Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 13
Helgarblað 28.–31. október 2016 Kosningaumfjöllun 13
Þess vegna ættir þú að kjósa þetta fólk
Píratar vilja
tryggja breytingar
Ásta Guðrún Helgadóttir, oddviti Pírata í Reykjavík suður
Í þessum kosningum gefst okkur einstakt tækifæri til að breyta Íslandi varanlega til hins betra,
vegna þess að fólk er komið með
nóg. Það sem við þurfum að gera
er að beina þeirri tilfinningu í
gagnlegan farveg og tryggja raun
verulegar breytingar. Sjálfstæðis
menn eru farnir að segja að val
kostirnir í þessum kosningum
séu skýrir; umbótastjórn undir
forystu Pírata eða áframhaldandi
stjórn Sjálfstæðisflokksins. Við
erum sammála þessu!
Viltu áfram sömu gömlu
spillinguna, svikin kosningalof
orð, valdhroka og andlýðræðis
lega stjórnarhætti? Eða viltu
breytingar? Við Píratar erum stofnuð fyrir lýðræði, gagnsæi, pólitíska
ábyrgð og borgararéttindi og við höfum staðið fyrir þessa hluti alla okk
ar tíð, bæði innan þings og utan. Svo við spyrjum eins og Sjálfstæðis
flokkurinn, viltu nýja stjórnarskrá og ný stjórnmál með bættu samfé
lagi og réttlátri dreifingu auðlinda til framtíðar? Eða viltu áfram sama,
gamla, spillta draslið um ókomna tíð? Um það snúast þessar kosningar.
Tækifærið er raunverulegt og við Píratar viljum tryggja breytingar.“
Kjósum uppbyggingu
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri
grænna og oddviti í Reykjavík norður
Við Vinstri græn viljum að allir hafi jöfn tækifæri. Það á ekki að skipta máli hver fæðist inn í ríka eða fátæka fjölskyldu og
það er stjórnvalda að tryggja að það skipti ekki
máli.
Við teljum ójöfnuð því miður hafa aukist í
tíð núverandi ríkisstjórnar. Skattabreytingar
hafa nýst hinum tekjuhæstu og eignamestu.
Ekki hefur verið ráðist í nauðsynlega upp
byggingu innviða í heilbrigðis og menntakerfi.
Hér þarf nýja sýn.
Við leggjum til raunhæfa tekjuöflun þar
sem til dæmis tekið verður á skattundanskot
um með markvissum aðgerðum og sanngjarnt
gjald tekið af auðlindarentunni. Við viljum nýta þessa fjármuni í að byggja upp heilbrigðis og menntakerfið því
að í velferðinni felast raunveruleg verðmæti fyrir venjulegt fólk.
Við viljum létta gjaldtöku af sjúklingum í áföngum, styrkja rekstur sjúkrahúsa, heilbrigðisstofnana og
heilsugæslunnar og efla forvarnir með langtímahugsun að leiðarljósi. Við viljum breytta forgangsröðun í þágu
hins félagslega rekna heilbrigðiskerfis.
Við viljum bæta kjör aldraðra og öryrkja sem hafa setið eftir. Við viljum sókn í skólamálum. Þar þarf að
styrkja rekstur framhaldsskóla og háskóla og bregðast við yfirvofandi kennaraskorti. Við viljum aðgerðaáætlun í
loftslagsmálum í breiðri samstöðu og tryggja þannig lífskjör komandi kynslóða.
Við viljum réttlátt samfélag þar sem öllum eru tryggð jöfn tækifæri.“
Þess vegna eigið þið að
kjósa Alþýðufylkinguna
Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavík norður
Alþýðufylkingin boðar jöfnuð og félagslegt réttlæti, fullveldi og velferð og hefur skýra sýn á hvernig þessum
markmiðum verði náð: Með félagsvæð
ingu. Með því að félagsvæða fjármála
kerfið (banka, lífeyrissjóði og trygginga
félög) og reka það sem samfélagslega
þjónustu en ekki í gróðaskyni, getum við
sem samfélag sleppt því að borga nokkur
hundruð milljarða á ári í vexti. Og með
því að félagsvæða aðra innviði samfélags
ins, þannig að enginn geti makað krókinn
með dýrum einkarekstri sem ríkið borgar
að mestu fyrir, getum við nýtt peningana
betur í velferð, í heilbrigðisþjónustu, í
sjálf markmiðin með innviðunum.
En þetta er ekki allt: Þessi markmið munu því aðeins nást, að fólk
ið í landinu berjist fyrir þeim með virkum hætti. Við verðum í þeirri bar
áttu, hvort sem við verðum innan eða utan Alþingis. Við eigum ekki að trúa
stjórnmálamönnum sem lofa okkur öllu fögru, að gera allt fyrir okkur. Það er
ekki hægt að stytta sér leið. Framfarir kosta baráttu. Þá baráttu boðum við.
Þið eigið ekki bara að kjósa Alþýðufylkinguna, það er góð byrjun en ekki
nóg. Þið eigið að ganga til liðs við hana og gera ykkur gildandi í baráttunni
fyrir framtíð okkar allra.“
Kjóstu með þínum
hagsmunum
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Fram-
sóknarflokksins og oddviti í Suðurkjördæmi
Undanfarin ár hafa verið viðburðarík. Margt hefur breyst til hins betra í samfélaginu vegna róttækra aðgerða sem ráðist var í á
kjörtímabilinu, heimilum og þjóð til heilla. Þar
fóru saman orð og athafnir okkar Framsóknar
manna. Nú taka við ný verkefni.
Við þurfum að efla enn frekar mátt hins al
menna launamanns með því að lækka skatta á
meðaltekjur. Við þurfum að endurskoða pen
ingamálastefnuna því vextir eru of háir á Ís
landi. Þeir voru háir í aðdraganda bankahruns
ins, rétt eftir það og eru enn. Þessi tvö mál
munu skila heimilum og atvinnulífi miklum
ávinningi. En til þess að koma þeim á rekspöl þurfum við að halda áfram á
braut framfara og ábyrgrar stjórnunar í efnahagsmálum og með því tryggja
stöðugleika. Það gengur vel og nú er ekki rétti tíminn fyrir kollsteypu.
Val kjósenda stendur um áframhaldandi trausta efnahagsstjórn og kraft
mikið efnahagslíf öllum til heilla, eða endurnýjaða vinstri stjórn með stuðn
ingi Pírata. Fyrsta hreina vinstri stjórnin klauf þjóðina í herðar niður með
umsókn að Evrópusambandinu og fátt bendir til annars og fróðlegt verður
að sjá hvort það sama verði uppi á teningnum að þessu sinni. Manngildi ofar
auðgildi er leiðarstef Framsóknarflokksins. Því verður haldið til haga. Ég hvet
alla til að kjósa með sínum hagsmunum.“
Björt framtíð gefur ekki afslátt
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og oddviti í Suðvesturkjördæmi
Björt framtíð leggur áherslu á vönduð vinnubrögð, breitt samráð og baráttu gegn fúski og sérhagsmunagæslu. Okkar hlutverk er að hafa góð áhrif og auka samvinnu í íslensku samfélagi. Miðjuflokkur eins og Björt framtíð getur haft góð áhrif bæði til hægri og vinstri.
Björt framtíð vill t.d. umbætur í landbúnaði, sjávarútvegi og auðlindamálum. Við leggjum áherslu á frjálst
samkeppnisumhverfi, langtímastöðugleika, frjálslyndi og leggjum áherslu á að kosið verði um áframhald viðræðna
við Evrópusambandið. Við viljum axla ábyrgð á loftslagsmálum í anda frjálslyndisstefnunnar sem segir að við fjöl
þjóðlegum vandamálum verði að bregðast með lausnum. Við köllum eftir heildrænni stefnumörkun í ferðamálum
og að snúið verði frá stóriðjustefnu sem byggir á nýtingu takmarkaðra auðlinda. Björt framtíð styður við að menntun
og menning verði nýja stóriðjan. Þannig byggjum við upp fjölbreyttara og sterkara atvinnulíf þar sem allir fá notið
sín. Fólk þarf að hafa trú og traust á að þetta sé öruggt og skemmtilegt samfélag til að búa og starfa í, að hér sé gott að
alast upp og ala upp.
Það er engin hætta á því að Björt framtíð gefi afslátt af þessum grunnprinsippum. Það er engin hætta á því að
Björt framtíð taki ekki afstöðu. Við erum ekki í stjórnmálum til að búa til valdastofnun heldur til þess að hafa góð
áhrif á íslenskt samfélag.“
Flokkur fólksins er
flokkurinn þinn
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og oddviti í Reykjavík suður
É
g er lögblindur, 75% öryrki og þekki það á eigin skinni hvernig er að
þiggja ölmusuna sem hrynur af allsnægtaborði auðvaldsins.
Með því að setja X við F hefur þú valið að eiga þína rödd á Alþingi,
rödd sem mun berjast af alefli gegn fátækt og spillingu. Þú munt hjálpa
mér í baráttunni gegn græðgisvæðingu sérhagsmunaaflanna og berjast
með mér að almannahag.
Við búum við gríðarlega misskiptingu þar sem 9,1 % barnanna okkar
líður hér mismikinn skort, þar sem hluta eldri borgara, öryrkja og verka
fólks er haldið við og undir fátæktarmörkum. Við þurfum að horfa á
mannauðinn okkar flæða úr landi og heilbrigðiskerfið okkar í molum. Við
njótum ekki fullra renta af auðlindunum. Við erum tvær þjóðir í landinu
okkar, þ.e. sérhagsmunaöflun og svo við hin.
Hjálpaðu mér að gera landið okkar betra fyrir okkur öll, að landi þar sem býr ein samhent þjóð. Þar sem ekk
ert barn er svangt vegna fátæktar, þar sem unga fólkið okkar getur komið sér upp heimili, þar sem allir geta leit
að sér lækninga án þess að það sé flokkað sem forréttindi.
Ég vil berjast með þér til að gera landið okkar farsælla og betra fyrir okkur öll, ég vil stokka spilin upp á nýtt,
því þau hafa alltof lengi verið vitlaust gefin.“