Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Page 22
Helgarblað 11.–14. október 20162 Bækur Ný blóm í garði Gyrðis Í sögum Gyrðis Elíassonar hendir það oft að lesandinn fær ekki þær upplýsingar sem samkvæmt hefðbundnum skilningi teldust mark­ verðastar. Við getum til dæmis kynnst stuttlega manni sem hefur orðið fyrir áfalli en við fáum aldrei að vita í hverju áfallið er fólgið en upplifum þess í stað hvernig mað­ urinn bregst við áfallinu og ýmis sérkennileg smáatriði í tilverunni taka að stækka og öðlast mikil vægi, en annað einkenni á sögum Gyrð­ is er einmitt að þær fjalla oft um smámuni sem þykja jafnvel ekki frásagnarverðir samkvæmt hefð­ bundnum skilningi á sögumennsku. Sumar sögur hans eru mystískar og yfirnáttúrulegar á meðan aðrar eru hversdagslegar. Nær allar hafa þær til að bera einstakt andrúmsloft sem myndað er í smiðju Gyrðis. Stíllinn er myndríkur og einkennist af einstakri tilfinningu fyrir smáatriðum. Margar sagna hans minna meira á málara­ list en frásagnarlist: Frumlega valin og hárfínt dregin smáatriðin birta okkur fallega, oft dapurlega, stund­ um lúmskt fyndna, einstaka sinnum hrollvekjandi mynd af stemningu og hugarástandi. Gyrðir er einstakur höfundur, hann líkist engum öðrum – nema sjálfum sér. Eitt af því fáa sem hægt hefur verið að finna að bókum Gyrðis í gegnum tíðina er að sumar þeirra hafa verið nokkur keimlíkar. Mörkin milli þess að rækta garðinn sinn og endurtaka sig kunna að vera óljós og matsatriði hvers lesanda fyrir sig. Gríðarlega afkastamikill er Gyrðir, frá því laust fyrir 1990 hefur hann gefið út 1–2 bækur á hverju ári. Stuttar skáldsögur, ljóðabækur og umfram allt smásagnasöfn, en ég hef enga tölu á smásagnasöfnum sem Gyrðir hefur gefið út og hef þó lesið þau flest. Nýjasta bók Gyrðis, Langbylgja, er flokkuð sem safn smáprósa af hendi útgefanda en eldra heiti yfir smáprósa er örsögur. Stystu sögurnar eru um 500 orð en þær lengstu kannski um 1.500, nokkrar blaðsíður. Gyrðir hefur oftast nær skrifað mjög stutt­ ar smásögur og því virkar þessi bók á mig sem smásagna­ safn frekar en eitt­ hvað annað. Lang­ bylgja sver sig í ætt við mörg fyrri verk höfundar, heimur Gyrðis er alltaf í senn kunnuglegur og einstakur. Langbylgja er ríkulegri en algengt er um bækur með stuttum prósaverk­ um, sögurnar eru rúmlega 100 á ríflega 250 blaðsíðum. Fjölbreytni sagnanna er meiri en oft áður í bókum Gyrðis, sumar ger­ ast erlendis og sögusviðin eru fjöl­ breytt. Eins og í fyrri prósa verkum hans er athygli lesandans beint að hinu smáa í tilverunni en stóru at­ burðunum í lífi sögupersónanna ýtt til hliðar. Sem vænta má eru sögurnar allar listilega vel skrifaðar en misjafnlega áhrifa­ miklar eins og gengur. Sumar orka á lesand­ ann sem skemmtileg­ ur en léttvægur leikur höfundar, aðrar vekja sterkar kenndir, sorg og stundum hrylling. Töluverð kímni prýðir margar sagnanna og kemur fram í orðaleikj­ um, hnyttnu sjónar­ horni og fyndnum að­ stæðum. Langbylgja er bók sem gott er að lesa hægt því stuttar sögur kalla á hægan lestur. Hún er góður föru­ nautur inn í skamm degið og örvar dulúðina sem býr með okkur. n Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is Bækur Langbylgja Höfundur: Gyrðir Elíasson Útgefandi: Dimma 270 bls. „Stíllinn er mynd- ríkur og einkenn- ist af einstakri tilfinningu fyrir smáatriðum. Gyrðir Elíasson „Gyrðir er einstakur höfundur, hann líkist engum öðrum – nema sjálfum sér.“ Mynd SiGtryGGur Ari Vögguvísa er sænsk glæpa­saga eftir Carin Gerhard­sen en áður hafa komið út eftir hana Pip­arkökuhúsið og Mamma, pabbi, barn. Þess­ ar þrjár bækur fjalla um lög­ reglusveitina á Hammarby­ stöðinni. Söguþráður er á þá leið að kona og tvö ung börn hennar eru myrt. Lögreglu­ foringinn Conny Sjöberg og félagar hans rannsaka glæp­ inn en standa einnig frammi fyrir annarri ráðgátu, því fé­ lagi þeirra Einar Eriksson er horfinn. Vögguvísa er ekki sérlega vel skrifuð bók og ekki er hún hörku­ spennandi. Hins vegar leynist þar hliðarsaga sem hlýtur að snerta les­ andann en í ljós kemur að löngu liðinn atburður, dramatískur og harm­ rænn, er ástæða morðanna. Einmitt þarna er sterkasti þáttur verksins. Allt annað í bókinni er með hefðbundnum brag. Það kemur engan veginn á óvart að hluti bókarinn­ ar fjallar um vandamál í lífi aðalpersónunnar Sjöbergs, en leyndar­ dómur úr æsku hans op­ inberast. Þar leggur höf­ undur sig fram við að loka því máli með tilfinn­ ingaríku samtali móður og sonar og þar þarf les­ andinn að þola dágóðan skammt af væmni. Sama hneigð birt­ ist í lokin í siðferðilegri vandlætingar­ ræðu lögreglumanna yfir morðingjan­ um. Þetta er ekki til að bæta söguna. Vögguvísa er glæpasaga í meðal­ lagi. Sterkasti þáttur hennar snýr að skelfilegum atburði sem gjörbreytir lífi einstaklinga sem alla tíð lifa með sektar kennd. Annað í bókinni er alls ekki jafn vel gert. Unnendur spennu­ sagna, fyrir utan þá allra kröfu­ hörðustu, ættu þó að una sér þokka­ lega við lesturinn. n Með hefðbundnum brag Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bækur Vögguvísa Höfundur: Carin Gerhardsen Þýðandi: Nanna B. Þórsdóttir Útgefandi: JPV 299 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.