Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Page 56
Helgarblað 28.–31. október 2016 85. tölublað 106. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Pattaralegir Píratar! Ástir í Efstaleiti? n Fréttakonan Viktoría Hermannsdóttir á RÚV og út- varpsmaðurinn og skemmtikraft- urinn Sólmundur Hólm eru farin að stinga saman nefjum. Þau hafa undanfarið sést saman við hin ýmsu tækifæri og hefur vinskap- ur þeirra vakið athygli. Viktoría hóf nýverið störf á RÚV, eftir tvö ár hjá 365 miðlum. Sóli hefur ver- ið viðloðandi RÚV undanfarin ár en hann starfar þar við dagskrár- gerð. Meðfylgjandi mynd af þeim var tekin á forsýningu kvikmyndarinnar Grimmdar. Fituprósenta Pírata n „Píratar byrjuðu í fituprósent- unni hans Rikka G., 35%. Tálg- uðu sig svo niður í skólaost, 26%. Sýnist að þeir endi í Ívari Guð- munds!“ skrifar Egill Einarsson á Twitter-síðu sína og beinir þar spjótum sínum að bæði Pírötum og Ríkharði Óskari Ríkharðssyni, Rikka G., dagskrárstjóra FM 957. Egill skýtur reglulega á holda- far Rikka, sem bregst ókvæða við dylgjum Egils um ástand hans að þessu sinni. „Titlar þú þig ekki sem einkaþjálfara? Heldurðu að ég sé 35% fita?? Segðu upp sauð- nautið þitt!“ seg- ir Rikki í ansi kostulegum samskiptum. Ívar Guðmunds leggur síðan orð í belg og upplýsir að fitu- prósenta hans sé 10% og það væru góðar frétt- ir ef fylgi Pírata færi sömu leið. Ó hætt er að segja að íslenskir Marvel-aðdáendur hafi fagnað þegar Tómas Lemarquis hreppti hlutverk Caliban í stór- myndinni X-men: Apocalypse sem kom út fyrr á árinu. „Það var ótrúleg lífsreynsla að taka þátt í þessu stóra verkefni með Bryan Singer,“ sagði Tómas í samtali við DV á sínum tíma. Hlutverk Tómasar var ekki stórt en veigamikið í framvindu myndarinn- ar. Kvikmyndirnar úr smiðju Marvel hala iðulega inn mestar tekjur í kvik- myndahúsum ár hvert og hafa leik- ararnir oft verið nokkuð fast- heldnir á hlutverk sín. Það voru því nokkur vonbrigði þegar tilkynnt var að leikarinn Stephen Merchant, sem er þekkt- astur fyrir hlutverk sitt úr bresku Office-þáttunum, myndi fara með hlutverk Caliban í nýrri mynd úr smiðju Marvel sem ber heitið Logan. Eins og nafnið gefur til kynna þá snýst myndin um Jarfann vígalega sem stórleikarinn Hugh Jackman hefur ósjaldan leikið. Myndin gerist 50 árum eftir atburðina í X-men: Apocalypse og herma heimildir DV að framleiðendur myndarinnar hafi ákveðið að láta Caliban þróast í útliti frá fyrri myndinni. Búast má við að Tómas hafi tekið fréttunum af æðruleysi. „Á hverju ári er ég viðriðinn einhverjar myndir sem verða ekki að veruleika. Maður lærir með tíman- um að brynja sig og hætta að vera vonsvikinn. Þetta er rosalega brot- hættur heimur,“ sagði Tómas í áð- urnefndu sam- tali við DV. Hann mun fara með eitt aðalhlutverkanna í rúmensku myndinni „Touch me not“. n Merchant inn fyrir Lemarquis Tómas fær ekki að fara með hlutverk sitt í framhaldsmyndinni Tómas Lemarquis Lék lítið en veiga­ mikið hlutverk Caliban í X­men: Apocalypse. Stephen Merchant Office­stjarnan tekur við kyndlinum af Tómasi. M y n d Þ o R G Ei R Ó La fS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.