Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Qupperneq 47
Helgarblað 28.–31. október 2016 Menning 39 Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 Við tökum upp söngvara, hljóðfæraleikara, hljómsveitir, hljóðbækur, og margt fleira Stúdíó NORN Síðumúla 17, 108 Reykjavík • Sími 561 7200 • studionorn.is • facebook.com/studionorn F yrst þegar ég var að byrja að skrifa var ég tilbúin að leggja allt á mig til að geta skrifað skáldsögu – og það hefur hald- ist þannig. Þá réð ég mig sem ráðs- kona í sveit til að geta skrifað þar gegn því að baka sandkökur ofan í vörubílstjóra. Eins hagræddi ég vinnu í kringum skrifin, vann um helgar og á kvöldvöktum á ýmsum stöðum til að geta skrifað á daginn, í uppvaski jafnt sem bóksölu og á öldrunarheimili og í fiski. Loks var ég ráðin á blað og gat þannig haft mitt lífsviðurværi af því að skrifa, en meðan ég starfaði sem blaðamaður skrifaði ég eina skáldsögu og eina barnabók. Ég skrifaði þær um helg- ar, á kvöldin og á næturnar. Þær liðu báðar fyrir það, hratt og yfirborðs- lega skrifaðar, en hjálpuðu mér samt að komast skrefi nær takmarkinu, að geta lifað af skrifunum. Á þessum tíma byrjuðu skáld- skaparskrifin að renna saman við blaðamennskuna og fyrir vikið hefur það verið þannig allar götur síðan. Ég er sískrifandi, ýmist skáldskap eða að „frílansa“ fyrir fjölmiðla – og í ýmsum verkefnum sem tengjast skrifum. Ég er þakk- lát fyrir það að hafa byrjað kornung að „frílansa“, það er skrifa í lau- samennsku fyrir dagblöð því það hefur svo oft reddað mér. Síðustu þrettán árin hef ég verið samfleytt með pistlaskrif í ýmsum fjölmiðl- um og það hafa stundum verið einu föstu tekjurnar mínar. Við maðurinn minn erum bæði rithöf- undar og köstum boltanum á milli eftir þörfum, hann tekur að sér um- brots- og hönnunarverkefni þegar á þarf að halda en ég hef tekið að mér greinaskrif fyrir íslenska og er- lenda aðila. É g hef þurft að gera eitt og ann- að til að láta enda ná saman á meðan ég skrifa mín ódauðlegu meistaraverk. Verið dyravörður á skemmtistað, unnið á bar, verið með unglinga í sumarvinnu og hugsað um daglegar þarfir geðsjúkra á sambýli sem er ekki til lengur. Að vinna með unglingum er það skemmtilegasta, og kynnin af einstaklingum sem glíma við andleg veikindi bæði ógleymanleg og dýrmæt. En verst var að vaska upp á veitingahúsinu Argentínu en það gerði ég á tímabili fyrir allnokkrum árum. Það er einhver sú sóðalegasta, erf- iðasta og andlausasta vinna sem ég hef ráðið mig í – svo ekki sé talað um launin, og hef ég þó samburð frá tíu árum í fiskvinnslu og hálfum áratug í byggingavinnu! Vaktirnar voru frá fjög- ur eða fimm síðdegis til klukkan eitt og jafnvel tvö á nóttunni. Þegar ég mætti voru kokkahelvítin búin að rústa eld- húsinu enda byrjuðu þeir á hádegi. Uppvöskunarfjallið var ógnarstórt og ógeðslegt. Þegar mér tókst að sigrast á því var kvöldtraffíkin byrjuð og var það eitt endalaust helvíti frá upphafi til enda. Ég var bullsveittur, rennblautur, þakinn matarleifum og viðbjóði frá toppi til táar, auk marbletta og bruna- sára. Pásur voru ekki í boði, hvað þá kaffi, keyrslan var alger. En þrátt fyrir geðveikina hafði ég samt lúmskt gam- an af þessu, og kannski einmitt vegna hennar. Ýmsu vanur úr hörðum heimi frystihúsanna. Og reynsluna notaði ég í bókina Ísrael – Saga af manni, þar sem farandverkamaðurinn Jakob er settur í mína blautu uppvöskunarskó. Glamúr veitingastaðanna endar við eldhúsdyrnar, börnin góð – því megið þið trúa og treysta. Hell’s Kitchen er ekki bara frasi. sumarfríum. Svo skellti ég mér í háskólann og tókst með námslánum að láta enda ná saman, fékk líka fisk, fugl, rófur og kartöfl- ur að vestan frá foreldr- unum, og útsjónarsemi í uppeldinu svo þetta bjargaðist allt. Ég hef þýtt þrjár bækur en komist að því að það er alls ekki eins skjótfenginn pen- ingur og ég hafði búist við. (Reyndar tók það fimm ár að fá borgaða þýðingu sem ég skrifaði undir samning um þann eftirminnilega dag 6. október 2008.) Síðustu átta ár hef ég kennt námskeið í þjóðfræði annað hvert skólaár og í vor í ritlist en stunda- kennslu við HÍ sinnir maður nú eiginlega ekki til að hafa í sig og á heldur fremur fyrir ánægjuna og tengslin við fagið. Tímakaup stundakennara í háskóla er rúmar 1.900 krónur, líklega svipað og ég hafði í fiski sem unglingur, þegar ég lét mig dreyma um að skrifa bækur þegar ég yrði stór. Bakaði sandkökur ofan í vörubílstjóra Auður Jónsdóttir Nýtti reynsluna úr uppvaskinu í skáldsögu Stefán Máni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.