Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 27
Helgarblað 2.–5. september 2016 Fólk Viðtal 23 „Ég er ekki skrímsli“ n Sigga hakkara bannað að fara í sund n Dæmdur fyrir gróf kynferðisbrot en segist ekki vera siðblindur Ég mætti alltaf í sund á kvöldin.“ Frá því Sigurður losnaði í júní starfaði hann fyrst fyrir Postulakirkj- una og sá meðal annars um vefsíðu- gerð fyrir kirkjuna. Fyrir tæpri viku var hann færður í Rauða krossinn þar sem hann stundar samfélags- þjónustu sjö tíma á dag alla daga vik- unnar. Ákvörðunin var tekin þar sem fyrri vinnuveitandi hafði ekki næg verkefni handa Sigurði. Hjá Rauða krossin- um er Sigurður að pakka niður fötum og kveðst hafa gert margt skemmtilegra. Sálfræðingurinn tjáir sig Dan Somers titlar sig sálgæslu- mann og var hann Sigurði innan- handar í fangelsinu. Eftir að Sig- urður losnaði fór hann í vinnu hjá sálfræðingi sínum, sem er safnaðar- prestur hjá Postulakirkj- unni. „Hann hjálpaði mér með kirkjustarf og kirkjuvefinn og hjálp- aði mér í athvarfsmið- stöð sem ég rek nokkrum sinnum á ári þar sem fólk kemur í vikudvöl. Hann þekkir netið út og inn. Hann er klár, strákurinn. Svo er hann búinn að vera að hjálpa mér við að mála og ýmsar aðrar við- gerðir. Dan hefur verið með sálgæslu og annast Sigurð. Dan segir: „Sigurður er siðblind- ur eða var það. Það get- ur tekið langan tíma að laga það með sálfræðiað- stoð. Það tók mig tvö ár að fá hann til að sjá og skilja að það sem hann gerði var rangt. Það er enginn efi um það í dag að hann sér að það sem hann gerði var rangt.“ Í niðurstöðum geðrann- sóknar á Sigurði, sem kom fram í gæsluvarðhaldsúrskurði undir lok árs 2014, kom fram að hann væri siðblindur og að vandi hans fælist í hömluleysi og erfiðleikum við að fresta fullnægingu hvata. Þá iðrist hann ekki gjörða sinna og geti ekki sýnt merki um djúpa sektarkennd. Dan vill halda fram að siðblinda sé lærð hegðun. „Við kennum börnum það ef þau komast upp með eins mikið og þau geta, þá finnst þeim það bara eðli- legt. Hann hringdi í mig og sagði að það væri komið nóg. Hann hefur játað afbrot sín fyrir dómi, sem ger- ist nánast aldrei hjá fólki sem neitar öllu. Hann skildi að það sem hann var að gera var rangt.“ Þegar það er borið undir Sigurð hvort hann sé siðblindur og hvort það hafi tekið tíma fyrir hann að átta sig á alvarleika brotanna játar hann því. Það hafi ekki gerst strax. Ertu sið- blindur? „Nei, ég mundi ekki segja það. Það er mitt persónulega álit. Á viss- um sviðum er ég það, að sjálfsögðu, en það er fullt af hlutum sem ég myndi alls ekki gera. Svo eru aðrir hlutir á þessum tíma sem ég gerði, ég sé eftir þeim í dag. Á þeim tíma gerði ég það ekki.“ Sálfræðingur Sigurðar vill meina að um fimm ára áætlun sé að ræða en fjölmiðlar lengi biðina með um- fjöllun um viðkvæm mál. „Stór hluti af hans lífi er að fara í sund en nú er búið að banna það, vegna þess að það er búið að skrifa um þessa hluti. Það er sagt að Sigurð- ur sé hættulegur börnum en hann hefur ekki misnotað börn,“ segir Dan sem lítur nánast á Sigurð sem fóstur- son sinn. Hann segir að strax eftir umfjöllun fjölmiðla um sundferðir Sigurðar hafi fangelsismálayfirvöld gripið í taumana. „Þá var sagt; þú mátt ekki fara sund. Þú verður að fara í bað heima hjá þér. Hvernig á að fá fólk inn í þjóðfélagið þegar við bönnum því að taka þátt í þjóðfélaginu? Sigurður keypti í raun vændi af ungum strák- um. Ég er ekki að afsaka neitt. Mér finnst það siðferðislega rangt.“ Dan segir að Sigurður hafi skrif- að bréf til flestra fórnarlambanna, og fólks tengt þeim, og beðist afsökun- ar. Sigurður gengst við því og segist einnig hafa hringt í aðra sem hann braut á í fjársvikamáli. Fékkstu viðbrögð? „Nei.“ Hefur þú heyrt í aðilum? Aftur neitar Sigurður. Sérðu eftir því sem þú gerðir?* „Ég geri það í dag. Ef þú hefð- ir spurt mig fyrir tveimur árum eða tveimur og hálfu ári, þá hefði svarið verið öðruvísi.“ Ef þessir strákar stæðu frammi fyrir þér í dag, myndir þú vilja segja eitthvað við þá eða finnst þér þú hafa gert upp þín mál með þessum bréf- um? „Ég, hreint út sagt, veit ekki hvað ég ætti að segja, nema að biðjast af- sökunar aftur.“ Leyfir Sigurði að umgangast börn sín Dan Somers segir Sigurð ekki hættu- legan börnum. Ekki þurfi heldur að hafa áhyggjur af honum í sundlaug- um bæjarins. Þá segir hann Sigurð hafa áttað sig á brotum sínum. „Honum finnst það sem hann gerði ógeðslegt,“ segir Dan og segist ekki hafa trú á því að hann brjóti af sér aftur. „Það er aldrei hægt að segja aldrei. Hann þarf að koma heim klukkan 11 á kvöldin og hingað til er hann búinn að vera í sundi á hverj- um degi úti um allt og engin vanda- mál.“ Dan bætir við að tvö af fórn- arlömbum Sigurðar hafi sett sig í samband við hann í fangelsinu. Sig- urður segist ekki kannast við það, en segist hafa heyrt í þeim sem hann hafi svikið. Einnig segir Dan að Sig- urður umgangist hans börn. „Stór hluti af hans lífi er að fara í sund en nú er búið að banna það Á leið á fund Árið 2013. Sigurður Ingi er hér í fylgd lífvarða sem fylgdu honum til fundar við allsherjarnefnd. Mynd preSSphotoS Laus Sigurður var myndaður við bílaþrif og vakti athygli að hann væri laus úr fangelsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.