Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 24
Helgarblað 2.–5. september 20162 Góð heilsa - Kynningarblað Náttúrulegar heilsuvörur úr íslenskum jurtum Húðvörur fyrir haustið V ið Eyjafjörðinn má finna margs konar blómlega atvinnu­ starfsemi, en þar er eitt fyrirtæki sem er alveg sér í lagi blóm­ legt og hefur síðustu 24 árin framleitt hágæða snyrtivör­ ur, húðvörur og líkamsvör­ ur úr íslenskum jurtum og lífrænt vottuðum hráefn­ um. Urtasmiðjan á Sval­ barðsströnd er íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem eigandinn og fyrrverandi tónlist­ arkennarinn, Gígja Kjartansdóttir Kvam, stofnaði og hefur stýrt frá upphafi við góðan orðstír. Hraust húð í haustvindunum Nú er jurtatínslu lok­ ið þetta sumarið og hafist handa við að framleiða ferskar vörur fyrir haustið sem gott er að nota og njóta þegar fer að kólna í veðri því þá er mikilvægt að huga vel að húðinni. Nú á haustdögum kem­ ur á markað nýtt einstakt næringar­ krem frá Urtasmiðjunni, sem er sérstak­ lega þróað til að hlífa og vernda húðina fyrir kulda. Það inniheldur lítinn raka en mikið af næringarefn­ um. Auk þess er kremið sérstaklega gott fyrir þurra og viðkvæma húð sem þarfnast aukinnar næringar og umönnunar. Það inniheldur m.a. olíur úr græðandi rauðsmára og ilmandi gulmöðru, þykkni úr granateplum og villirósabelgjum, sem eru rík af vítamínum og andox­ unarefnum sem örva endurnýjun­ arvirkni húðarinnar og stuðla að heilbrigðu og frísklegu útliti hennar. Kremið tekur nafn sitt af villirósinni og fær nafnið Villirósakrem. Sér­ stakt hausttilboð,og kynningarverð (20% afsláttur) verður á þessu nýja kremi í netverslun Urtasmiðjunn­ ar sem verður fáanlegt á www. urtasmidjan.is. í byrjun október. Fyrsta framleiðsluvara Urtasmiðjunnar leit dagsins ljós fyrir 24 árum, en það var Græðis­ myrslið. Gefum Gígju orðið: „Mér varð oft hugsað til ömmu minnar sem tíndi jurt­ ir sem hún blandaði í sinn eigin áburð sem hún notaði á bæði menn og skepnur. Í þá daga var ekki óal­ gengt að fólk notaði jurtir sér og sín­ um til heilsubótar bæði í drykki og smyrsli, því vitneskjan um áhrifa­ mátt jurtanna var víða til staðar og ekki alltaf hægt að hlaupa til lækn­ is svo að fólk varð oft að bjarga sér sjálft. Græðismyrslið mitt hefur frá því fyrsta verið afar eftirsótt og alla tíð síðan sannað gildi sitt sem al­ hliða græðandi áburður. Það flýt­ ir fyrir að græða s.s. legusár, sól­ bruna, sólarexem, ýmis útbrot og gyllinæð, en ekki síst er það mjög áhrifaríkur brunaáburður. Græði­ smyrslið inniheldur m.a. vallhumal og rauðsmára sem eru þekktar jurt­ ir fyrir græðandi virkni. Morgun­ frú er viðurkennd heilandi húðjurt og kamillan róandi á sviða og kláða og dregur úr bólgu, lofnarblóm og hafþyrnir eru ekki síst þekktar jurtir fyrir m.a. græðandi áhrif á brunasár. Græðismyrslið er notað á ýmsum heilsustofnunum og dvalarheimil­ um og fær alltaf mikið lof fyrir sína góðu og alhliða virkni.“ „Ásamt Græðismyrslinu var Vöðva­ og gigtarolían ein af fyrstu tegundunum sem við fórum að framleiða og má segja að hug­ myndin að henni hafi verið mín eig­ in þörf fyrir að milda verki í liðum og mýkja harða og spennta vöðva. Í henni eru blóðberg, ein­ ir, arnika og fleiri áhrifaríkar jurtir, sem þekktar eru fyrir mildandi áhrif sín á gigtar­ verki, eymsli og stirðleika í liðum, vöðvaspennu og sina­ drátt. Olían smýgur vel inn í húð og vöðva og fer ekki í föt. Hún er notuð víða á nudd­ stofum hér á landi og erlend­ is og fær frábær ummæli frá nuddurum og nuddþegum.“ Auk þessara ofannefndu tegunda framleiðir Urta­ smiðjan fjölmargar aðrar tegundir, s.s. andlitskrem úr ísl. fjallagrösum, djúpnær­ andi silkiandlitsolíu (serum), handkrem, mýkjandi fótasalva (hælakrem) o.fl. Framleiðsla Urtasmiðjunn­ ar inniheldur engin aukaefni, engin erfðabreytt efni eða dýraafurð­ ir. Auk okkar hreinu og heilnæmu jurta er allt hráefnið upprunnið úr náttúrunni, lífrænt vottað, viður­ kennt og leyft í lífrænni framleiðslu. Allar frekari upplýsingar um húð­ vörur Urtasmiðjunnar og sölustaði má finna á vefsíðunni www.urta­ smiðjan.is. og Facebook­síðu face­ book.com/Urtasmidjan n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.