Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 46
Helgarblað 11.–14. nóvember 201630 Menning Allt á einum stað: Prentun, merkingar og frágangur. Inni- og útimerkingar. Segl- og límmiðaprentun. Ljósmynda-, striga- og segulprentun. Textaskraut, sandblástur, GSM hulstur og margt fleira... B rot úr hjónabandi eftir Ing­ mar Bergman, var upphaf­ lega sex þátta sjónvarps­ sería sem frumsýnd var árið 1973 og naut strax gríðarlegra vinsælda. Ingmar lét ekki þar við sitja heldur hélt áfram að vinna með handritið, hann stytti sjónvarpsþættina til sýninga í kvik­ myndahúsum og skrifaði að lokum leikgerð verksins sem hann leik­ stýrði sjálfur, árið 1981. Ólafur Egill Egilsson hefur samið nýja leikgerð upp úr öllu þessu efni og fært til nú­ tímans. Ekki verður annað sagt en að honum takist vel upp, handritið er feikilega þétt, ekki síst framan af og þýðandinn, Þórdís Gísladóttir, Bryndís Loftsdóttir ritstjorn@dv.is Leikhús Brot úr hjónabandi Höfundur: Ingmar Bergman Þýðandi: Þórdís Gísladóttir Leikstjóri og höfundur leikgerðar: Ólafur Egill Egilsson Leikendur: Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir Lýsing: Kjartan Þórisson Tónlist: Barði Jóhannsson Sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins Mögnuð brotlending hjónabands Að skilja Leikritið fjallar um ástina í hjónabandi tveggja einstaklinga og samskipti þeirra við sambandsslit. Aldarafmæli dadaismans fagnað með fyrirlestri og nýrri danssýningu D ada er hundrað ára, ein öld frá því að ein áhrifamesta listhreyfing 20. aldarinnar spratt upp úr brjálæði fyrri heimsstyrjaldarinnar, í al­ gjörri andstöðu við stríðið, borgara­ legt samfélag og gjörvalla rökhyggju nútímans. Heimurinn var á heljar­ þröm og svarið var dada – merk­ ingarlaust frumöskur: Dada! Íslenskir listamenn og stofn­ anir hafa lagt sitt af mörkum til að minnast aldarafmælis hreyfingar­ innar, fyrr á árinu hélt hópur dada­ áhugafólks gjörningapartí á Gaukn­ um, um helgina heldur dr. Benedikt Hjartarson fyrirlestur um hreyf­ inguna í Listasafni Reykjavíkur og Íslenski dansflokkurinn frumflytur nýtt dansverk eftir Ingu Huld Hákonardóttur og Rósu Ómars­ dóttur sem unnið er út frá hug­ myndum dadaismans. DV heyrði í bókmenntafræðingnum og öðrum danshöfundinum og forvitnaðist um dada­ ismann. Fáránleiki og galsa- kennt niðurrif Dada var framúrstefnu­ hreyfing sem fæddist í Zürich árið 1916. Þar sem Sviss var hlutlaust ríki í heims­ styrjöldinni söfnuðust þar friðar­ sinnar víðs vegar að úr Evrópu. Fjölþjóðlegur hópur listamanna úr ýmsum greinum sem hafði kom­ ið sér fyrir í borginni hóf að halda einhvers konar gjörningakvöld eða uppákomur undir heitinu Cabaret Voltaire. Varð það vettvangur fyrir nýstárlega og framsækna list, gjörn­ inga og sviðslistir, upplestur, mani­ festó­yfirlýsingar, tónlist og hvers kyns performansa. Búningarnir voru fáránlegir, ljóðin óskiljanleg og yfirlýsingarnar herskáar. Smám saman fæddist nafnið dada, fjöl­ þjóðlegt og margrætt orð en kannski fyrst og fremst bara merkingarlaust hljóð. „Það sem einkenndi dada­ ismann var gagnrýni á hefð­ bundna listsköpun. Þetta var svolítið galsakennd og „súbversíf“ listsköpun, leik­ ur með þversagnir, fagurfræði sem byggði á ákveðnum fá­ ránleika, niðurrifi á hefðum og gagnrýni á ríkjandi smekkvísi,“ útskýrir Benedikt Hjart­ arson bókmennta­ fræðingur. „Seinna varð svo gagnrýni á rök­ hyggjuna og skyn­ semishyggjuna meira áberandi. Þetta þarf að skoðast í samhengi stríðsins enda, var þetta gagnrýni á nútímamenninguna og þá skynsemishyggju sem dadaist­ arnir töldu að hefði leitt mann­ kynið inn í stríðið,“ segir hann. „Grunnþátturinn í dada­inu var niðurrifið og áherslan á nýtt upphaf. Þetta byggði á þeirri hugmynd að hin vestræna þjóðfélagsgerð og borgara lega menning væri komin í þrot og það þyrfti að byrja upp á nýtt. Það var engin skýr sýn um hvað skyldi taka við, engin skýr fram­ tíðarsýn, en það voru ákveðin gildi sem voru lögð til grundvallar og það fór fram leit að þessu gildum og þeim þáttum sem hægt væri að byggja á,“ segir Benedikt og bend­ ir á að þetta sjáist meðal annars í hugmyndum og nálgun dadaista á tungumálið. „Tungumálið var álitið vera sjúkt og sýkt, enda hafði því verið slitið út í áróðri stríðsins, notað sem verk­ færi til að knýja áfram ákveðnar pólitískar, þjóðfélagslegar og fagur­ fræðilegar hugmyndir. Þetta var tungumál sem ekki var hægt að vinna með lengur, það var í ein­ hverjum skilningi ónýtt. Það sem þurfti því að gera var að hverfa til einhvers kjarna tungumálsins, byrja upp á nýtt. Það var í þessu samhengi sem þeir fóru að vinna með það fyrst og fremst út frá hljóðum, útliti bókstafa og svo framvegis. Þeir fóru í grunnþætti tungumálsins, leystu Heimurinn er á heljarþröm, hvað er til ráða? DADA! „Þetta var svo- lítið galsa- kennd og „súbversíf“ listsköpun, leikur með þversagnir, fagurfræði sem byggði á ákveðnum fáránleika, niðurrifi á hefðum og gagnrýni á ríkjandi smekkvísi. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Dada Einn af frumkvöðlum dadaismans Hugo Ball les upp ljóð á Cabaret Voltaire í Zürich í júní 1916. Metsölulisti Eymundsson 2.– 8. nóvember 2016 Allar bækur 1 PetsamoArnaldur Indriðason 2 DrungiRagnar Jónasson 3 Þín eigin hrollvekja Ævar Þór Benediktsson 4 Pabbi prófessor Gunnar Helgason 5 TvísagaÁsdís Halla Bragadóttir 6 SvartalognKristín Marja Baldursdóttir 7 Elsku Drauma mínVigdís Grímsdóttir 8 Máttur matarins Unnur Guðrún Pálsdóttir / Þórunn Steinsdóttir 9 Harry Potter og bölvun barnsin J.K. Rowling 10 Ljóð muna rödd Sigurður Pálsson Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.