Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 36
Helgarblað 2.–5. september 201632 Lífsstíll É g hafði alltaf áhuga á skrifum og kvikmyndum og fór í Kvik- myndaskólann til að verða handritahöfundur. Þar rann upp fyrir mér ljós – að sjálf- sögðu gat ég orðið kvikmyndaleik- stjóri. Ég hafði áður unnið við stjórn- unarstörf og leikstjórn snýst einmitt um það – að hafa yfirsýn, sjá til þess að allir séu að gera sitt, og fá það besta fram hjá fólki. Þetta er frábær vinna fyrir skapandi unga konu, en kvikmyndabransinn er ansi mikið eftir á þegar kemur að jafnrétti kynj- anna. Það fer þó vonandi að breyt- ast,“ segir Lovísa Lára í samtali við blaðakonu DV. Verðlaun á hátíðum Lovísa útskrifaðist af handrita- og leikstjórnarbraut Kvikmyndaskól- ans árið 2014 en lokaverkefni henn- ar var stuttmyndin Smástirni. Hana má nálgast á Youtube, og sömuleið- is hrollvekjuna Hrellir, sem frum- sýnd var í maí í fyrra. „Mig langaði að prófa að gera hrollvekju og við tók- um myndina upp á tveimur dögum. Hún hefur núna verið send um allan heim á hátíðir og vann til dæm- is verðlaun á International open film festival og var til- nefnd sem besta hrollvekjan á Winter film festival.“ Lovísa segist vera mjög gagnrýnin á eigin verk og að það sé eiginlega ekki fyrr en myndirnar koma fyrir augu áhorfenda að hún geri sér almennilega grein fyrir út- komunni. „Ég hef unnið all- ar mínar myndir með sömu kvikmyndatökukonunni og hún klippir þær líka með mér. Ég fékk verðlaun fyr- ir útskriftarmyndina mína, en var alls ekki viss þegar Hrellir fór frá mér en það kom í ljós að fólk kunni að meta hana. Ég er svo gagn- rýnin á allt sem ég geri og á það til að einblína á gallana og finnast allt afskaplegalega hallærislegt. Það er kannski ekki fyrr en ári eftir frum- sýningu að ég verð ánægð og fer virkilega að sjá kostina. Baklandið í Kvikmyndaskólanum er gott og ég nota mér óspart að fá yfirlestur og áhorf hjá góðu fólki þar. Lovísa Lára er kvikmyndaleikstjóri „Mér datt aldrei í hug að ég gæti orðið kvikmyndaleikstjóri. Þeir voru allir eldri karlar með grátt hár,“ segir Lovísa Lára Halldórsdóttir. Það vill samt svo til að þegar hún var komin áleiðis í námi í Kvikmyndaskóla Íslands áttaði sig hún á því að hún gæti svo sannarlega orðið kvikmyndaleikstjóri, þrátt fyrir skort á fyrirmyndum. Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is „Ég er svo gagnrýnin á allt sem ég geri og á það til að einblína á gallana. Handrit Fyrst ætlaði Lovísa að verða handritahöfund-ur – svo áttaði hún sig á að hún gæti orðið leikstjóri líka. Tökur á Hrelli Reynsla Lovísu af stjórnunarstörfum kemur sér vel í hlutverki leikstjórans. Lovísa Lára Hún hélt að kvikmyndaleikstjórar þyrftu að vera karlkyns með grátt hár. Annað kom heldur betur í ljós. mynd sigTRygguR aRi Ný námskeið Hringsjá Náms- og starfsendurhæfing Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9380 eða á hringsja.is Er ekki kominn tími til að gera eitthvað Námskeið í september og Október 2016 • MARKÞJÁLFUN - hefst 5. sept • SJÁLFSUMHYGGJA lærðu að þykja vænt um sjálfan þig - hefst 12. sept • MINNISTÆKNI - hefst 19. sept • MARKÞJÁLFUN - hefst 3. október • TÖLVUR 1 - hefst 4. október • Í FÓKUS að ná fram því besta með ADHD – hefst 4. október • TÖK Á TILVERUNNI - hefst 4. október • FJÁRMÁL - hefst 10. október • HEILSA OG HEILSUEFLING - hefst 24. október

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.