Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Side 46
Helgarblað 2.–5. september 201642 Fólk Villimey Kalebsdóttir Nafn Villimeyjar er úr bókum norska rithöfundarins Margit Sandemo um Ísfólkið. Villimey Kalebsdóttir er aðalpersóna í bók- um 10–13, en í allt inniheldur þessi dramatíski bókaflokkur 47 bækur. Á níunda áratugnum komu bækurnar út og styttu ungum Ís- lendingum stundir, enda ekkert alnet í boði á þeim tíma. Þær voru svo endurútgefnar hér á landi á árunum 2005–2010. Óhætt er að segja að þær hafi sett mark sitt á lesendur því nöfn úr bókinni fóru að verða algengari í íslensku þjóðskránni þegar aðdáendur bókanna komust á barneigna- aldur. Saga Ísfólksins hefst á 16. öld þegar Þengill hinn illi selur djöflin- um sál sína og kemur um leið afkomendum sínum í talsverð vandræði. Villimey var rammgöldrótt og góð og barðist gegn bölvun forföður- ins. Hún giftist Dominic Lind og samband þeirra var æði lostafullt. V illimey segir að sagan á bak við nafnið sé frekar rómantísk. „Mamma mín var 15 ára þegar hún sá pabba minn í fyrsta sinn. Hann var þá pönkari með hana- kamb, og er það reyndar ennþá. Hún var heilluð af honum og ákvað að með þessum manni myndi hún eignast barn sem ætti að heita Villi- mey. Þau byrjuðu svo saman og ég kom í heiminn nokkrum árum síð- ar. Pabbi vildi bæta við nafninu Líf, því það var uppáhaldspersóna hans í bókunum um Ísfólkið.“ Villimaður! Það var hins vegar ekki einfalt að fá að nefna stúlkuna Villimey. Mannanafnanefnd neitaði umsókn foreldranna á þeim forsendum að í karlkyns útgáfu væri nafnið Villimað- ur – og það þótti ekki alveg nógu gott. Foreldrarnir mótmæltu svarinu með erindi til umboðsmanns Alþingis, sem meðal annars var rökstutt með því að nafnið tæki íslenska beygingu og væri sambærilegt við nafnið Frið- mey, en allt kom fyrir ekki. „Þegar ég var hálfs árs göm- ul barst foreldrum mínum svo bréf þess efnis að þau þyrftu að láta mig heita Stúlkubarn Líf Friðriksdótt- ir, eða gefa mér annað nafn, ellegar yrðu þau beitt dagsektum. Þau höfðu nú ekki mikið milli handanna svo að þau ákváðu að finna annað nafn fyr- ir mig og halda svo áfram að berjast fyrir mínu rétta nafni.“ Þykir vænt um gamla nafnið Nafnið sem varð fyrir valinu var Nótt María Líf. Maríunafnið var sterkt í fjölskyldunni og Nótt bættist svo við fyrir utan Hagstofuna. „Mér þyk- ir alveg vænt um þetta nafn, þó að það hafi aldrei verið hluti af mér. Ef ég eignast einhvern tíma stelpu mun hún fá þetta nafn. Mamma og pabbi voru ekkert að fela þetta fyrir mér, en fyrsta minning mín um það var þegar ég fór í banka með pabba til að opna bankareikning. Ég hafði áður átt reikning í Búnaðarbankan- um, þar sem ég hét Villimey á öll- um pappírum, en var að opna reikn- ing í Landsbankanum og fór þangað með pabba. Mér fannst undarlegt að klikkaða konan í bankanum skyldi kalla mig Nótt.“ Í leikskóla og grunnskóla gekk vel að heita Villimey, en í menntaskóla olli það stundum ruglingi. „Mamma og pabbi höfðu reyndar bæði unnið við módelstörf í FB svo að margir kennaranna þekktu mig. En ég man eftir að hafa setið í tíma og hlustað á pirraðan kennara kalla á einhverja Nótt, sem auðvitað svaraði engu. Svo lenti ég í því að vera kölluð ansi seint inn í U16-landsliðið í fótbolta því að allir voru að mæla með einhverri Villimey sem fannst aldrei á form- legum listum íþróttafélagsins.“ Þakklát Villimey er þakklát fyrir nafnið sitt og segir að það hafi kennt henni að bera virðingu fyrir nöfnum annarra. „Mér finnast það forréttindi að fá að heita óvenjulegu nafni. Líka að alast upp hjá karlmanni sem er ennþá í leð- urjakka og með hanakamb. Að eiga mömmu sem er hippi og pabba sem er pönkari hefur víkkað sýn mína á heiminn. Þau eru bæði svo frjáls og falleg á sinn eigin hátt.“ Nú liggur fyrir að sækja um ný kort í bankanum, nýtt vegabréf og ýmislegt þar sem nafn samkvæmt Þjóðskrá kemur fram. „Ég er ekk- ert smá spennt fyrir þessu, og hefði eiginlega aldrei trúað því hvað sam- þykkið hafði mikil áhrif á mig.“ n Fær loksins að heita Villimey Villimey Líf Friðriksdóttir fékk bréf frá Þjóðskrá Íslands um daginn. Í því stóð að hún mætti heita nafninu sínu, rúmlega 22 árum eftir að foreldrar hennar sóttu fyrst um nafngiftina til mannanafnanefndar. Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is „Mér finnast það for- réttindi að fá að heita óvenjulegu nafni Villimey Hún vinnur í Krikaskóla í Mosfellsbæ með fötluðum börnum og þjálfar stelpur í fótbolta. Svo er hún nýbyrjuð í þroskaþjálfanámi í Háskóla Íslands. Mynd SigtRygguR ARi Gæði í merkingum www.graf.is • Sandblástursfilmur • Skilti úr málmi, plasti og tré • Merkingar á bíla Hjallahraun 2, Hfj. - S: 663-0790

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.