Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Qupperneq 2
Helgarblað 28.–31. október 20162 Fréttir
Hefur þú prófað
blómadropa?
Blómadropar tilheyra nýrri grein meðferða sem öðlast
krafta sína frá lífskröftum blóma og jurta. Þeir eru
fullkomlega öruggir, náttúrulegir og framleiddir við bestu
hugsanlegu aðstæður af alúð, kærleika og vandvirkni.
Gleði - Friður - Hamingja
Nýjaland
Sími: 517 4290 • nyjaland@gmail.com • www.nyjaland.is • Erum á Facebook
Sölustaðir:
Heilsuhúsin í
Rvk, Akureyri og Selfossi, Snyrtihofið Vestmanneyjum, Gló Fákafeni
Á
fimmtudagsmorgun fund
ust líkamsleifar í fjörunni við
Selatanga austan við Grinda
vík sem og brak úr skútu. Líkur
eru á að þar sé fundinn hinn 63 ára
gamli Joseph Le Goff, sem lagði af
stað frá Portúgal til Azoreyja, þann 7.
júlí síðastliðinn. Áætlað var að sigl
ingin tæki rúma viku en ekkert hefur
spurst til Josephs síðan, eins og DV
greindi frá á miðvikudag.
Samkvæmt heimildum DV var
líkið illa farið, en fyrst fundu björg
unarsveitarmenn útlim af manni í
fjörunni. Skammt frá fannst síðan
brak úr skútu. Það var hópur björg
unarsveitarmanna úr Grindavík
sem fann brak úr skútunni og lík í
fjöruborðinu við Selatanga eftir um
korters göngu.
Þegar mest var voru 30 björg
unarsveitarmenn á vettvangi sem
og fulltrúar Landhelgisgæslunnar og
lögreglunnar á Suðurnesjunum.
Franskir fjölmiðlar hafa fjallað
um málið nokkuð reglulega síðustu
vikur og mánuði og í byrjun septem
ber var greint frá því að skipverjar á
flutningaskipi hefðu komið auga á
skútuna þar sem hún var á reki um
900 sjómílur austur af Nýfundna
landi. Veðurskilyrði voru slæm svo
ekki tókst að athuga nánar ástand
skútunnar.
Líkfundur í Grindavík
Björgunarsveit fann brak skútu og lík í fjörunni
Red Heol Ekkert
hefur spurst til
Joseph Le Goff
síðan í júlíbyrjun.
Danir áhugasamir
um Sigga hakkara
n Skoða að gera heimildamynd um hakkarann n Siggi hakkari að losna við ökklabandið
T
veir danskir kvikmynda
gerðarmenn eru staddir hér
á landi, áhugasamir um að
framleiða heimildarmynd
um Sigurð Inga Þórðarson,
betur þekktan sem Siggi hakkari.
Danirnir, Ole Bendtzen og
Christoffer Dreyer, eru þekktir í
heimalandi sínu fyrir vandaðar
heimildamyndir og hafa starfað við
kvikmyndagerð frá árinu 2003. Síð
ustu daga hafa þeir félagar rætt við
Sigurð Inga og Dan Somers sem titlar
sig sálgæslumann en hann var Sig
urði innan handar sem sálfræðingur
þegar hann sat af sér fangelsisdóm
fyrir að misnota níu drengi. Sigurður
Ingi og Dan hafa þekkst lengi og var
Dan lífvörður hans árið 2013. Dan
hefur ýmis starfsheiti; sálgæslu
maður, lífvörður og prestur.
Fundur Sigga og FBI
í Kaupmannahöfn
Það sem vakti fyrst athygli Ole og
Christoffer varðandi Sigurð Inga
var viðtal Politiken við hakkar
ann. Þar var einnig fjallað um
leynifundi Sigurðar ásamt útsend
urum FBI. Í ítarlegri umfjöllun
Eyjunnar segir að Sigurður hafi að
eins verið 17 ára þegar hann komst
í innsta hring Wikileaks. Tveim
ur árum síðar var staðan gjörbreytt
en starfsmenn Wikileaks, með Juli
an Assange í broddi fylkingar, sögðu
hann svikara vegna þess að hann
veitti FBI innherja upplýsingar. Var
Sigurður sagður hafa afhent á ein
um fundinum átta harða diska með
innri skjölum frá Wikileaks. Krist
inn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks,
sagði í samtali við Politiken að Siggi
væri sjúklegur lygari og hlutverk
hans ekki verið eins stórt og hann
vildi vera láta. Þá sagði Sigurður Ingi
í samtali við Vísi að hann hefði stolið
46 þúsund dollurum af Wikileaks.
Í frétt Eyjunnar frá 2014 er Dan
Somers titlaður vinur Sigurðar Inga
og var hann viðstaddur fundina með
FBI. Dan er einnig prestur og sam
kvæmt upplýsingum DV eru um 20
skráðir félagar í söfnuði hans.
DV greindi frá því í ágúst að Sig
urður Ingi væri laus úr fangelsi og
hefði verið með ökklaband frá jún
íbyrjun. Til að fá leyfi yfirvalda til
rafrænnar afplánunar þarf fangi að
stunda vinnu eða sinna samfélags
þjónustu. Það vakti athygli blaða
manns að fangelsismálayfirvöld
skyldu láta Sigurð Inga í umsjá vin
ar hans, Dan Somers. Þegar DV leit
aði viðbragða fangelsismálayfirvalda
varðandi þá staðreynd að Sigurður
fór í samfélagsþjónustu til vinar síns
og hafði þar lítið fyrir stafni, kom í ljós
að yfirvöldum var ekki kunnugt um
fortíð þeirra.
Í samtali við DV fyrr á árinu sagð
ist Dan telja sig hafa tekist að lækna
Sigurð af siðblindu og það hefði tek
ið hann tvö ár að fá hann til að sjá
og skilja að það sem hann gerði var
rangt.
Í niðurstöðum geðrannsóknar á
Sigurði, sem kom fram í gæsluvarð
haldsúrskurði undir lok árs 2014,
kom fram að hann væri siðblind
ur og að vandi hans fælist í hömlu
leysi og erfiðleikum við að fresta full
nægingu hvata. Þá iðrist hann ekki
gjörða sinna og geti ekki sýnt merki
um djúpa sektar kennd.
Leynifundur kveikti áhugann
Eftir að Ole og Christoffer lásu um
fund Sigurðar og FBI í Kaupmanna
höfn kviknaði áhugi á að fjalla með
einhverjum hætti um Sigurð. Blaða
maður átti stuttan fund með kvik
myndagerðarmönnunum sem hafa
ekki enn fengið vilyrði frá danska
kvikmyndasjóðnum. Þá eru þeir ekki
vissir hvaða saga það verði sem þeir
enda á að kvikmynda. Tvímenn
ingarnir vinna fyrir danska fyrirtækið
Plus Pictures sem hefur framleitt fjöl
margar eftirtektarverðar heimilda
myndir, nú síðast kvikmynd um mál
Amöndu Knox.
Í samtali við blaðamann DV sögðu
Danirnir leynifundinn í Danmörku
hafa kveikt áhuga þeirra, en frá ár
inu 2013 hafi ýmislegt gerst sem hafi
breytt sjónarhorni þeirra. Þar spilaði
helst inn í, líkt og ítrekað hefur kom
ið fram, að Sigurður var dæmdur fyrir
brjóta kynferðislega á níu piltum.
Laus í nóvember
Sigurður Ingi starfar nú hjá Rauða
krossinum við fataflokkun. Stendur
hann vaktina frá klukkan 9.00 til
15.00. Þar mun Sigurður starfa til 6.
nóvember. Þann dag losnar Sigurður
Ingi við ökklabandið og þarf ekki
að lengur að skila sér heim klukkan
ellefu á kvöldin. n
Kristjón Kormákur Guðjónsson
kristjon@dv.is
Laus á ökklabandi Frétt DV um að Sigurður Ingi afplánaði eftirstöðvar dómsins undir
rafrænu eftirliti vakti mikla athygli. Hann má taka af sér bandið 6. nóvember.
Lífvörður Sigga hakkara og Julian Assange Dan Somers og Sigurður Ingi hafa
þekkst lengi. Seinna var Dan látinn bera ábyrgð á vini sínum þegar hann var látinn laus á
ökklabandi. Var Fangelsismálastofnun ekki kunnugt um vinskap þeirra til nokkurra ára.