Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 39
Helgarblað 2.–5. september 2016 Menning 35 séð að listamenn hafa verið mjög vinsælir í ákveðinn tíma og svo dala þeir og aðrir taka við. Á uppboðum hefur verið erfitt að selja verk sam- tímamanna því fólk getur farið á sýningar þeirra og valið þar úr verk- um. Það koma ekki inn mörg verk eftir Húbert Nóa, Eggert Péturs- son eða Ólaf Elíasson, en þetta eru verk sem seljast alltaf á háu verði ef þau koma, og það vill svo til að verk eftir þá eru á uppboðinu okk- ar núna. Ef við lítum á látna lista- menn þá hefur áhugi fólks á verk- um þeirra færst frá landsmyndum yfir í abstrakt. Það er orðið erfiðara að selja landslagsverk nema þau séu eftir mjög þekkta og góða lista- menn. Miðlungsverk eftir Kjarval hafa frekar verið að gefa eftir í verði og sölumöguleikum en góðu verk- in hans hafa alltaf staðið fyrir sínu. Verk eftir Þorvald Skúlason hækka í verði og sama má segja um verk Karls Kvaran.“ Bessastaðir Kjarvals Verkin sem eru boðin upp á þessu hundraðasta listmunauppboði eru 196, 100 eru boðin upp á mánu- dagskvöld og 96 á þriðjudags- kvöld. Verkin eru til sýnis í Gallerí Fold á Rauðarárstíg frá föstudegi til þriðjudags. Uppboðið er nokkuð sérstakt því þar eru ekki einungis boðnar upp myndir og skúlptúrar heldur einnig verðmætir skartgrip- ir og skipslíkön. Myndirnar eru þó mest áberandi, margar merkilegar. „Meðal mynda á uppboðinu er mynd af Bessastöðum eftir Kjarval en hann málaði mjög sjaldan hús. Þessi mynd var máluð fyrir þann Tómas sem Tómasarhagi heitir eft- ir og sýnir útsýnið til Bessastaða. Við erum með fimm metra langt verk eftir Húbert Nóa, skúlptúr eft- ir Sigurð Guðmundsson og stórt verk eftir Ólaf Elíasson. Þegar kem- ur að frumherjunum þá erum við með stórt verk eftir Louisu Matth- íasdóttur, tvö verk eftir Þórarin B. Þorláksson og þrjú verk eftir Krist- ínu Jónsdóttur. Við erum með bók- verk eftir Dieter Roth og Eggert Pétursson. Þannig að það kennir ýmissa grasa,“ segir Jóhann. Jóhann hvetur fólk til að koma og skoða verkin. „Uppboðssýn- ingarnar eru bestu sýningar sem völ er á,“ segir hann. „Kjarvalsverk- ið sem sýnir Bessastaði var málað fyrir mörgum áratugum og hefur verið á sama heimilinu allan þann tíma. Það kemur hingað í sölu, er á sýningu í tæpa viku en síðan kaup- ir einhver það og á það næstu ára- tugina. Fólk sér þetta verk ekki endilega nema á þessari sýningu. Ég er alltaf að hvetja fólk til að koma á uppboðssýningar til að skoða því þar er mikil flóra og breidd sem fólk sér ekki á venjulegum sýning- um.“ n Bestu sýningar sem völ er á „Það er orðið erf- iðara að selja landslagsverk nema þau séu eftir mjög þekkta og góða listamenn. n Listmunauppboð númer 100 í Gallerí Fold n Myndir, skúlptúrar, skartgripir og skipslíkön n Erfiðara að selja landslagsverk en áður Ekki bara mynd- list Þetta gullfallega hálsmen verður boðið upp. Mynd Sigtryggur Ari Skip og myndir Skipslíkön eru meðal muna á uppboðinu. Mynd Sigtryggur Ari ( 893 5888 Persónuleg og skjót þjónusta þú finnur okkur á facebook 36 á annnarri 32 á hinni IP Dreifing | www.hrefna.is | hrefna@hrefna.is | sími: 577-3408 Farðu nýjar leiðir og prófaðu ferskar sérvaldar hrefnulundir á grillið eða á pönnuna snöggsteiktar að hætti meistarakokka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.