Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Side 37
Helgarblað 2.–5. september 2016 Lífsstíll 33 Sumir helst til hjálpsamir En hvernig skyldi bransinn hafa tekið henni – ungri konu í kvik- myndaleikstjórn? „Flestir eru mjög jákvæðir og eru kannski að vanda sig alveg sérstaklega og detta mögulega í einhvern óþarfa stuðning. Ég hef líka tekið eftir því að stundum þegar ég er að leikstýra á setti eiga sumir til að skipta sér af hlutum sem þeir halda að ég ráði ekki við vegna kyns míns og aldurs.“ Nýlega sendi Lovísa tvær stutt- myndir frá sér á hátíðarúnt um heim- inn, og á dögunum lauk hún tök- um á fyrstu mynd sinni í fullri lengd. Myndin heitir Týndu stelpurnar og byggist að hluta til á sönnum atburð- um. „Ég var búin að vinna að hand- ritinu í þrjú ár, en fyrst um sinn datt mér ekki í hug að leikstýra henni sjálf. Bróðir minn var líka í Kvik- myndaskólanum og þegar hann kom til mín með svipaða hugmynd varð þetta allt skýrara í kollinum á mér og ég fékk kjark til að fara alla leið með ákveðin þemu sem ég hafði verið að gæla við.“ Unglingsstelpur rannsaka morð Myndin segir frá tveimur 14 ára stelpum, sem eiga ólíkan bakgrunn og búa við ólíkar aðstæður, en eiga það sameiginlegt að vilja sleppa frá heimilum sínum. „Handritið byggist að hluta á persónulegri reynslu og reynslu vinkvenna minna. Stelpurn- ar eru dálítið ímyndunarveikar og halda að þær verði vitni að morði. Þær byrja að rannsaka það upp á eigin spýtur og flækjast þar með inn í at- burðarás sem þær ráða engan veginn við.“ Myndin var að mestu leyti fjár- mögnuð af Lovísu. „Það er mjög erfitt að fá styrki frá Kvikmyndasjóði ef maður hefur ekki helling af verkum á ferilskránni. Mig langaði að drífa í því að gera þessa mynd og umsóknarferli hefði tafið það óskaplega og líklega ekki skil- að neinu. Þess vegna var lendingin sú að leggjast í miklar reddingar og fjármagna myndina sjálf ásamt því að þiggja styrki frá nokkrum fyrir- tækjum. Við fengum til dæmis fría notkun á öllum tækjabúnaði og frí- an mat á setti fyrir þá sem unnu að myndinni.“ Með þessu móti náðu Lovísa og samstarfsfólk hennar að ljúka tökum á myndinni fyrir lítinn pening. Aðalleikkonurnar í myndinni hafa ekki sést á hvíta tjaldinu áður. „Ég tók mér góðan tíma í að leita að þeim og eitt af því sem ég gerði var að fylgja alls konar stelpum sem auglýstu Snapchat-aðganginn sinn í Beauty tips-hópnum á Facebook. Það reyndist gjöfult því að ég fann aðra þeirra þar. Hina fann ég svo eft- ir öðrum leiðum. Það fyndna var að stelpurnar tvær, Kolfinna og Sonja Rut, reyndust bestu vinkonur í alvöru og fengu svo að leika bestu vinkonur í myndinni um týndu stelpurnar.“ Klippingar á Týndu stelpun- um standa yfir en Lovísa vonast til að hún verði frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum snemma á næsta ári. „Jafnvel fyrr ef okkur gengur vel!“ n Úr Hrelli Ágústa Eva Erlendsdóttir lék aðalhlutverkið. Myndina má nálgast á Youtube. Vinkonur sem vinkonur Aðalleikkonurnar í fyrstu bíómynd Lovísu í fullri lengd. Kvikmyndin Týndu stelpurnar verður frumsýnd á næsta ári. Kolfinna og Sonja Rut eru ekki bara bestu vin- konur í myndinni, heldur líka í lífinu. Hrollvekjandi myrkur Stilla úr stuttmyndinni Það er margt sem myrkrið veit sem var eitt verkefna Lovísu í Kvikmyndaskól- anum. Myndin vann fyrstu verðlaun á Gullmolanum, stuttmyndahátíð Kópa- vogs, í fyrra. Týndu stelpurnar Stilla úr myndinni. Retor Fræðsla - Hlíðasmára 8, Kópavogi - Sími: 519 4800 - www.retor.is Íslensku- kennsla fyrir erlent starfsafl Fjarlægir tannstein. Vinnur gegn sýkingu í tannholdi. Berst gegn andfýlu. Náttúrulegt gæludýrafóður og umhirða Pantanir og fyrirspurnir: 8626969 | 8996555 platinum@platinum.is | platinum.is Ekki láta þetta ganga svona langt. OralClean+Care 100 % náttúrulegt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.