Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 8
Helgarblað 23.–26. september 20168 Fréttir Tollurinn vill sjá Facebook-samtal n Óskar eftir Facebook-samskiptum viðtakanda og sendanda n „Ég sendi inn formlega kvörtun“ É g sendi inn formlega kvörtun þar sem ég kvartaði undan þessu verklagi sem mér finnst með öllu ólíðandi,“ segir Tómas Ísdal, sem fékk hljómplötu að gjöf senda frá vini sínum erlend- is. Nánar tiltekið smáskífu japönsku dauðarokksveitarinnar Gnome. Var- an var merkt sem gjöf eins og lög gera ráð fyrir en íslensk tollyfirvöld töldu það ekki nægja og óskuðu eftir frek- ari upplýsingum um tengsl Tómasar og vinar hans. „Þau óskuðu eftir af- riti af Facebook-spjalli okkar félag- anna og þá var mér nóg boðið,“ seg- ir Tómas, sem er orðinn langþreyttur eftir viðskipti sín við tollyfirvöld. Fékk plötuna eftir mánuð „Ég hef verið að panta hitt og þetta í gegnum árin og það er alltaf eitthvert vesen. Það kemur að því að maður fær nóg og segir hingað og ekki lengra. Þetta ferli tók rúman mánuð en leystist loks með því að Tollurinn sættist á að vinur minn sendi þeim bréf í tölvupósti þar sem hann skýrði út fyrir þeim tilefni gjafarinnar,“ segir Tómas. Að hans sögn gekk erfiðlega að fá svör frá starfsfólki vegna máls- ins. „Pakkinn fór í gegnum tollamið- lun Íslandspósts og ég var búinn að tuða í þeim í einhvern tíma þegar mér var bent á að ákvörðunin um frekari upplýsingar kæmi frá Toll- stjóra. Ég þurfti að leita þangað með erindi mitt,“ segir Tómas sem telur vandamálið vera að hvergi sé al- mennilega skilgreint hvaða gögnum tollyfirvöld þurfi að kalla eftir ef frek- ari upplýsinga um gjafir sé krafist. Heimilt að óska eftir gögnum Gjafir eru undanþegnar aðflutnings- gjöldum ef þær uppfylla ákveðin skilyrði. Um sérstakt tilefni þarf að vera að ræða eins og brúðkaup, jól, fermingu eða afmæli. Þá verður verðmæti gjafarinnar að vera undir 13.500 krónum. Þó mega brúðkaups- gjafir vera dýrari en það er í höndum Tollstjóra að meta hvað sé hæfilegt í þeim efnum. Þá er sérstaklega tek- ið fram í reglum um gjafir að tengsl verði að vera á milli gefandans og þess sem fær gjöfina hér heima. Toll- yfirvöld hafa leyfi til þess að óska eftir frekari gögnum til þess að sýna fram á þessi tengsl en að mati Tómasar er óeðlilegt að farið sé fram á persónu- leg samskipti hans og gefandans. Ekki hafði svar borist við fyrirspurn DV til Tollstjóra áður en blaðið fór í prentun. Kvittun fyrir skítugum nærbuxum Frásögn Tómasar birtist á Facebook- síðunni „Sögur af tollinum“ þar sem um 800 Íslendingar deila gremju sinni vegna starfshátta stofnunar- innar. Oft og tíðum er um réttmætar kvartanir að ræða en einnig er tals- vert um kómísk innlegg. Þannig segir Magnús Bjarki Arnarson frá því að á ferðalagi sínu um Ameríku hafi hann gleymt vel völdum persónuleg- um munum vestanhafs, þar á meðal notuðum nærbuxum. Hann hafi því orðið nokkuð undrandi þegar pakk- inn barst í pósti og tollamiðlun óskaði eftir kvittun fyrir undirfatnaðinum. n Hljómplata Tollstjóri gekk hart fram til þess að fá á hreint hvort japönsk hljómplata væri gjöf eða ekki. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Sumargjöfin í ár! Þráðlausu Touch heyrnartólin á Hópkaup.is. Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki. Einnig er hægt að svara í símann með þeim. Fæst á .is 5 5 2 - 6 0 6 05 5 2 - 6 0 6 0 Ugly. is - smiðjUvegi 2 og l angarima 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.