins og aðrir leikmenn liðsins. Þrátt fyrir að hafa spilað um skamma hríð hjá Kaiserslautern, var hann keyptur til Úlfanna í byrjun ágúst. Þar hefur hann slegið í gegn og er þegar orðinn að lykilmanni í liðinu, samkvæmt heimasíðu stuðningsmanna. Rúnar Már Sigurjónsson Aldur: 27 ára Fór frá: Sundsvall Fór til: Grasshopper EM var ekki búið þegar greint var frá kaupum Grasshoppers á miðjumanninum öfluga. Rúnar var á sínu fjórða tímabili með Sundsvall en þaðan kom hann frá Val 2013. Rúnar hefur verið í byrjun- arliðinu hjá Grasshoppers og tók með félagaskipt- unum gott skref upp á við. Ari Freyr Skúlason Aldur: 29 ára Fór frá: Sundsvall Fór til: Lokeren Ari var keyptur skömmu eftir EM. Hann hefur smollið inn í byrjunarlið Lokeren en átti áður nokkur góð ár bæði í Danmörku og Svíþjóð. Það eru góðar fréttir að Ari Freyr sé kominn í sterkari deild. Kolbeinn Sigþórsson Aldur: 26 ára Fór frá: Nantes Fór til: Galatasaray (lán) Það benti fátt til þess að Kolbeinn léki í Frakk- landi í vetur, eftir erfitt ár í fyrra. Gustað hefur um leikmanninn frá því hann kom til liðsins, enda ekki staðið undir miklum væntingum. Allir sáu þó á EM hvað spunnið er í Kolbein sem genginn er til liðs við hið sögufræga lið Galatasaray. Hann á eftir að spila leik fyrir félagið. Jóhann Berg Guðmundsson Aldur: 25 ára Fór frá: Charlton Fór til: Burnley Þurfti nauðsynlega að skipta um umhverfi eftir að hafa fallið úr Championsship-deildinni í vor. Fær núna tækifæri í úrvalsdeildinni. Hefur byrjað einn leik í bikarnum en alltaf verið fyrsti maður inn af bekknum í deildinni. Verður gaman að fylgjast með Jóhanni Berg í vetur, en Burnley fer ágætlega af stað. Eiður Smári Guðjohnsen Aldur: 38 ára Fór frá: Molde Fór til: Indland Þegar Eiður tilkynnti að hann væri hættur hjá Molde bjugg- ust einhverjir við að hann væri hættur knattspyrnuiðkun. Það kom því skemmtilega á óvart þegar tilkynnt var að hann væri genginn til liðs við Pune City í Indlandi. Deildin hefst í október og henni lýkur fyrir jól. Ragnar Sigurðsson Aldur: 30 ára Fór frá: Krasnodar Fór til: Fulham Margir bjuggust við því að Ragnar færi í ensku úrvalsdeildina, eftir frækna frammistöðu á EM. Sérstaklega var hann öflugur gegn Englendingum. Fór í Championsship-deildina eftir að hafa leikið með firnasterku rússnesku liði. Hann á eftir að leika sinn fyrsta leik með félaginu, enda stendur landsleikjahlé yfir. MagnesíuM Kísill Hin fullkomna tvenna fyrir Heilsu og fegurð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.