Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 2
Helgarblað 2.–5. september 20162 Fréttir Ríkisendurskoðun kaupir nýjan jeppa n Lítið ekinn Land Cruiser settur á sölu n Nýr Hyundai Santa Fe keyptur R íkisendurskoðun hefur fest kaup á nýjum 7,3 milljóna króna Hyundai Santa Fe- jeppa sem samkvæmt upp- lýsingum frá stofnuninni er notaður af starfsmönnum þegar þeir þurfa að sinna vinnutengdum erind- um. Fyrir átti stofnunin Land Cruiser GX-jeppa sem keyptur var nýr árið 2006 og er aðeins ekinn tæpa 76 þús- und kílómetra. Land Cruiser-jeppinn hefur nú verið settur á sölu af Ríkiskaupum, þar sem hann verður seldur hæstbjóðanda á bílauppboði. Nýr Hyundai Santa Fe- jeppi kostar hjá umboðinu á Íslandi í dag á bilinu 6,9 til 8,6 milljónir króna. En hafa ber í huga að við kaup ríkisins á bif- reiðum í gegnum örútboð fæst að jafnaði ágætur afsláttur og hagstæðara verð en almenn- ingi stendur til boða. Nýi jeppinn, sem er með 200 hestafla dísilvél og sjálf- skiptur, kostaði 7.350 þúsund krón- ur. Var hann nýskráður á Ríkisendur- skoðun þann 5. júlí síðastliðinn. Selja Toyota Land Cruiser-jeppinn, sem seldur verður upp í kaupverðið á nýja jeppanum, er nú auglýstur til sölu á vefnum Bílauppboð.is. Í aug- lýsingunni kemur fram að jepp- inn sé nýlega kominn úr skoðun hjá Toyota þar sem bremsur voru yfir- farnar og endurnýjaðar. Jeppinn er aðeins ekinn tæpa 76 þúsund kíló- metra sem verður að teljast lítið mið- að við tíu ára gamlan bíl, eða aðeins 7.600 kílómetra á ári. Samkvæmt árs- skýrslu Ríkisendurskoðunar, fyrir árið 2015, nam kostnaður stofnunarinnar vegna jeppans á síðasta ári 378 þús- und krónum. Munaði þar mestu um bensín og olíukostnað sem nam 179 þúsund krónum, opinber gjöld og tryggingar sem námu 132 þúsund krónum en 65 þúsund krónur fóru í viðgerðir og viðhald. Bíll Ríkisendur- skoðunar virðist því tiltölulega lítið notaður ár hvert. Of langt í lægsta tilboðið Samkvæmt heimildum DV var lægsta tilboðinu í örútboði Ríkisendur- skoðunar ekki tekið. Ástæðan var sú að í útboðslýsingu var gerð krafa um afhendingu innan 10 vikna að hámarki. En lægsta tilboðið, sem var Subaru Outback-bifreið á tæp- ar 6,4 milljónir, var með 16 vikna af- hendingartíma sem uppfyllti ekki skilyrði stofnunarinnar. Var því kom- ist að þeirri niðurstöðu að hagstæð- ustu kaupin væru Santa Fe-jeppinn, sem þó var tæpri einni milljón króna dýrari. Sú staðreynd er athyglisverð í ljósi hlutverks Ríkisendurskoðun- ar sem meðal annars er að stuðla að umbótum í fjármálastjórn ríkisins og nýtingu almannafjár. Auk ítarlegrar umfjöllunar um bif- reiðakaup ráðuneytanna að undan- förnu upplýsti DV einnig um kaup ríkisstofnananna Byggðastofnun og Viðlagatrygging Íslands á nýj- um jeppum fyrir forstöðumenn sína fyrr á þessu ári. Þeir jepp- ar voru hluti af starfskjörum for- stjóra Byggðastofnunar annars vegar og framkvæmdastjóra Viðlaga- tryggingar hins vegar. En samkvæmt upplýsingum frá Ríkisendurskoðun er það ekki tilfellið þar á bæ. Hyundai Santa Fe-jeppinn ku ekki vera hluti af starfskjörum Sveins Arasonar ríkis- endurskoðanda. n Svona kaupir ríkið bíla Til að kaupa nýja bifreið þarf viðkomandi stofnun eða ríkisfyrirtæki að fylla út umsókn til Bílanefndar ríkisins þar sem koma þarf fram meðal annars lýsing á hlutverki og þörf- um, áætlaður akstur á ári og óskir um sérbúnað og aukabúnað. Þegar væntanlegir kaupendur hafa fengið heimild hjá Bílanefnd ríkisins til bíla- kaupa efna kaupendur til örútboðs um þær bifreiðar sem kaupa skal. Í kjölfar örútboðs, þar sem leitað er skriflegra tilboða meðal samningshafa þar sem besta tilboðið, á grundvelli þeirra krafna og óska sem gerðar voru, sendir kaupandi inn pöntunarbeiðni til Ríkiskaupa. Ríkiskaup panta síðan bifreiðina fyrir viðkomandi stofnun eða ríkisfyrirtæki sem skráð verður fyrir bifreiðinni. Ríkiskaup sér síðan um að selja gömlu bifreiðina, sem gert er í samstarfi við Bílauppboð.is. Nýr jeppi Ríkisendurskoðun keypti nýjan Hyundai Santa Fe-jeppa í júlí síðastliðnum á rúmar 7,3 milljónir króna. Jeppinn er notaður af starfsmönnum í vinnutengdum er- indum. Myndin er af sambærilegum jeppa. MyNd Eyþór ÁrNaSON ríkisend- urskoðandi Sveinn Arason. Gamli settur á sölu Land Cruiser 120 GX-jeppi Ríkisendurskoðunar hefur verið settur á sölu. MyNd BílauppBOð.iS Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Guðni Th. hefur skilað uppgjöri Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur bæst í hóp þeirra frambjóðenda til forsetaemb- ættisins í sumar sem skilað hefur fjárhagslegu uppgjöri um kosningabaráttu sína til Rík- isendurskoðunar. Fyrir höfðu þær Guðrún Margrét Pálsdóttir og Hildur Þórðardóttir gert það líkt og DV greindi frá á dögun- um. Níu voru í framboði og eiga sex frambjóðendur því eftir að skila upplýsingum um tekjur og kostnað vegna kosninga- baráttunnar eins og lög gera ráð fyrir, séu heildartekjur eða heildarkostnaður yfir 400 þús- und króna. Frambjóðendum ber að skila þessu uppgjöri eigi síðar en þremur mánuðum frá því að forsetakjör fór fram. Enn er því tæpur mánuður til stefnu. Þegar uppgjörin hafa verið yfirfarin og staðfest af Ríkis- endurskoðun, verða þau birt á vef stofnunarinnar. Í kappræðum forsetafram- bjóðenda á RÚV þann 24. júní síðastliðinn sagði Guðni að vel á annan tug milljóna króna hefðu safnast vegna kosninga- baráttunnar. Hann kvaðst þó ekki þekkja heildartöluna. HVAR ER SÓSAN? Tvö brauð, ostur, buff og grænmeti nægja ekki til að gera góðan borgara. Ef sósuna vantar er eins gott að sleppa þessu. Þú gleymir ekki sósunum frá E. Finnsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.