Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2016, Side 12
Helgarblað 2.–5. september 201612 Fréttir „Skyndibrúðkaup eini möguleikinn“ n Björn og Sangita gengu í hjónabandi fyrir tæpu ári n Hafa barist fyrir því í eitt ár að fá dóttur Sangitu til landsins H jónin Björn Vigfússon og Sangita Baniya hafa búið sér notalegt heimili í Garða- bæ. Þar búa þau í fallegu rauðu timburhúsi ásamt þremur hundum, tveimur köttum, sautján hænum og einum rígmontn- um hana. Í októberlok eiga þau von á litlum dreng, sem verður fyrsta barn þeirra saman en bæði eiga þau dæt- ur frá fyrra sambandi. Dóttir Björns er 25 ára gömul og stundar sálfræði- nám af kappi í Háskóla Íslands en dóttir Sangitu, hin sex ára gamla Sharamsha, býr hjá móður Sangitu og stórfjölskyldu hennar í Katmandú í Nepal. „Ég hef ekki séð dóttur mína í tæpt ár núna og ég óska þess á hverj- um degi að fá hana til Íslands. Hún er ljósið í lífi mínu. Við tölum saman í gegnum samskiptamiðla og nýtum okkur myndasímtöl í gegnum netið. Netsamband í landinu mínu er hins vegar mjög óáreiðanlegt þannig að það gengur ekki alltaf,“ segir Sangita. Hjónin hafa lagt á sig mikla vinnu til þess að reyna að fá Sharamsha til landsins en hafa rekist á margs kon- ar veggi í kerfinu. „Þetta kerfi er svo þungt í vöfum og seinfara að það er hreinlega ómanneskjulegt. Ég hef aðeins kynnst góðu fólki í þessu ferli sem er bara að vinna vinnuna sína í umhverfi þar sem er fjárskortur og mannekla,“ segir Björn. Óttast um öryggi dótturinnar Heimili fjölskyldu Sangitu í Nepal varð illa úti í jarðskjálftanum stóra í apríl 2015. Húsið er að hruni komið en eins og svo margir íbú- ar Katmandú þá hefur fjölskyldan hvorki fjárhagslega burði til að flytja eða endurbyggja húsið. Fjölskyld- an og dóttir Sangitu búa því í hús- inu sem hrynur að öllum líkindum í næsta skjálfta. „Ég óttast um öryggi Sharamsha og vil fá hana sem fyrst til mín til Íslands,“ segir Sangita. Fað- ir stúlkunnar býr í Malasíu og hefur engin afskipti af dóttur sinni. Sangita þurfti að sanna forsjá sína yfir stúlkunni og núna vantar fæðingarvottorð litlu stúlkunnar til þess að pappírar eins og vegabréf og áritun til landsins geti farið í gegn. Slíkt vottorð er ekki gefið út í Nepal og venjulega þurfa báðir foreldrar að mæta til hins opinbera til þess að fá slíkt vottorð útbúið. „Eftir ársbaráttu liggur loks fyrir að slíkt vottorð þarf Sangita að nálgast í eigin persónu í Nepal. Hún getur ekki ferðast kasólétt alla leið til Nepals og því er þetta ver- kefni sem við förum í þegar fæðingin er afstaðin og fjölskyldan hefur jafnað sig. Sangita má aðeins vera utan Ís- lands í innan við þrjá mánuði, annars Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Ég óttast um öryggi Sharamsha og vil fá hana sem fyrst til mín til Íslands Allt á einum stað: Prentun, merkingar og frágangur. Inni- og útimerkingar. Segl- og límmiðaprentun. Ljósmynda-, striga- og segulprentun. Textaskraut, sandblástur, GSM hulstur og margt fleira...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.