Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 18
Helgarblað 2.–5. september 201618 Fréttir Erlent Missti heyrnina eftir sterkustu núðlur heims n 4.000 sinnum sterkari en Tabasco-sósa n „Ég er ekkert mjög hrifinn af sterkum mat“ B reskur kokkur, Ben Sum- adiwiria, missti tímabund- ið heyrn eftir að hafa borð- að sterkustu núðlur í heimi. Núðlurnar eru fjögur þús- und sinnum sterkari en Tabasco- sósa, sem Íslendingar þekkja margir hverjir. Hann missti heyrnina í um tvær mínútur eftir að hafa snætt réttinn. Maðurinn, sem við skulum kalla Ben frekar en Sumadiwiria, er 22 ára og býr í London. Hann er vanur að borða sterkan mat – mjög sterkan meira að segja – og stóðst ekki mátið þegar hann var á ferð um Indón- esíu. Á veitingastað í Jakarta rakst hann á rétt sem átti að slá öll met. Rétturinn heitir „Death noodles“ eða dauðanúðlur. Rétturinn inni- heldur 100 kramda chili-ávexti eða það sem kallað er bird‘s eye chilies. Rétturinn skorar 20 milljón stig á Schoville-skalanum, sem er mæli- kvarði á styrkleika. Til samanburðar má nefna að Tabasco-sósan bragð- mikla skorar fimm þúsund stig. Ógleði og vanlíðan Þegar Ben hóf átið byrjaði hann að svitna, eins og þeir sem krydda vel þekkja. Svo fór hann að svima. „Þetta var klárlega það sterkasta sem ég hef nokkru sinni látið inn fyrir mínar varir,“ segir kokkurinn við breska blaðið Mirror. „Eftir nokkrar sekúndur var ég farinn að svitna og mér varð óglatt.“ Hann ber að allir sem próf- að hafa réttinn hafi kastað upp á veitingastaðnum eða fyrir utan hann. „Þetta heita dauðanúðlur en mér er sagt að sumir innfæddir geti klárað heilan disk – sem er bara sturlað.“ Hann segist hafa komist að því að um sé að ræða sterkasta rétt á matseðli sem völ er á. „Ég er ekk- ert mjög hrifinn af sterkum mat en þegar einhver skorar á mig get ég ekki skorast undan.“ Ben, sem á indónesíska foreldra, segir að munnur og varir hans hafi logað klukkustundum saman eft- ir að hann borðaði matinn. Honum varð mjög óglatt, sjóðheitt og mátti kæla höfuðið undir krana dágóða stund. Hann drakk sex vatnsglös, mjólkurhristing og kældan banana en leið enn illa af bruna í munnin- um. Hann missti heyrn í um tvær mínútur áður en hann skilaði öllu saman úti á götu. „Maður finn- ur eiginlega ekkert bragð – þetta er bara hiti og svolítill keimur af núðlum.“ Hann segist hafa dofnað í kjaft- inum og ekki fundið fyrir tungu og vörum. „Ég hef borðað wasabi og ýmiss konar sterkan mat en þetta slær öllu við.“ Keppir í áti Í grein Mirror kemur fram að The Carolina Reaper sé sterkasta chili í heimi en þegar búið er að kremja saman marga chili-ávexti af annarri tegund, náist fram meiri styrkleiki. Hægt er að fylgjast með ævin- týrum Ben á Youtube, en þar legg- ur hann sér ýmislegt til munns, svo sem blóð úr cobra-slöngu auk þess sem hann tekur þátt í kappáti. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is „Eftir nokkr- ar sekúnd- ur var ég farinn að svitna og mér varð óglatt. Sviti og tár Það tók á að borða matinn. Mynd youtuBe Rétturinn Núðlunum fylgdi spælt egg. Mynd youtuBe Fanntófell ehf. | Bíldshöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is · Viðhaldsfrítt, mikil ending og endalausir möguleikar í hönnun. · Upplitast ekki, dregur ekki í sig lit, raka, óhreinindi eða bakteríur. · Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði. AKRÍLSTEINN, HARÐPLAST OG FENIX Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Matseðill okkar á ljósanótt frá kl. 18:00-22:00 - fimmtudag til sunnudags Hádegishlaðborð frá kl. 11:30 til kl.14:00 - Kaffihlaðborð 15:00 til 17:00 Veitingar í tjaldi föstudag og laugardag Hljómsveitin Feðgarnir halda uppi fjörinu í tjaldi frá kl. 23:00 fram á nótt, bæði kvöldin Hljómsveitin Króm spilar inni á DUUS frá kl. 23:30 og fram á nótt, bæði kvöldin Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Ljósanæturstemning á Kaffi Duus Einn vinsælasti matsölustaðurinn á Suðurnesjum Restaurant Duusgata 10 • 230 Keflavík • Telephone 421 7080 • duus@duus.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.