Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 38
Helgarblað 2.–5. september 201634 Menning Bestu sýningar sem völ er á F yrsta listmunauppboð Gall- erí Foldar var haldið árið 1996. Nú er komið að list- munauppboði númer 100, en það er haldið næstkom- andi mánudags- og þriðjudags- kvöld klukkan 18. Jóhann Ágúst Hansen, listmuna- sali hjá Gallerí Fold, man eftir fyrsta uppboðinu fyrir tuttugu árum. „Við héldum það í salnum í galleríinu hér á Rauðarárstíg. Það var ekki stórt í sniðum, um 25 manns mættu og verkin voru ekki mjög mörg. Við héldum uppboðin hér í nokkurn tíma en fluttum okkur svo um set og héldum þau á Hótel Sögu í fjöl- mörg ár. Þá voru verkin til sýnis í galleríinu á Rauðarárstíg en upp- boðsdaginn þurfti að koma þeim öllum út í sendibíl klukkan 17 en uppboðið á Sögu byrjaði klukkan 19. Við vorum með 160–260 verk á hverju uppboði og það tók þrjá til fjóra tíma að bjóða þau upp. Fólk sat við borð og fékk sér í glas og það skapaðist sérstök stemning. Við tókum eftir því að nokkur stór hóp- ur gesta kom einungis til að fylgjast með og fá sér kaffi og koníak en var ekki að kaupa listaverk. Fyrir þess- um hópi var uppboðið skemmti- legur viðburður en ekki viðskipti. Þegar kostnaðurinn við að halda uppboðin á Sögu fór hækkandi þá ákváðum við að halda uppboðin í húsnæði okkar á Rauðarárstígn- um. Þar var stór salur sem við höfð- um leigt út en sá leigusamningur var útrunninn og við nýttum salinn fyrir uppboðin. Um leið breyttist dýnamíkin. Þeir sem mættu voru allir komnir til að kaupa verk og þar af leiðandi gengu uppboðin hrað- ar fyrir sig. Við minnkuðum fjölda þeirra verka sem voru á hverju upp- boði, erum nú yfirleitt með um 100 verk í staðinn fyrir 160 og þetta tek- ur um tvo tíma sem er um það bil ein mínúta á verk.“ Þriðjungur verka til fólks sem er ekki á staðnum Fólk þarf ekki að vera á staðnum ætli það sér að kaupa verk. „Að minnsta kosti þriðjungur af verk- unum sem eru á uppboðinu eru seld til fólks sem er ekki á staðnum,“ segir Jóhann. „Þetta eru svokölluð forboð en þá lætur fólk okkur vita hvað það er tilbúið að greiða fyr- ir verkið eða verkin sem það hefur augastað á og starfsmaður frá okk- ur fær það hlutverk að bjóða í fyrir viðkomandi. Svo er alltaf stór hóp- ur af fólki sem er í símanum og býð- ur eins og það sé statt í salnum.“ Spurður hvaðan verkin komi segir hann: „Mjög stór hluti er úr búum, dánarbúum og skiptabúum, en verk koma líka í miklum mæli frá fólki sem er að minnka við sig húsnæði og þarf þá líka að losa sig við hluta af búslóðinni. “ Aðspurður hvaða listamenn séu eftirsóttastir segir hann: „Við höfum „Ég er alltaf að hvetja fólk til að koma á uppboðssýningar til að skoða því þar er mikil flóra og breidd sem fólk sér ekki á venjuleg- um sýningum. n Listmunauppboð númer 100 í Gallerí Fold n Myndir, skúlptúrar, skartgripir og skipslíkön n Erfiðara að selja landslagsverk en áður Jóhann Ágúst Hansen „Að minnsta kosti þriðjungur af verkunum sem eru á uppboðinu eru seld til fólks sem er ekki á staðnum.“ Mynd Sigtryggur Ari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Metsölulisti Eymundsson 22.– 28. ágúst 2016 Allar bækur 1 HættuspilViveca Sten 2 General ChemistryRaymond Chang 3 Vefur Lúsífers Kristina Ohlsson 4 Independent People Halldór Laxness 5 Sagas of the Icelanders 6 Iceland Small World- lítil Sigurgeir Sigurjónsson 7 This is IcelandÝmsir höfundar 8 Niceland Kristján Ingi Einarsson 9 IcelandSigurgeir Sigurjónsson 10 Næturgalinn Kristin Hannah Viveca Sten

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.