Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 48
Helgarblað 2.–5. september 2016 69. tölublað 106. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Hæ, Rúrik! Í sextánda sæti á Billboard n Jack Magnet, þar sem Jakob Frímann Magnússon er forsprakki, gaf út plötu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og er hún nú í 16. sæti á bandaríska Billboard-listanum. Platan er enn ekki komin út á Íslandi en í Bandaríkjunum hefur hún verið að fikra sig upp frá 34. sæti, að 28., þá 20. og nú 16. Þetta er djassskotin plata með frumsaminni instrumental tónlist, Upptökustjóri er Grammy- verðlaunahafinn Paul Brown sem kom fram með Jack Magnet á Secret Solstice- hátíðinni í júní síðstliðnum. Ung kona var bitin en varð ekki meint af F jórir skógarmítlar fundust í sama garðinum í Vík í Mýr- dal á dögunum. Starfsmaður Náttúrufræðistofnunar Ís- lands var sendur á vettvang eftir að ung kona var bitin af slíku kvikindi í garði og lét stofnunina vita. „Já, stúlkan var svo handviss um að hafa fengið þetta úr garðin- um sínum þannig að ég fékk að leita í garðinum og fann þar nokkra mítla undir og í grennd við rifs- berjarunna,“ segir Matthías Alfreðs- son líffræðingur. Að mati Matthí- asar er líklegast að skógarmítlarnir hafi dottið af fuglum sem hafist við á svæðinu eftir að hafa flogið yfir til landsins frá suðrænni slóðum. Skógarmítlar hafa fundist um allt land undanfarin ár en flest dæmin eru á sunnan- verðu landinu. Þá bár- ust fréttir af því fyrr í sumar að nokkrir mítl- ar hefðu fundist á Höfn í Hornafirði sem og að slíkt kvik- indi hefði fundist fast á ketti á Ísa- firði. „Það hefur ekki verið staðfest að skógarmítlar lifi af veturinn hér- lendis og ekki er vitað til að þeir hafi náð að fjölga sér. Hins vegar er alveg ljóst að skógarmítlar berast til landsins á hverju vori með farfugl- um og ef til vill fáum við misstóra sendingu ár hvert,“ segir Matthí- as. Náttúrufræðistofnun Íslands og Tilraunastöðin á Keldum blésu til rannsóknar á útbreiðslu og algengi skógarmítils hér á landi í sumar og er Matthías í forsvari fyrir rann- sóknina ásamt Erlingi Ólafssyni skordýrafræðingi. Tvær algengustu sýkingarnar sem skógarmítlar geta borið með sér eru mítlaheilabólga (TBE) og bakterían borrelíósa sem getur valdið langvinnum liðagigtarsjúk- dómi, svokölluðum Lyme-sjúk- dómi. Á Norðurlöndunum er talið að 1–3% skógarmítla séu sýktir. Ekki er hægt að fullyrða hvort sýkt- ir skógarmítlar hafi borist til lands- ins því ekki er leitað eftir því á þeim kvikindum sem finnast hérlend- is. „Það væru mjög áhugaverðar upplýsingar og við reiknum með því að hefja slíka rannsókn að öll- um líkindum frá og með næsta hausti,“ segir Matthías. Hann bend- ir á að sé sýkingartíðni skógarmítla á ákveðnu svæði undir 10% og mít- ill fjarlægður innan 18 klukkutíma þá séu afskaplega litlar líkur á sýk- ingu. n bjornth@dv.is Fjórir skógarmítlar í sama garðinum í Vík Serum sem gefur húðinni ljóma, vellíðan og nærir hana. Notast eitt og sér eða undir dagkrem. Húðin fær sérstaklega jafna og fallega áferð. Hentar öllum húðgerðum, sérstaklega gott fyrir þurra / viðkvæma húð. FACE SERUM – UNISEX Hreinsandi, nærandi og rakagefandi maski sem gæðir húðina nýju lífi. Örvar blóðrásina, fjarlægir dauðar húðfrumur, jafnar húðlit, dregur saman húðholur og gefur frískleika. Ilmandi spa kerti unnið úr náttúrlegum og lífrænum olíum. Vaxið er unnið úr nærandi olíum sem má bera beint á húðina þegar það bráðnar. Notist sem herbergisilmur og berist á þurra bletti og þreytt svæði. LEMONGRASS / SWEET AMBER HOME FACEMASSAGE CANDLE MASK RADIANT Fást í Laugar Spa, World Class & worldclass.is 100% hreinar & náttúrulegar vörur. Ekki prófaðar á dýrum. HAUSTTVENNA FACE MASK RADIANT & HOME MASSAGE CANDLE Aðeins kr. 8.490 fullt verð kr. 15.480 Bústinn skógarmítill Útbelgdur eftir góða máltíð. Flugvallarmálið enn og aftur n Flugvöllurinn í Vatnsmýri er enn og aftur í umræðunni og nokkrir þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um þjóðar- atkvæðagreiðslu um það hvort flugvöllurinn eigi að vera eða fara. Dr. Gunni er einn þeirra sem leiður er á umræðunni og segir á bloggsíðu sinni: „Það er ákveðinn sjarmi í að hafa flugvöllinn þarna. Lummulega huggó að heyra drunurnar og sjá ferlíkin fljúga yfir borgina til lendingar. Stutt að fara út á völl. Mér er alveg sama þótt draumur Kaffivest-tvíddstera um Ikeahverfi í Vatnsmýri verði að veruleika annars staðar. Ætli ég kjósi ekki bara að hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er. Samt gæti mér eiginlega ekki verið meira sama.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.