Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Qupperneq 43
Helgarblað 28.–31. október 2016 Menning 35
Laugavegur 24
Sími 555 7333
publichouse@publichouse.is
publichouse.is
BENTO BOX
11.30–14.00 virka daga / LUNCH
11.30–15.00 um helgar / BRUNCH
1.990 kr.
HVAR ER SÓSAN?
Það má deila um hvort franskar kartöflur komi frá Frakklandi eða Belgíu.
En það er óumdeilanlegt að þær eru mun betri með cocktailsósunni okkar.
Þú gleymir ekki sósunum frá E. Finnsson.
At the Mountains
of Madness eftir
Guillermo del Toro
Um hvað átti myndin að vera? At the
Mountains of Madness átti að vera hryllings-
mynd, byggð á samnefndri skáldsögu H.P.
Lovecraft sem kom út árið 1931. Átti myndin að
segja frá voveiflegum atburðum á Suður-
skautslandinu.
Hvað gerðist? Á árunum 2006 til 2010 fékk
del Toro fjármagn frá Universal til að undirbúa
myndina; skrifa handrit og teikna ófreskjurnar.
Tom Cruise var orðaður við aðalhlutverkið. Del
Toro taldi að myndin myndi kosta 150 milljónir
dala í framleiðslu og samkvæmt fjárhagsá-
ætlun var talið að hún þyrfti að skila 500 milljónum dala í kassann til að standa undir öllum
kostnaði. Þar sem myndin átti að vera hryllingsmynd, stranglega bönnuð börnum, var talið
að hún myndi ekki höfða til nægjanlegra margra.
Er líklegt að hún verði framleidd? Líkurnar eru ekki ýkja miklar. Síðasta mynd del Toro,
Crimson Peak, halaði aðeins inn 75 milljónir dala en kostnaður við hana nam 55 milljónum
dala. Ólíklegt þykir að stóru kvikmyndaverin séu reiðubúin að leggja fjármagn í verkefnið.
Dune eftir Alejandro
Jodorowsky
Um hvað átti myndin að vera? Á áttunda áratug
liðinnar aldar reyndi kvikmyndaframleiðandinn
Arthur Jacobs að fá Alejandro Jodorwski til að taka
að sér að leikstýra Dune sem byggð var á vísinda-
skáldsögu Franks Herberts. Myndin gerist í fjarlægju
stjörnukerfi í framtíðinni og segir frá deilum tveggja
fjölskyldna.
Hvað gerðist? Verkefnið var of stórt og áhættan
of mikil fyrir leikstjóra eins og Jodorowski sem þótti
býsna framúrstefnulegur í kvikmyndum sínum.
Menn óttuðust að myndin myndi ekki höfða til nógu
margra til að borga sig. Svo fór að David Lynch tók
verkefnið að sér og kom myndin út árið 1984 í talsvert
frábrugðinni útgáfu upphaflega var ætlað. Aðsókn
var undir væntingum en myndin er í uppáhaldi hjá
mörgum kvikmyndanördum enn þann dag í dag.
Er líklegt að hún verði framleidd? Dune, eins og
Jodorowsky sá hana fyrir sér, heyrir sögunni til. Megalopolis eftir Francis Ford
Coppola
Um hvað átti myndin að vera? Höfundur Godfather og Apocalypse Now ætlaði
að leikstýra þessu stórvirki á tíunda áratug liðinnar aldar. Myndin átti að segja frá
stórhuga arkitekt og tilraunum hans til að byggja útópíska stórborg.
Hvað gerðist? Coppola eyddi ófáaum tímum í undirbúning myndarinnar og var til
dæmis búinn að skrifa 212 blaðsíðna handrit. Verkefnið var sett á ís eftir hryðjuverka-
árásirnar í New York árið 2001 og fljótlega upp úr aldamótum varð ljóst að ekkert yrði
úr verkefninu.
Er líklegt að hún verði framleidd? Það þykir ólíklegt. Coppola er orðinn 77 ára og
sinnir mun minni og færri verkefnum en áður.
Kill Bill 3 eftir Quentin Tarantino
Um hvað átti myndin að vera? Eins og nafnið gefur til kynna átti myndin að vera framhald
Kill Bill-myndanna frá árunum 2003 og 2004. Myndin átti að segja frá dóttur Brúðarinnar, sem
Uma Thurman lék, og viðleitni hennar til að ná fram hefndum á kvölurum móður sinnar.
Hvað gerðist? Quentin Tarantino fer sínar eigin leiðir og þessi hugmynd hefur verið á teikni-
borðinu í mörg ár, en aldrei orðið meira en hugmynd.
Er líklegt að hún verði framleidd? Ef Tarantino vill það mun hann fá til þess fjármagn.
En Tarantino hefur sjálfur sagt að hann ætli ekki að leikstýra til dauðadags og hann vilji
einnig sinna öðrum verkefnum. Spurningin er aðeins hvort hann hafi nógu mikla ástríðu fyrir
verkefninu.
The Conquest
of Mexico eftir
Werner Herzog
Um hvað átti myndin að vera? Myndin átti
að segja frá nýlendusigrum Evrópumanna í
Mið-Ameríku út frá sjónarhorni Asteka.
Hvað gerðist? Francis Ford Coppola reyndi að framleiða myndina á áttunda áratug
síðustu aldar. Framleiðslufyrirtæki hans fór þó á hausinn eftir að myndin One From the
Heart floppaði. Þar með var fjármögnun myndarinnar fyrir bí. Herzog reyndi skömmu
fyrir aldamót að selja stóru kvikmyndaverunum handritið að myndinni en án árangurs.
Er líklegt að hún verði framleidd? Það þykir ólíklegt. Herzog hefur átt blóm-
legan feril, einkum í heimildamyndagerð, og hefur hans fyrsta og síðasta stórmynd í
Hollywood líklega litið dagsins ljós. Það er myndin Rescue Dawn frá árinu 2006.