Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 4
Helgarblað 2.–5. september 20164 Fréttir Vinnum fyrir öll tryggingafélög Skútuvogi 12h, Reykjavík S: 568-9620 - bilaretting.is Útvegum bifreið meðan á viðgerð stendur Tveir kepptu um forstjórastól VÍS Valið stóð á milli Jakobs Sigurðssonar og Sigurðar Hannessonar Þ egar tilkynnt var um afkomu VÍS á fyrstu sex mánuðum ársins á fimmtudaginn í síð- ustu viku, sem var talsvert undir væntingum bæði hvað varðar vátryggingar- og fjárfestinga- starfsemi, varð ljóst að dagar Sigrún- ar Rögnu Ólafsdóttur í stóli forstjóra tryggingafélagsins væru taldir. Sam- staða náðist þá innan fimm manna stjórnar VÍS, sem hafði um langt skeið verið undir þrýstingi frá ýmsum hlut- höfum sem vildu sjá breytingar til að reyna að rétta við dræma afkomu fé- lagsins, um að stíga það skref að ráða nýjan forstjóra í hennar stað. Á fundi með stjórninni síðastliðinn sunnu- dag var Sigrúnu Rögnu tilkynnt um uppsögnina og sama dag gengið frá samkomulagi við Jakob Sigurðsson um að taka við sem forstjóri VÍS. Þrátt fyrir að nöfn margra stjórn- enda úr viðskiptalífinu og á fjármála- markaði hafi komið til umræðu, bæði hjá einstökum stjórnarmönnum og á meðal stærstu hluthafa félags- ins, þá voru það í reynd aðeins tveir sem komu til greina sem eftirmenn Sigrúnar Rögnu þegar endanleg ákvörðun var tekin um að segja henni upp störfum. Auk Jakobs var það Sig- urður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku banka og einn helsti ráðgjafi stjórnvalda vegna áætl- unar um losun fjármagnshafta sem var kynnt sumarið 2015, sem valið stóð á milli og boðaði stjórnin þá báða í viðtöl með skömmum fyrirvara um liðna helgi, samkvæmt heimildum DV. Í kjölfarið ákvað stjórnin sem fyrr segir að ráða Jakob, forstjóra Promens á árunum 2011 til 2015, í starf forstjóra VÍS eins og greint var frá í tilkynningu frá félaginu síðastliðinn mánudag. Var í veikri stöðu Sú ákvörðun að skipta um forstjóra VÍS, en Sigríður Ragna var eini kven- forstjóri fyrirtækis sem er skráð í Kauphöll Íslands, kom fæstum aðil- um á markaði á óvart enda hafði ver- ið uppi þrálátur orðrómur um langa hríð að staða hennar væri afar veik. Afkoma VÍS af tryggingahluta rekstr- arins þótti óviðunandi á síðasta ári og þá hefur ávöxtun af fjárfestinga- eignum félagsins verið talsvert lakari í samanburði við tryggingafyrirtæk- in Sjóvá og TM. Það sem af er ári hef- ur sú staða ekki tekið breytingum og þrátt fyrir að innlend bókfærð iðgjöld VÍS hafi hækkað um 11,6% á milli ára þá var tap af frjálsum og lögboðnum ökutækjatryggingum á fyrri árshelm- ingi. Erfitt árferði á hlutabréfamörk- uðum gerði það jafnframt að verkum að tekjur af fjárfestingastarfsemi – fjárfestingaeignir félagsins nema tæp- lega 34 milljörðum króna – drógust saman um 70% og námu aðeins 636 milljónum króna á tímabilinu. Með nýjum einkafjárfestum sem komu inn í félagið sem stórir hluthaf- ar á síðasta ári varð sú krafa enn há- værari að ráðast þyrfti í breytingar á rekstri VÍS – og jafnframt stokka upp í stjórn félagsins – til að rétta við stöð- una. Þannig keypti félagið Óskabein ehf., sem samanstóð meðal annars af Gesti B. Gestssyni, fjárfesti og eiganda Sparnaðar, og Andra Gunnarssyni, lögmanni og eins eigenda Kea-hót- ela, ríflega 5,5% hlut í VÍS í lok október 2015 fyrir nærri 1.300 milljónir króna sé miðað við þáverandi gengi bréfa í tryggingafélaginu. Fyrir áttu félög í eigu hjónanna Guðmundar Arn- ar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur liðlega 5% hlut í VÍS og þá keyptu Sigurður Bollason fjárfestir og DonMcarthy, breskur fjárfestir og fyrrverandi stjórnarformaður House of Fraser, stóran hlut í félaginu í mars síðastliðnum í gegnum eignarhalds- félagið Grandier. Í dag eru þeir stærstu einkafjárfestar VÍS með ríf- lega 8% eignarhlut. Skuldsettir einkafjárfestar Sumir þessara fjárfesta, meðal annars félagið Óskabein, höfðu fjármagnað kaup sín í VÍS að stærstum hluta með bankaláni og því höfðu þeir mikla hagsmuni af því að tryggingafélagið myndi skila sem fyrst bættri afkomu svo arðgreiðslur úr félaginu gætu dug- að til að standa skil á fjármagnskostn- aði hluthafa vegna kaupanna. Sú ákvörðun stjórnar VÍS fyrr á árinu að lækka boðaða arðgreiðslu til hlut- hafa úr 5 milljörðum í ríflega 2 millj- arða, eftir mikla gagnrýni sem kom upp vegna fyrirhugaðra arðgreiðslna tryggingafélaganna þriggja, mæltist því afar illa fyrir hjá mörgum stærstu einkafjárfestum félagsins. Þótt einhverjir í hópi stærstu hlut- hafa VÍS hafi viljað sjá breytingar á forstjórastóli félagsins fljótlega eftir að ný stjórn var kjörin í apríl á þessu ári, þar sem inn komu þrír nýir stjórn- armenn, þá var ljóst að ekki var sam- heldni í stjórninni um að fara í þær breytingar á þeim tíma. Þannig var það ekkert launungarmál að sumir stjórnarmenn, meðal annars Herdís Fjeldsted, formaður stjórnar félags- ins í umboði Lífeyrissjóðs verslunar- manna, voru hikandi við að grípa til slíkra aðgerða í ljósi þess að Sigrún Ragna væri eini kvenforstjóri félags í Kauphöllinni. Þá vildi Norðmað- urinn Jostein Sørvoll, varaformaður stjórnar VÍS og einn þeirra fjárfesta sem stóð að baki Óskabeini, jafnframt lengst af að stjórnin myndi sýna Sig- rúnu Rögnu þolinmæði og gefa henni tíma til að snúa við rekstri félagsins, samkvæmt heimildum DV. Sú afstaða hans tók hins vegar nýlega breyting- um og samstaða náðist um að binda endi á fimm ára veru Sigrúnar Rögnu í stóli forstjóra. Hækkun eftir forstjóraskipti Gengi bréfa í VÍS hafa hækkað nokk- uð eftir að stjórn félagsins tilkynnti að Sigrún Ragna myndi láta af störfum og Jakob tæki við sem forstjóri. Þannig hækkaði gengi bréfa í félaginu í gær um 3,31% og hafa þá hækkað í verði um tæplega 5% í vikunni. Það sem af er ári hafa þau hins vegar lækkað um 7,17%, lítillega meira en úrvalsvísitala Kauphallarinnar. Viðskipti með bréf í VÍS í gær námu samtals 1.435 milljón- um króna, eða sem nemur um 7,5% af markaðsvirði félagsins, en á með- al þeirra sem keyptu voru Jakob Sig- urðsson og Reynir Finndal Grétars- son, stjórnarmaður í VÍS. n Tíðar breytingar á stjórn VÍS Tíðar breytingar hafa verið á stjórn VÍS á síðustu misserum sem hefur oftar en ekki mátt rekja til ósamstöðu á meðal þeirra sem hafa skipað stjórnina hverju sinni. Í aðdraganda aðalfundar VÍS í mars 2015 tilkynnti þáverandi stjórnarformaður, Hallbjörn Karlsson, að hann myndi ekki gefa kost á sér og í ágústmánuði sama ár sagði Steinar Þór Guðgeirsson hæstaréttarlögmaður sig jafnframt óvænt úr stjórn. Óánægja með að tillögur um að breyta fjármagnsskipan félagsins með útgáfu víkjandi skuldabréfs, líkt og TM hafði áður gert, hafi ekki náð fram að ganga voru á meðal ástæðna fyrir brotthvarfi Steinars úr stjórninni. Í nóvember í fyrra var síðan boðað til hluthafafundar að ósk hjónanna Guðmundar og Svanhildar og voru þeir Guðmundur og Jostein Sørvoll, fulltrúi félagsins Óskabein, þá kjörnir sem nýir stjórnarmenn í VÍS. Guðmundur staldraði hins vegar stutt við og dró fram- boð sitt til baka í aðdraganda þess að aðalfundur VÍS fór fram í apríl á þessu ári. Á þeim fundi komu þau Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og ráðgjafi, Benedikt Gíslason, verk- fræðingur og fyrrverandi ráðgjafi fjármálaráðuneytisins, og Reynir Finndal Grétarsson, forstjóri Creditinfo, ný inn í stjórnina. Fyrir voru þau Herdís Fjeld og Jostein í stjórn VÍS. Nýr forstjóri VÍS Jakob Sigurðs- son starfaði sem for stjóri Promens á ár un um 2011–2015. Fyrrverandi forstjóri VÍS Sigrún Ragna Ólafsdóttir hafði verið forstjóri VÍS í fimm ár og meðal annars leitt félagið í gegnum skráningu í Kauphöllina árið 2013. MyNd VÍS.iS Fram- kvæmdastjóri hjá Kviku Sigurður Hannesson stýrir eigna- stýringu bankans. Hörður Ægisson hordur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.