Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Qupperneq 39
Helgarblað 23.–26. september 2016 Menning 31 nýjar vörur í hverri viku alltaf eitthvað nýtt og spennandi Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur Sími: 571-5464 Sjáðu úrvalið á www.tiskuhus.is Fáanleg í ýmsum stærðum og útfærslum Unnið hefur verið að þróun á smíði húsanna í mörg ár og er komin mikil reynsla af byggingu þeirra við ólíkar aðstæður. Gluggagerðin | Súðarvogi 3–5 | 104 Reykjavík | Sími 566 6630 | gluggagerdin.is FALLEG ÍSLENSK SUMARHÚS Þjóðleg sumarhús sem falla einstaklega vel að íslensku landslagi Potað í fyrirframgefnar hugmyndir n Textaverk um þrjátíu listamanna sýnd í Listasafni Íslands n Verk úr einkasafni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur hefur unnið töluvert á Íslandi. Það á við um verk hans og fleiri lista- manna á sýningunni að þau taka mið af staðsetningu og samhengi. Við komum með tillögu að upp- setningu á verki hans utan á safn- bygginguna sem hann samþykkti og sagðist vera sérstaklega ánægð- ur að geta með verki sínu glatt endurnar og svanina á tjörninni.“ n Birta Guðjónsdóttir, sýningastjóri í Listasafni Íslands Við verkið Welttheater eftir Hanne Darboven. Mynd SiGtryGGur Ari L eikritaskáldið Edward Albee lést nýlega, 88 ára að aldri. Hann hlaut Pulitzer-verð- launin þrisvar sinnum, fyrir leikritin A Delicate Balance, Sea- scape og Three Tall Women. Frægasta leikrit hans er Hver er hræddur við Virginiu Woolf? sem hlaut Tony-verðlaunin og þau verðlaun fékk hann einnig fyrir The Goat. Albee hlaut ýmiss konar heiðursverðlaun á löngum ferli. Albee var samkynhneigður. Sambýlis maður hans til margra ára lést úr krabbameini árið 2005. Albee var ættleiddur átján daga gamall og ólst upp hjá ríkri, hægri sinnaðri fjölskyldu og honum samdi aldrei við fósturforeldra sína. „Ég varð ekki það sem þau vildu. Þau vildu fá lögfræðing eða lækni, ekki rithöfund,“ sagði Al- bee. Hann sagðist ekki skrifa um sjálfan sig. „Mér finnst heimsku- legt af leikritaskáldi að skrifa um sjálft sig. Fólk veit ekkert um sjálft sig.“ Hann viðurkenndi þó að hafa gert undantekningu á þessu í leik- ritinu A Delicate Balance þar sem hann fjallaði um æsku sína. n kolbrun@dv.is Edward Albee látinn Edward Albee Ein elsta tónlistarhátíð heims í Hörpu Nordic Music Days á Íslandi T ónlistarhátíðin Nordic Music Days verður haldin í Hörpu, dagana 29. september til 1. október. Hátíðin var stofnuð árið 1888 og er ein elsta tónlistarhá- tíð heims. Hún er haldin árlega til skiptis í höfuðborgum Norðurland- anna. Fram koma hljómsveitir og einleikarar sem eru leiðandi í flutn- ingi á samtímatónlist og flutt verða tónverk eftir tónskáld sem kalla má frumkvöðla þegar kemur að nor- rænni samtímatónlist. Frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar að tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands frátöldum. Á tónleikadagskránni koma fram kammersveitir, einleikarar, tónskáld, hljóðlistafólk og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Fjöldi verka verður frum- fluttur á hátíðinni. Lokahnykkur hátíðarinnar verður í formi langra tónleika í Silfurbergi þar sem kamm- ersveitirnar Scenatet frá Danmörku, Curious Chamber Players frá Sví- þjóð, hin íslensk-þýska Adapter ásamt Nordic Affect koma fram. Hið svokallaða Pavilion Nor- rænna músíkdaga verður haldið í fyrsta sinn á hátíðinni í ár. Pavilionið verður vettvangur tilrauna, rann- sókna, umræðu, fyrirlestra, pall- borðsumræðna og vinnustofa. Unnið verður með þema hátíðarinnar sem er að þessu sinni „Integration“ eða sameining með áherslu á nýjar leið- ir til að skrásetja samtímatónlist, á tónlist Norrænu landanna til vest- urs; Grænlands, Færeyja og Íslands ásamt viðfangsefninu tónskáld sem flytjandi. n kolbrun@dv.is Mynd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.