Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Page 46
Helgarblað 11.–14. nóvember 201630 Menning Allt á einum stað: Prentun, merkingar og frágangur. Inni- og útimerkingar. Segl- og límmiðaprentun. Ljósmynda-, striga- og segulprentun. Textaskraut, sandblástur, GSM hulstur og margt fleira... B rot úr hjónabandi eftir Ing­ mar Bergman, var upphaf­ lega sex þátta sjónvarps­ sería sem frumsýnd var árið 1973 og naut strax gríðarlegra vinsælda. Ingmar lét ekki þar við sitja heldur hélt áfram að vinna með handritið, hann stytti sjónvarpsþættina til sýninga í kvik­ myndahúsum og skrifaði að lokum leikgerð verksins sem hann leik­ stýrði sjálfur, árið 1981. Ólafur Egill Egilsson hefur samið nýja leikgerð upp úr öllu þessu efni og fært til nú­ tímans. Ekki verður annað sagt en að honum takist vel upp, handritið er feikilega þétt, ekki síst framan af og þýðandinn, Þórdís Gísladóttir, Bryndís Loftsdóttir ritstjorn@dv.is Leikhús Brot úr hjónabandi Höfundur: Ingmar Bergman Þýðandi: Þórdís Gísladóttir Leikstjóri og höfundur leikgerðar: Ólafur Egill Egilsson Leikendur: Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir Lýsing: Kjartan Þórisson Tónlist: Barði Jóhannsson Sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins Mögnuð brotlending hjónabands Að skilja Leikritið fjallar um ástina í hjónabandi tveggja einstaklinga og samskipti þeirra við sambandsslit. Aldarafmæli dadaismans fagnað með fyrirlestri og nýrri danssýningu D ada er hundrað ára, ein öld frá því að ein áhrifamesta listhreyfing 20. aldarinnar spratt upp úr brjálæði fyrri heimsstyrjaldarinnar, í al­ gjörri andstöðu við stríðið, borgara­ legt samfélag og gjörvalla rökhyggju nútímans. Heimurinn var á heljar­ þröm og svarið var dada – merk­ ingarlaust frumöskur: Dada! Íslenskir listamenn og stofn­ anir hafa lagt sitt af mörkum til að minnast aldarafmælis hreyfingar­ innar, fyrr á árinu hélt hópur dada­ áhugafólks gjörningapartí á Gaukn­ um, um helgina heldur dr. Benedikt Hjartarson fyrirlestur um hreyf­ inguna í Listasafni Reykjavíkur og Íslenski dansflokkurinn frumflytur nýtt dansverk eftir Ingu Huld Hákonardóttur og Rósu Ómars­ dóttur sem unnið er út frá hug­ myndum dadaismans. DV heyrði í bókmenntafræðingnum og öðrum danshöfundinum og forvitnaðist um dada­ ismann. Fáránleiki og galsa- kennt niðurrif Dada var framúrstefnu­ hreyfing sem fæddist í Zürich árið 1916. Þar sem Sviss var hlutlaust ríki í heims­ styrjöldinni söfnuðust þar friðar­ sinnar víðs vegar að úr Evrópu. Fjölþjóðlegur hópur listamanna úr ýmsum greinum sem hafði kom­ ið sér fyrir í borginni hóf að halda einhvers konar gjörningakvöld eða uppákomur undir heitinu Cabaret Voltaire. Varð það vettvangur fyrir nýstárlega og framsækna list, gjörn­ inga og sviðslistir, upplestur, mani­ festó­yfirlýsingar, tónlist og hvers kyns performansa. Búningarnir voru fáránlegir, ljóðin óskiljanleg og yfirlýsingarnar herskáar. Smám saman fæddist nafnið dada, fjöl­ þjóðlegt og margrætt orð en kannski fyrst og fremst bara merkingarlaust hljóð. „Það sem einkenndi dada­ ismann var gagnrýni á hefð­ bundna listsköpun. Þetta var svolítið galsakennd og „súbversíf“ listsköpun, leik­ ur með þversagnir, fagurfræði sem byggði á ákveðnum fá­ ránleika, niðurrifi á hefðum og gagnrýni á ríkjandi smekkvísi,“ útskýrir Benedikt Hjart­ arson bókmennta­ fræðingur. „Seinna varð svo gagnrýni á rök­ hyggjuna og skyn­ semishyggjuna meira áberandi. Þetta þarf að skoðast í samhengi stríðsins enda, var þetta gagnrýni á nútímamenninguna og þá skynsemishyggju sem dadaist­ arnir töldu að hefði leitt mann­ kynið inn í stríðið,“ segir hann. „Grunnþátturinn í dada­inu var niðurrifið og áherslan á nýtt upphaf. Þetta byggði á þeirri hugmynd að hin vestræna þjóðfélagsgerð og borgara lega menning væri komin í þrot og það þyrfti að byrja upp á nýtt. Það var engin skýr sýn um hvað skyldi taka við, engin skýr fram­ tíðarsýn, en það voru ákveðin gildi sem voru lögð til grundvallar og það fór fram leit að þessu gildum og þeim þáttum sem hægt væri að byggja á,“ segir Benedikt og bend­ ir á að þetta sjáist meðal annars í hugmyndum og nálgun dadaista á tungumálið. „Tungumálið var álitið vera sjúkt og sýkt, enda hafði því verið slitið út í áróðri stríðsins, notað sem verk­ færi til að knýja áfram ákveðnar pólitískar, þjóðfélagslegar og fagur­ fræðilegar hugmyndir. Þetta var tungumál sem ekki var hægt að vinna með lengur, það var í ein­ hverjum skilningi ónýtt. Það sem þurfti því að gera var að hverfa til einhvers kjarna tungumálsins, byrja upp á nýtt. Það var í þessu samhengi sem þeir fóru að vinna með það fyrst og fremst út frá hljóðum, útliti bókstafa og svo framvegis. Þeir fóru í grunnþætti tungumálsins, leystu Heimurinn er á heljarþröm, hvað er til ráða? DADA! „Þetta var svo- lítið galsa- kennd og „súbversíf“ listsköpun, leikur með þversagnir, fagurfræði sem byggði á ákveðnum fáránleika, niðurrifi á hefðum og gagnrýni á ríkjandi smekkvísi. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Dada Einn af frumkvöðlum dadaismans Hugo Ball les upp ljóð á Cabaret Voltaire í Zürich í júní 1916. Metsölulisti Eymundsson 2.– 8. nóvember 2016 Allar bækur 1 PetsamoArnaldur Indriðason 2 DrungiRagnar Jónasson 3 Þín eigin hrollvekja Ævar Þór Benediktsson 4 Pabbi prófessor Gunnar Helgason 5 TvísagaÁsdís Halla Bragadóttir 6 SvartalognKristín Marja Baldursdóttir 7 Elsku Drauma mínVigdís Grímsdóttir 8 Máttur matarins Unnur Guðrún Pálsdóttir / Þórunn Steinsdóttir 9 Harry Potter og bölvun barnsin J.K. Rowling 10 Ljóð muna rödd Sigurður Pálsson Arnaldur Indriðason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.