Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Side 2
Helgarblað 25.–28. nóvember 20162 Fréttir S HELGASON - Steinsmiðja síðan 1953 Opnunartími Mán - fim 9:00 -18:00 Föstudaga 9:00 - 17:00 Laugardaga 10:00 -14:00 Sími: 557 6677 Netfang: shelgason@shelgason.is www.shelgason.is Stóraukinn kostnaður vegna frímerkjakaupa n Ferðamenn hækka útgjöld en skila miklum tekjum n Viðgerðir fram úr áætlun A llur rekstrarkostnaður Hall- grímssóknar í Reykjavík hefur hækkað á undan- förnum árum vegna mik- illar fjölgunar ferðamanna og aukinnar starfsemi kirkjunn- ar. Sóknin var rekin með 75 millj- óna króna hagnaði í fyrra og miklar tekjur kirkjunnar má að mestu leyti rekja til þeirra gesta sem greiddu að- gangseyri að Hallgrímskirkjuturni. Ein athyglisverðasta birtingarmynd þessa aukna ferðamannastraums er í frímerkjakaupum kirkjunnar. Myljandi hagnaður Ríkisendurskoðun birti á dögunum yfirlit yfir ársreikninga sókna lands- ins vegna ársins 2015. Þar kemur fram að tekjur kirkjunnar námu alls 258 milljónum króna en þar af námu tekjur vegna ferða upp í turninn um 161 milljón króna. Gjöld sóknarinn- ar námu 159 milljónum króna en þar af nam svokallaður annar rekstrar- kostnaður 26 milljónum króna. DV leitaði skýringa á þessum kostnaði sem farið hefur stighækkandi síð- ustu ár – var 20,8 milljónir 2014 og 18 milljónir 2013. Jónanna Björnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hallgrímskirkju, segir allan rekstrarkostnað hafa hækkað vegna fjölgunar ferðamanna og auk- innar starfsemi kirkjunnar sem leitt hafi af sér aukin útgjöld umfram al- mennar verðlagshækkanir. Mikið keypt af frímerkjum Þegar skoðað er hvað það er sem veldur þessari hækkun á liðnum „annar rekstrarkostnaður“ milli ár- anna 2014 og 2015 vekur athygli að „sími og burðargjöld“ hækka um 600 þúsund krónur milli ára. „Það skýrist með auknum kaupum á frímerkjum sem seld eru til ferðamanna,“ segir Jónanna í svari við fyrirspurn DV. Það er kannski til marks um þá aukningu sem orðið hefur á heimsóknum erlendra ferða- manna í kirkjuna að undanförnu. Þá skýrir prentun og pappír hækk- un milli ára um aðra hálfa milljón vegna Safnaðarblaðs sem dreift var í sókninni Þá hafi framlag til Kirkju- listahátíðar Hallgrímskirkju hækkað úr 500 þúsundum í 1.750 þúsund en hátíðin er haldin annað hvert ár, nú síðast í fyrra. Þá var framlag til Listvinafélags- ins hækkað úr 1,7 milljónum króna í 2,2 milljónir vegna aukinna umsvifa í listastarfi. Alls nemur þessi hækkun um þremur milljónum króna sem skýrir hækkunina að sögn Jónönnu, ásamt almennum verðlagshækkun- um í landinu. 30 prósenta fjölgun milli ára Um 200 þúsund gestir heimsóttu Hall- grímskirkjuturn í fyrra sem gaf veru- legar tekjur af sér. Í ár segir Jónanna að áætlun um allt að 30 prósenta fjölgun gesta geti staðist. Í dag kostar 900 krónur að fara upp í turninn fyr- ir fullorðna en 100 krónur fyrir börn 7–14 ára. Miðað við þessar áætlanir gætu tekjur kirkjunnar vegna turns- ins farið úr um 161 milljón í fyrra og upp í ríflega 200 milljónir króna í ár. Endanlegar tölur koma þó ekki í ljós fyrr en við ársuppgjör. Viðgerðir langt fram úr áætlun Á móti kemur að í ár hefur kostnaður vegna viðgerða á steypuskemmdum utanhúss, sem verið er að lagfæra á þökum og hliðarskipum kirkjunnar, farið langt fram úr áætlun. Í upphafi verks var hann áætlaður 60 milljónir króna en ný verk- og kostnaðaráætl- un frá því í október gerir ráð fyrir 85 milljónum króna. „Þar sem í ljós komu umtalsvert meiri skemmd- ir en áætlað var í upphafi,“ segir Jónanna. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Turninn malar gull Gert er ráð fyrir 30 prósenta fjölgun gesta í Hallgrímskirkjuturn í ár miðað við síðasta ár. Steypuviðgerðir á kirkjunni hafa farið langt fram úr kostnaðaráætlun en afkoman í fyrra var góð. „Í ljós komu umtalsvert meiri skemmdir en áætlað var í upphafi Reynt að lokka dreng Á miðvikudag reyndi karlmaður að lokka dreng upp í bíl til sín með því að bjóða honum far og sælgæti. Atvikið átti sér stað við Laugarneskirkju í lok skóladags. Drengurinn, sem var á heimleið úr skólanum, afþakkaði boðið og gekk í burtu. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu sem Sigríður Heiða Braga- dóttir, skólastjóri Laugarnes- skóla, sendi aðstandendum barna við skólann. Þar segir hún að kennarar hafi verið beðnir um að ræða við nemendur um viðbrögð við gylliboðum sem þessum. Hlaupaskór þriðjungi dýrari Verð á LEGO í samanburðarlöndunum leiðrétt V insælir Nike-hlaupaskór kosta á bilinu 25–41 prósent meira í Útilífi en í sportvöruversl- unum í Noregi, Danmörku og Bretlandi. Þetta leiðir verðsaman- burður DV í ljós en blaðið kannaði verð í 20 íslenskum verslunum og bar saman við verð í sambærilegum versl- unum í löndunum þremur. Í DV á þriðjudag var borið saman verð á Nike Mercurial Superfly V AG- Pro-takkaskóm í Útilífi við verð í ná- grannalöndunum. Verðmunurinn reyndist í tilviki þeirrar vöru á bilinu 23–62 prósent. Útilíf gerði athugasemd við samanburðinn og benti á að um- ræddir skór væru víðast hvar að selj- ast upp og því á lækkuðu verði í sum- um samanburðarlöndunum, en DV lagði upp með að taka ekki mið af út- söluverði. DV fellst á athugasemd Úti- lífs og birtir því í staðinn verðsaman- burð á NIKE AIR ZOOM PEGASUS 33-hlaupaskóm fyrir dömur. Þar er verðmunurinn á bilinu 25–41 prósent. DV komst að því að í Noregi eru blá- ir hlaupaskór (sem ekki fást í Útilífi) verðlagðir á um 8.000 krónur, en þeir eru ekki dæmigerðir fyrir verðið. Yfir- leitt kosta skórnir 14–16 þúsund krón- ur í hinum löndum þremur en í Útilífi kosta þeir 20 þúsund. Þá hafði fulltrúi TOYS 'R' US í Nor- egi samband við DV og kvartaði yfir því að verð á Lego Star Wars Turbo Tank í Noregi væri borið saman við útsöluverð í samanburðarlöndunum. DV leiðréttir því hér verðmuninn. Var- an kostar í Hagkaupum 24.999 krón- ur en var upphaflega skráð á 34.999 krónur á hagkaup.is. Í Legeland í Dan- mörku kostar varan 17.276 krónur, í TOYS 'R' US í Bretlandi 14.175 og í Noregi 17.337 krónur. n baldur@dv.is Nike Air Eins og sjá má er hægt að gera verulega góð kaup á bláum skóm í Noregi. Fær bæjarleyfi Kynferðisafbrotamaðurinn Karl Vignir Þorsteinsson, sem var dæmdur haustið 2013 í sjö ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn drengjum, fær reglubundið dagsleyfi frá Litla-Hrauni. Hann fær að fara til Reykjavíkur einu sinni í mánuði, að jafnaði, en þarf að skila sér til baka í fangelsið að kvöldi. Frá þessu greinir RÚV. Fram kemur að Karl þurfi eins og aðrir fangar að gera grein fyrir tilgangi ferðar sinnar eða hvern hann hyggst heimsækja. Leyfin eru veitt á grundvelli laga um fullnustu refsinga. Leyfið má að hámarki vera 14 tímar í senn og þarf að teljast gagnlegt sem þáttur í fullnustu refsingarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.