Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 14
Helgarblað 25.–28. nóvember 201614 Fréttir Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Óskum öllum okkar viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs Kvöldmatseðill á jólum og fram til nýárs! Sennilega vinsælasti matsölustaður á Suðurnesjum Opið alla hátíðisdaga frá kl. 18 - 22 Restaurant Duusgata 10 • 230 Keflavík • Telephone 421 7080 • duus@duus.is -við smábátahöfnina í Keflavík i r r r f - t r l r t i sku öllu okkar viðskiptavinu gleðilegra jóla og fars ls nýs árs il i s l sti ts l st r r sj i ll tí is fr l. - est r t t 1 • fl í • l 1 • .i -við s ábátahöfnina í eflavík „Vildi að hann hefði aldrei gert þetta“ n Fjandinn varð laus þegar sonur Bjargar kynntist kannabis n Langtímavist á F ólk virðist oft halda að kannabis neytendur séu ein­ hvers konar jaðarhópur, sem býr við ákveðnar félagslegar aðstæður og hefur ákveðinn bakgrunn. En staðreyndin er sú að þetta er alls konar fólk og þessi hópur fer ekki í manngreinarálit. Eins og hjá stráknum mínum, það hefði engan grunað að það ætti eftir að verða hans vegferð,“ segir Björg Kjartansdóttir, en elsti sonur hennar var á fyrsta ári í Menntaskólanum í Reykjavík, afburðanemandi og öflugur íþrótta­ maður þegar hann komst í kynni við kannabisefni. Lýsir Björg því þannig að um leið hafi fjandinn verið laus og flosnaði sonur hennar fljótlega upp úr námi og íþróttum. Neyslan varð kveikjan að geðrænum veikindum sem leiddu meðal annars til vistar á geðdeild en Björg kveðst nú vilja stíga fram með sögu sína og fjölskyldunnar í þeim tilgangi að opna augu fólks fyrir alvarlegum afleiðingum kannabis­ reykinga. Þá vill hún útrýma þeim staðalímyndum sem ríkja um hinn „dæmigerða“ kannabisneytanda og fjölskyldu hans. Sonur Bjargar er elstur í hópi þriggja bræðra. Eftir búsetu erlend­ is flutti fjölskyldan til Íslands og kom sér fyrir í vesturbæ Reykjavíkur. Þar gekk sonur Bjargar í Hagaskóla. Fátt benti til þess að hann ætti eftir að leiðast út í neyslu kannabisefna. „Hann var ýmist inni hjá sér að læra eða á íþróttaæfingum. Hann var alla tíð ótrúlega duglegur og sam­ viskusamur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var sendur út að keppa fyrir hönd Íslands á alþjóðlegu stórmóti á skíðum, keppti með bikar­ liði í frjálsum íþróttum, æfði líka fót­ bolta á tímabili og fór út til Spánar með liðinu að keppa. Hann sá alltaf sjálfur um að koma sér á æfingar, hjólaði eða tók strætó og á seinasta árinu í Hagakóla tók hann ólympíska stærðfræði sem valfag. Þannig að hann var alltaf afskaplega virkur, alltaf á ferðinni út um allt. Það var einfaldlega þannig að þegar hann tók sér eitthvað fyrir hendur þá gaf hann sig allan í það. Hann tók allt með trompi,“ segir Björg því næst. „Hann safnaði sér peningum til að verða einkaflugmaður og var langt kominn með verklega hluta námsins áður en hann byrjaði í menntaskóla. Stefnan var að fá íþróttastyrk til að fara í nám úti í Bandaríkjunum. Draumurinn var að fara í verkfræði hérna heima og svo í sérnám í flugverkfræði úti.“ Keypti efnin í MH Sonur Bjargar var á fyrsta ári í Menntaskólanum í Reykjavík þegar hann komst í kynni við kannabis. „Hann hefur sjálfur lýst því að hann hafi fundið fyrir leiða og þung­ lyndiseinkennum á þessum tíma, en efnin hafi náð að bæla það niður. Ég veit að það var ekkert vandamál fyr­ ir hann að nálgast efnin, hann keypti þau ekki í einhverjum skúmaskotum niðri í bæ heldur keypti hann þau, að eigin sögn, „við hliðina á sjoppunni í MH,“ segir Björg jafnframt. „Ég á bágt með að trúa því að að­ gengið að efnunum sé orðið eitthvað verra í dag en fyrir tíu árum. Þvert á móti.“ Björg lýsir því næst þeim breytingum sem urðu á hegðun son­ ar hennar. „Hann hætti að mæta í skólann og hætti að vakna á morgn­ ana. Við hættum að sjá hann, enda passaði hann sig alltaf á því að vera farinn þegar við komum heim. Þessi strákur sem hafði alltaf verið svo virkur var allt í einu farinn að draga sig inn í skel og einangra sig frá öll­ um. Breytingin var mjög greinileg en við kipptum okkur ekki upp við þetta strax; héldum að þetta væri bara partur af unglings árunum. Það reyndist honum og okkur mikið sjokk þegar hann náði síðan ekki fyrsta árinu í MR og vanlíðanin sem fylgdi því gerði bara illt verra. Hann fór að forðast öll samskipti við okkur fjölskylduna og missti allan áhuga á íþróttum og skóla. Hann hætti í rauninni að stunda allt sem getur kallast heilbrigt líferni.“ Fór að heiman 18 ára gamall Björg leggur áherslu á að allt hafi þetta átt sér stað á tiltölulega stutt­ um tíma og þannig hafi hið fyrra líf sonar hennar gufað upp. Þegar foreldrarnir reyndu að leita ráða reyndust hins vegar fá bjargreipi til staðar. Ætíð fengust þau svör að ekk­ ert væri hægt að gera ef sonur henn­ ar vildi ekki þiggja hjálp sjálfur og best væri að vísa honum að heiman. Að lokum hafi þau misst soninn frá sér, 18 ára gamlan, og segir Björg það vera hroðalega tilhugsun að vita af barninu sínu á vergangi. Hann bjó um tíma í herbergi úti í bæ. „Þetta er svo ótrúlega harður heimur. Það er ólýsanleg angist sem grípur foreldrahjartað í þessum að­ stæðum. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig það er að sitja heima í brjál­ uðu veðri og vita ekkert um afdrif barnsins þíns, hvort það sé lífs eða liðið.“ Björg segir ástandið hafa hríð­ versnað og að lokum hafi þurft að svipta son hennar sjálfræði. Þá tók við vist á geðdeild, sú fyrsta af nokkrum, og segir Björg beina tengingu vera á milli geðrænna veikinda sonarins og langvarandi kannabisneyslu. Það hafi lækn­ ar staðfest. Fólk eigi stundum erfitt með að trúa hve sambandið er sterkt þarna á milli. „Við reyndum við fleiri búsetuúr­ ræði. Stundum bjó hann heima hjá okkur og fór svo aftur. Það var ekk­ ert í boði sem virkaði til lengri tíma.“ Fábrotið og einmanalegt líf Sonur Bjargar býr í dag í búsetukjarna fyrir geðfatlaða. „Honum er að batna og okkur hef­ ur verið tjáð að allar líkur séu á því að hann muni ná sér upp úr þessu og verða alheilbrigður. En bataferlið er langt og erfitt og mun taka sinn tíma. Það gerist svo sannarlega ekki á einni nóttu. Hver dagur hjá honum er heil­ mikil áskorun.“ Björg segir líf sonarins í dag að mörgu leyti afar fábreytt. Það er svo sannarlega í engri líkingu við líf hans eins og það var áður en hann hóf að neyta kannabis. „Hann fer lítið út og er mikið einn í íbúð sinni. “ Björg telur mörgu ábótavant þegar kemur að liðveislu fyrir geð­ fatlaða í búsetukjörnum. „Það er ein­ faldlega engin skýr stefna þegar kem­ ur að því að hvetja þessa einstaklinga til virkni og þátttöku í samfélaginu, til dæmis til að stunda líkamsrækt. Það vantar leiðtogaeflingu inn í kerfið. Það myndi breyta heilmiklu.“ Sorgin mikil Neysla sonarins hefur haft mikil áhrif á fjölskylduna. „Þetta hefur verið sorgarferli sem hefur haft áhrif á alla. Það hafa allir grátið yfir því hvern­ ig fór, enda var hann vonarstjarnan í fjölskyldunni; strákurinn sem hljóp hraðast og skein skærast, má segja. Sjálf hef ég grátið heilu balana af tár­ um yfir því að eiga strák sem fór í þessa vegferð.“ Björg segir samfélagið viðhalda rangri staðalímynd af hinum dæmi­ gerða kannabisneytenda og að­ standendum hans. Vegna þessara ranghugmynda samfélagsins lifi fjöl­ skyldur kannabisneytenda oftar en ekki í mikilli skömm yfir ástandinu, hiki við að leita sér hjálpar og ein­ angrist þar af leiðandi enn meir. „Þetta er nánast eins og í „ástandinu“ í gamla daga. Þetta er svo mikil stimplun og auðvitað leið­ „Hann var ýmist inni hjá sér að læra eða á íþróttaæfingum. Hann var alla tíð ótrúlega duglegur og samvisku- samur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Björg Kjartansdóttir Mynd/Í einKaeign. auður Ösp guðmundsdóttir audur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.