Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 13
Helgarblað 2.–5. september 2016 Fréttir 13 fellur dvalarleyfi hennar úr gildi og við höfum talsverðar áhyggjur af því að ferlið úti í Nepal muni taka lengri tíma en það,“ segir Björn. Ef svo færi þyrfti Sangita að fljúga í hvelli til Ís- lands og síðan aftur út til Nepal. Hjúskaparmiðlun föðurins Björn og Sangita kynntust fyrir til- viljun í gegnum Facebook. „Það vill svo til að faðir minn hafði komið mér í samband við konu frá Nepal sem vildi eignast íslenskan mann,“ seg- ir Björn og hlær. Hann vingaðist við konuna en eftir að hafa spjallað við hana í einhvern tíma þá leist honum ekkert á hana og eyddi henni af vina- listanum. „Allt í einu hefur Sangita síðan samband við mig og við för- um að spjalla saman. Eitthvað small strax og fljótlega fórum við að ræða það að hún kæmi í heimsókn til Ís- lands,“ segir Björn. Það sem í hönd fór var ótrú- lega flókið ferli við að uppfylla skil- yrði íslenskra og danskra yfirvalda til þess að Sangita gæti heimsótt Björn. „Kerfið virðist vera algjörlega andsnúið því að Íslendingar eign- ist maka utan Schengen-svæðisins og að reyna slíkt útheimtir gríðarlegt erfiði,“ segir Björn. Sendiráðið fer eftir dönskum reglum Danska sendiráðið í Katmandú sér um málefni Íslands í Nepal og Björn ber þeim illa söguna. „Það var ótrú- legt hvað þeir gengu langt í að óska eftir upplýsingum um mig og þeir gengu mun lengra en þarf samkvæmt íslenskum lögum. Ég leitaði svara vegna þess hérlendis en niðurstað- an var einfaldlega sú að ég þyrfti að beygja mig undir þetta,“ segir Björn. Alls tók ferlið fimm mánuði þar til þau ákváðu heimsókn Sangitu og þar til hún var á leið upp í flugvél. Auk allra almennra pappíra þurfti Björn að leggja fram yfirlýsingu frá bankan- um sínum um fjárhagslega stöðu sína, staðfestingu frá vinnuveitanda um að hann væri í fullu starfi og sjúkratryggja gestinn. Þá þurfti hann að leggja út 1.000 dollara á reikning Sangitu til þess að hún gæti sýnt fram á að hún gæti framfleytt sér hérlendis. Miðað við að algeng mánaðarlaun í Nepal eru um 10 þúsund krónur þá hefði Sangita aldrei getað safnað sér upp í þá upphæð. Var alveg að gefast upp „Það sem ég þurfti að leggja fram var há- tíð miðað við það sem Sangita þurfti að upp- lýsa um en í hennar til- viki var sífellt beðið um viðbótarskjöl og upplýs- ingar. Satt best að segja var ég alveg að gefast upp á þessu en ég verð að hrósa vinnuveitend- um mínum hjá Malbik- unarstöðinni Höfða fyrir að leyfa mér að skjótast reglulega frá vinnu til þess að uppfylla kröf- ur sendiráðsins. Einnig hvatti vinnufélagi minn, Jón Þór Ólafsson, fyrr- verandi alþingismað- ur Pírata, mig áfram og leyfði mér ekki að gefast upp,“ segir Björn. Lokahnykkurinn var sá að Björn þurfti að hringja út í danska sendiráðið í Katmandú og ræða við starfsmann þess. „Það var líklega til þess að athuga hvort að ég væri hreinlega til og með öll- um mjalla. Síðan þurfti ég að kaupa flugmiða fram og til baka fyrir hana og þá var þetta loks frágengið,“ seg- ir Björn. Skömmu síðar kom vega- bréfsáritun Sangitu og hún gat heim- sótt landið. Útprentaður flugmiðinn vegna heimferðarinnar endaði sam- ankrumpaður í ruslinu. Skyndibrúðkaup eini möguleikinn Að sögn beggja var strax við fyrstu kynni ljóst að þau vildu eyða meiri tíma saman og leyfa sambandinu að þróast. Sökum kerfisins voru þó góð ráð dýr. „Sangita fékk þriggja mánaða ferðamannaleyfi. Það er hægt að fá þriggja mánaða framlengingu en ég treysti því ferli ekki eftir allt vesen- ið sem fylgdi vegabréfsárituninni. Hvorki ég né Sangita vildum að hún færi úr landi því þá gæti liðið allt að hálft ár þar til hún gæti snúið aftur til landsins. Eini möguleikinn var því að við myndum gifta okkur,“ segir Björn. Hann og Sangita fóru til sýslu- manns og létu pússa sig saman. Svo héldu þau tvær veislur fyrir nán- ustu fjölskyldu og vini. „Ef Íslending- ur á í sambandi við einstakling utan Schengen-svæðisins og þau vilja vera saman hér á landi þá er því fólki nauð- ugur einn kosturinn að giftast þegar í stað. Svo er talað illa innan kerfisins um skyndibrúðkaup en það er bara eini möguleikinn ef fólk vill verja meiri tíma saman,“ segir Björn. n „Kerfið virð- ist vera al- gjörlega andsnúið því að Íslendingar eignist maka utan Schengen-svæð- isins og að reyna slíkt útheimtir gríðarlegt erfiði Hjónin og hænurnar Sangita og Björn fyrir framan heimili sitt í Garða- bænum. Mynd Sigtryggur Ari Heimilið í Katmandú Í þessu húsi býr stórfjölskylda Sangitu, þar á meðal Sharamsha, dóttir hennar. Húsið varð illa úti í jarðskjálfta í apríl 2015 og ljóst er að það mun ekki standa af sér annan jarðskjálfta. Björn og Sangita óttast um öryggi fjölskyldunnar. Mæðgurnar Sangita og dóttir hennar, Sharamsha, rétt áður en móðirin hélt til Íslands. Ár er liðið síðan þær hittust í eigin persónu og Sangita er orðin viðþolslaus af söknuði. S HELGASON - Steinsmiðja síðan 1953 Opnunartími Mán - fim 9:00 -18:00 Föstudaga 9:00 - 17:00 Laugardaga 10:00 -14:00 Sími: 557 6677 Netfang: shelgason@shelgason.is www.shelgason.is Erum á Facebook Gleði - Friður - Hamingja Nýjaland nyjaland@gmail.com • www.nyjaland.is Meðferðir Heilun, blómadroparáðgjöf, höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun Sími 517 4290

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.