Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Qupperneq 16
Helgarblað 23.–26. september 201616 Umræða
Ástir, slagsmál og vín
Ofbeldið í menningu Íslendinga
É
g hef stundum velt því fyrir
mér hvernig áflog og ofbeldi
virðist í fljótu bragði setja mjög
sterkan svip á menningu okkar
þjóðar að fornu að nýju, og eitt
sinn var ég beðinn um að setja á blað
hugleiðingu um sjálfa „karlmennsk-
una“ í okkar kúltúr, og þá í tengslum
við að sjálfur þáverandi biskupinn
yfir Íslandi hafði í útvarps prédikun
mælt með því að menn reyndu að
rækta sín karlmennskugildi, samfé-
laginu til heilla. Ollu þau ummæli
eins og við mátti búast nokkurri
úlfúð, vegna eðlilegra kvenfrelsis-
og jafnréttissjónarmiða. En ég held
að við ættum ekki að vera að dæma
gamalreynd og sígild orð og hugtök
úr leik þótt tímarnir breytist; „dreng-
skapur“ er til að mynda fyrirbæri
sem stundum vill gleymast en er eigi
að síður brýnt þótt upp séu runnir
nýir tímar.
Ég man að fyrir nokkrum árum
barst í tal að ljóð Jóhannesar úr Kötl-
um „Land míns föður“ gæti þénað
vel fyrir þjóðsöng, í stað þeirra geim-
ferðalegu kveinstafa sem við nú höf-
um fyrir slíkt, en þá upphófust þær
mótbárur að Ísland væri ekki bara
„land míns föður“ líka land mæðra
vorra. Sem er auðvitað satt og rétt,
en ég mun eigi að síður halda áfram
að líta á eyju vora sem mitt föður-
land, rétt eins og íslenskan verður
áfram móðurmálið. Og svo er rétt
að minna á að ýmis kynjatengd hug-
tök virðast að fornu hafa gilt jafnt um
allt fólk; má þar nefna að Bergþóra
okkar í Njálu var ekkert minna en
„drengur góður“ samkvæmt þeirri
ágætu bók.
„Höggva mann og annan“
En nóg um það. Við vorum að tala um
karlmennsku. Auðvitað er erfitt að
skilgreina hvað átt er við og eflaust er
það eitthvað sem breytist með tíman-
um. Hugmyndir Íslendinga um karl-
mennsku eru eins og margt annað
sóttar mjög í fornsögurnar, og loddi
þá vilji og hæfileiki til að drepa aðra
menn og limlesta allmjög við hugtak-
ið; einhver frægasta karlmennsku-
hvöt bókmenntanna er vísan sem Egill
Skallagrímsson orti á unglingsaldri
fyrir móður sína og nær hámarki í
lokaorðum þar sem hann heitir því að
„halda svo til hafnar / höggva mann og
annan“.
Að tengja slagsmál og limlestingar
við karlmennsku virðist reyndar hafa
verið lífseigt til skamms tíma, ekki
síst ef maður skoðar gamlar frásagn-
ir um sveitaböll og gleðskap fram yfir
miðja síðustu öld, því þar er því oft lýst
að fjörið hafi fyrst náð hámarki þegar
menn brettu upp skyrtuermar og létu
hendur skipta; hnefar smullu á kjálk-
um og menn voru látnir snýta rauðu;
tennur fuku og nef brotnuðu og menn
lágu í öngviti; ég man eftir sjóara sem
ég hitti fyrir þrjátíu árum og gumaði af
því að vera „alltaf fyrstur úr skyrtunni
eftir böll“ (menn sviptu sér úr jakkan-
um þegar hnefar áttu að tala) – hans
hugmynd um fullkomna sælu var á
sinn hátt eitthvað í ætt við lýsingar
Ásatrúar á eilífri vist í Valhöll þar sem
menn eru drepnir á hverjum degi en
rísa til nýrra bardaga næsta morgun.
Sígild íslensk dægurlög enduróma
þennan hugmyndaheim: um gaman-
ið á vertíð í Eyjum var sungið um 1960:
„Er mæta þeir margir
þá er slegist þar
það er mest gaman
segja stelpurnar.“
Og í lofsöng um karlmennið Gústa í
Hruna söng sjálfur Haukur Morthens:
„Það var karl sem að kunni að
kyssa, drekka og slást!
Enda sagð’ann það oft: Það er
ánægjan mín;
ástir, slagsmál og vín.“
„En hvað er þá karl-
mennska í nú-
tímaskilningi? Kannski
má þar til dæmis nefna
hæfileikann til að láta
ekki koma sér úr jafn-
vægi, taka því sem dynur
yfir án þess að tapa skýrri
hugsun.
Einar Kárason rithöfundur skrifar
Þér að segja
LUDVIKSSON EHF - LEDLJÓS
www.ledljos.com * www.ledljós.is * ludviksson@ludviksson.com
S; 565 8911 - 867 8911
V I Ð E R U M Ó D Ý R A R I
E N Þ I G G R U N A R
INNFELLD LEDLJÓS
UTANÁLIGGJANDI LEDLJÓS
FLURLAMPAR - GÖTULÝSING - KASTARAR - TURNAR - SKIPAKASTARAR
LED ljós - spara 80-92% orku
LED ljós spara 80-92% orku
LUDVIKSSON EHF - LEDLJÓS
www.ledljos.com * www.ledljós.is * ludviksson@ludviksson.com
S; 565 8911 - 867 8911
V I Ð E R U M Ó D Ý R A R I
E N Þ I G G R U N A R
INNFELLD LEDLJÓS
UTANÁLIGGJANDI LEDLJÓS
FLURLAMPAR - GÖTULÝSING - KASTARAR - TURNAR - SKIPAKASTARAR
LED ljós - spara 80-92% orku