Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Blaðsíða 14
Helgarblað 2.–5. september 201614 Fréttir Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is BT rafma gnstjakk ar - auðveld a verkin ! • 1300 kg. lyftigeta • 24V viðhaldsfrír rafgeymir • Innbyggt hleðslutæki (beint í 220V) • Aðeins 250 kg. að þyngd Átti hvalkjötsbirgðir fyrir 3,6 milljarða n Hagnaður Hvals hf. nam 2,3 milljörðum króna n Hætti veiðum en á nóg af kjöti B irgðir Hvals hf. af frystum hvalaafurðum voru metnar á 3,6 milljarða króna þegar síðasta fjárhagsári þess lauk í september í fyrra. Óseld­ ar birgðir fyrirtækisins voru tveim­ ur árum áður metnar á 1,8 milljarða króna en erfiðlega hefur gengið að koma kjötinu á markað í Japan. Sala á afurðunum skilaði fyrirtækinu 1,3 milljörðum króna en útgerðin, þar á meðal rekstur hvalveiðiskipa Hvals og vinnslustöðvar í Hvalfirði, kostaði 1,9 milljarða. Lakari afkoma Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Hvals fyrir tímabilið 1. október 2014 til 30. september 2015, sem fyrirtæk­ ið skilaði inn til fyrirtækjaskrár Rík­ isskattstjóra síðasta þriðjudag, nam hagnaður þess 2,3 milljörðum króna. Afkoman var 752 milljónum lakari en árið á undan en hagnaðurinn skýrist nánast alfarið af tekjum af eignarhlut Hvals í Vogun hf. Það á 33,7% hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu HB Granda og 38,6% hlut í Hampiðjunni. Bréfin í Vogun eru metin á 21,5 milljarða króna í ársreikningi Hvals. Eignir fyrirtækisins eru metnar á alls 26 milljarða króna en skuldirn­ ar námu 9,9 milljörðum. Fyrirtæk­ ið greiddi hluthöfum sínum alls 800 milljónir króna í arð fyrr á þessu ári og sömu upphæð í fyrra. Síðustu þrjú ár hefur Hvalur því greitt hluthöfum sínum alls 2,6 milljarða í arð. Fisk­ veiðihlutafélagið Venus ehf., sem er í eigu Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals, Birnu Loftsdóttur og Sigríðar Vilhjálmsdóttur, er stærsti hluthafi fyrirtækisins með 39,5%. Að félaginu koma 111 hluthafar. Hindranir í Japan Miðað við meðalsölu fyrirtækisins á hvalaafurðum síðustu ár mun það taka nokkurn tíma að klára birgðirn­ ar. Kristján Loftsson tilkynnti í við­ tali við Morgunblaðið í mars síðast­ liðnum að erfiðlega hefði gengið að koma kjötinu á markað í Japan vegna skrifræðis. Sagði Kristján fyrirtækið hafa mætt fjölmörgum hindrunum þar í landi og þær hafi meðal annars snúið að síendurteknum efnagrein­ ingum á kjötinu. „Japan er okkar aðalmarkaður og þess vegna er þessu sjálfhætt,“ sagði Kristján og bætti við að fyrirtækið hefði aldrei hafið hvalveiðar að nýju árið 2006 ef forsvarsmenn þess hefðu vitað hvað var í vændum í Japan. Ekki náðist í Kristján við vinnslu fréttar­ innar. DV hefur því ekki upplýsingar um hversu miklu kjöti fyrirtækinu hef­ ur tekist að selja síðan í september­ lok 2015. Veiðar á langreyðum hófust aftur árið 2006 þegar banni við þeim var aflétt. Skip Hvals fóru þó ekki til veiða árin 2011 og 2012. Frá 2013 til septemberloka 2015 veiddi Hvalur alls 426 dýr. n Aflinn Árið 2015 veiddu skip Hvals hf. alls 155 lang- reyðar. Mynd Sigtryggur Ari Haraldur guðmundsson haraldur@dv.is Forstjórinn Kristján Loftsson sagðist í febrúar vera búinn að gefast upp á endalausu skrifræði í Japan. Skip Hvals hf. fóru ekki til veiða í sumar. „Ég var dæmdur fyrir dugnað“ Frambjóðandinn Árni Johnsen gerir upp dóminn M istökin voru ekki bara mín. Þau voru líka hjá stofnunni sem átti að sjá um að þetta væri í lagi, allt þetta eftirlit,“ segir Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Árni, þá nefndarmaður í byggingarnefnd Þjóðleikhússins, var árið 2003 dæmdur fyrir að hafa árið 2001 notað reikninga á vegum ríkisins til þess að greiða fyrir varning sem hann notaði í persónulegum tilgangi. Í viðtali við sjónvarpsþáttinn Mannamál þvertekur Árni fyrir að hann hafi tekið hluti ófrjálsri hendi. Sjálfur gaf Árni þau svör að um mistök hafi verið að ræða. Hann hlaut tveggja ára dóm fyr ir fjár drátt og umboðssvik í op in beru starfi, mútuþægni og rang ar skýrsl ur til yf ir ­ valda en hafði þá áður verið dæmdur í 15 mánaða fang elsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Ég var dæmdur fyrir dugnað,“ segir Árni í umræddu viðtali við Mannamál, aðspurður um hvaða mistök hann hefði gert sem leiddu til þess að hann endaði í steininum. „Ég stóð að uppbyggingu Þjóðleikhússins og þar gerði ég þau mistök að ég fékk greiðslur sem voru ekki með réttri aðferð,“ segir hann jafnframt og þvertekur fyrir að hafa verið dæmdur fyrir að taka hluti ófrjálsri hendi. Segir málið hafa varðað „1.800 þúsund krónur á röngum tíma“. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.