Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 40
Helgarblað 2.–5. september 201636 Fólk Þær kusu dauðann Frægð og frami færa ekki ætíð lífsfyllingu. Hér er fjallað um nokkrar þekktar leikkonur sem lífið virtist blasa við en þær lifðu óhamingjusömu lífi og fyrir- fóru sér. Dauði þeirra rataði í heimspressuna og aðdáendur þeirra syrgðu. n Leikkonur sem frömdu sjálfsmorð Óbærileg ástarsorg Carole Landis var 29 ára gömul þegar hún svipti sig lífi árið 1948 og hafði þá leikið í 50 kvikmyndum. Hún átti að baki fjögur misheppnuð hjónabönd og hafði átt í ástarsambandi við leikarann Rex Harrison sem var kvæntur leikkonunni Lili Palmer. Harrison vildi ekki skilja við eiginkonu sína vegna Landis en borðaði með henni síðasta kvöldið sem hún lifði. Landis lést af völd- um banvænnar blöndu áfengis og róandi lyfja. Harrison var kennt um dauða hennar. Hann mætti í jarðarförina ásamt eiginkonu sinni. Landis var ekki eina konan sem svipti sig lífi vegna ástar á Rex Harrison. Árið 1980 framdi leikkonan Rachel Roberts sjálfs- morð. Hún var fjórða eiginkona Harrison og var niðurbrotin eftir skilnað þeirra. líf í skugga Þunglyndis Franska leikkonan Capucine lék í fjölda mynda á ferlinum, þar á meðal í Bleika pardusnum árið 1963, What's New Pussicat og Satyricon Fellinis. Leikkonan þjáðist af þunglyndi og reyndi nokkrum sinnum að fyrirfara sér. Vinkona hennar, Audrey Hepburn, reyndist henni afar vel á erfiðum tímum. Capucine var gift í stuttan tíma á yngri árum en giftist ekki aftur. Hún var 62 ára gömul þegar hún kastaði sér út um glugga á áttundu hæð á heimili sínu í Sviss. íslensk framleiðsla Án viðbætts sykurs Gott í boostið, matargerð, baksturinn og fleira Kraftmikil fasteignasala sem fer ótroðnar slóðir af því að þín fasteign skiptir máli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.