Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 22
Helgarblað 2.–5. september 201622 Fólk Viðtal „Ég er ekki skrímsli“ n Sigga hakkara bannað að fara í sund n Dæmdur fyrir gróf kynferðisbrot en segist ekki vera siðblindur E rtu skrímsli?“ „Ég er ekki skrímsli en mikið af þvís em ég hef gert bendir til þess,“ Sigurður Ingi Þórðar- son, betur þekktur sem Siggi hakkari. Sigurður lauk afplánun í fangelsi í júní og hefur snúið heim. Hann á eftir að afplána nokkra mánuði af dómi sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn níu ung- lingspiltum. Sigurður var dæmdur í þriggja ára fangelsi og ástæða þess að hann er laus eru nýjar reglur um fullnustu refsinga. Stefna yfirvalda er að koma föngum á rafrænt eft- irlit sem fyrst. Þar eru þeir lengur en áður tíðkaðist. DV greindi frá því þann 23. ágúst að Sigurður afplánaði eftirstöðv- ar dómsins undir rafrænu eftirliti. Í kjölfarið kom fram í Stundinni að foreldrar barna í Salaskóla væru ósáttir við að Sigurður stundaði sundlaugar í Kópavogsbæ í frítíma sínum og spunnust heitar umræð- ur um málið. Samkvæmt heimild- um DV funduðu allir skólastjórar um málið og vildu að Sigurði yrði meinað að fara í laugarnar. Sigurð- ur hafði verið nær daglegur gestur í sundlaugum frá því að hann losnaði í júní. Nú hefur DV fengið staðfest að Siggi hakkari hefur skrifað undir plagg þess efnis að hann megi ekki fara í sund. Hann þarf því framvegis að þrífa sig heima hjá sér. Saga Sigurðar Sigurður var dæmdur í einu um- fangsmesta kynferðisbrotamáli síð- ari ára í september 2015. Áður hafði Sigurður komist í kastljós fjölmiðla vegna tengsla við Wikileaks og var sakaður um þjófnað frá samtökun- um. Þá var hann bandarísku alríkis- þjónustunni, FBI, innanhandar og gaf þeim upplýsingar um Wikileaks. Þá greindi DV frá því að hann hefði farið til fundar við allsherjarnefnd Alþingis eftir að greint var frá því að hann hefði verið yfirheyrður af FBI haustið 2011. Á þeim fundi mætti Sigurður með lífverði og sagðist hafa verið tálbeita hjá FBI. Einnig var hann nefndur í tengslum við til- raun til að kúga Nóa Siríus en ekki var hægt að sanna tengsl hans við málið. Þá sat hann í gæsluvarðhaldi í tengslum við fjársvik. Síðar var Sigurður dæmdur fyr- ir kynferðisbrot en fangelsisdóm- ar hans eru þrír, samtals 5 ár og 8 mánuðir. Í febrúar 2014 var hann dæmdur í átta mánaða óskilorðs- bundið fangelsi fyrir að tæla 17 ára dreng til kynferðismaka með blekkingum. Þann 13. mars sama ár undirgekkst Sigurður sektar- greiðslu vegna þjófnaðar. Þá var hann dæmdur í tveggja ára óskil- orðsbundið fangelsi í desember 2014 fyrir umfangsmikil fjársvik gegn fyrirtækjum og einstakling- um. Alls var hann dæmdur til að greiða um átta milljónir í miska- bætur. Hinn 23. september 2015 var Sig- urður dæmdur í þriggja ára fang- elsi fyrir að hafa brotið kynferðis- lega gegn níu piltum. Þá var honum gert að greiða 8,6 milljónir í miska- bætur og rúmar sex milljónir króna í sakarkostnað. Sigurður hafði sam- skipti við drengina á netinu og lofaði þeim peningagreiðslum og að þeir fengju margs konar vörur, til dæm- is símtæki, tölvur, bifreiðar og jafn- vel fasteignir, í skiptum fyrir munn- og endaþarmsmök. Þá lofaði hann því að hann gæti lagfært námsfer- il sumra drengjanna með tölvu- kunnáttu sinni. Flestir piltanna voru á aldrinum 15 til 16 ára þegar brot- in áttu sér stað. Fleiri drengir kærðu Sigurð en ekki rötuðu fleiri mál fyrir dómstóla. Verður að fara í bað heima hjá sér „Ég spurði hvort ég mætti fara í sund áður en ég losnaði og þeir sögðu já,“ segir Sigurður og segir að daginn eft- ir umfjöllun fjölmiðla hafi honum verið meinað að fara í sund. Í upp- haflega plagginu sem veitti honum reynslulausn segir hann að hvergi hafi komið fram að honum hafi ver- ið meinaður aðgangur að sundlaug- um. Eftir háværar umræður var Sig- urður boðaður á fund daginn eftir og þá hafði því skilyrði verið bætt við. Allar sundferðir væru hér eftir tekn- ar af. Sem von er hefur ýmislegt ver- ið sagt. Sigurður hefur verið kallað- ur skrímsli og oftar en einu sinni fólk viljað skipta út viðurnefninu hakkari fyrir nauðgara. Um þetta segir Sig- urður: „Að mörgu leyti finnst mér hún ósanngjörn og ekki rétt en það er ekki hægt annað en að skilja hana að vissu marki. Mér finnst til dæm- is ekki rétt hvað sé fjallað um og hvað ég var dæmdur fyrir. Aldursmunur- inn á mér og þeim sem að málið snýst um var mjög lítill,“ segir Sigurð- ur og bætir við: „Ég held að umræðan fari úr böndunum með hverri einustu frétt. Hvort sem hún er um mig eða ein- hvern annan. Ég skil þessi sjónarmið alveg en umræðan var dálítið asna- leg. Það var sagt að ég væri að mæta í sund þegar skólasund væri en svo gleymdist að athuga að skólasund er ekki einu sinni hafið. Á þeim tíma sem skólasund er á ég að vera í vinnu. Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is „Ég hreint út sagt veit ekki hvað ég ætti að segja, nema að biðjast afsökunar aftur „Ég spurði hvort ég mætti fara í sund áður en ég losnaði og þeir sögðu já

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.