Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 6
Helgarblað 25.–28. nóvember 20166 Fréttir Glæsibær · Sími: 571 0977 · Opið 10-18 · www.deluxe.is Fjölbreyttar vörur og úrval meðferða Andlitsbað með lúxusmaska eftir húðgerð hvers og eins, þar sem leitast er eftir því að ná fram því besta fyrir húðina þína með hágæða vörum. Frábær slökun og vellíðan. Vogunarsjóðurinn sem stýrir stærsta eignarhaldsfélagi Íslands n Taconic Capital keypt meira en 20% hlut í Kaupþingi síðan í ágúst n Með mikil ítök í söluferli Arion B andaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital Advisors hefur styrkt stöðu sína enn frekar sem áhrifamesti eig- andi eignarhaldsfélagsins Kaupþings með uppkaupum á bréf- um annarra hluthafa en samtals hef- ur sjóðurinn bætt við sig rúmlega 20 prósenta hlut á aðeins nokkrum mánuðum. Þannig eiga þrjú félög og fjárfestingarsjóðir í nafni Taconic Capital í dag um 38 prósenta hlut í Kaupþingi en í lok ágústmánaðar átti sjóðurinn hins vegar um 15 pró- senta hlut. Þetta má lesa út úr grein- ingu sem stjórn Kaupþings hefur gert um viðskipti með bréf félagsins og DV hefur undir höndum. Kaupþing er stærsta eignarhaldsfélag landsins en samtals námu eignir þess tæplega 438 milljörðum króna í lok þriðja árs- fjórðungs. Verðmætasta einstaka eign Kaupþings er sem kunnugt 87 pró- senta hlutur í Arion banka. Á sama tíma og Taconic Capital hefur meira en tvöfaldað hlut sinn í Kaupþingi á síðustu þremur mánuð- um þá hafa bandarísku vogunarsjóð- irnir Abrams Capital og York Capi- tal, sem voru í hópi stærstu kröfuhafa Kaupþings við samþykkt nauða- samninga í árslok 2015, selt nánast allar kröfur sínar á hendur félaginu. Það sama gerði Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) fyrr í þessum mánuði, eins og áður hefur verið upplýst í DV, þegar félagið seldi rúmlega sex pró- senta hlut sinn í Kaupþingi fyrir um sextán milljarða króna. Ný hluthafa- skrá Kaupþings, sem DV hefur undir höndum og var birt fyrr í þessari viku, staðfestir að Taconic Capital var kaupandi að stærstum hluta þeirra bréfa sem Seðlabankinn seldi frá sér. Næststærsti hluthafi Kaupþings er bandaríski vogunarsjóðurinn Och- Ziff Capital með ríflega 14 prósenta hlut í gegnum félagið Sculptor Invest- ments í Lúxemborg. Mikil ítök í söluferli Arion Taconic Capital, sá sem stýrir um- svifum sjóðsins hér á landi er Banda- ríkjamaðurinn Keith Magliana, stendur því núna einn eftir sem langsamlega stærsti einstaki hlut- hafi Kaupþings – og í krafti þeirrar stöðu er vogunarsjóðurinn í senn með afar mikil ítök í söluferli Arion banka. Til marks um áhrif sjóðs- ins innan Kaupþings, eins og áður hefur verið rakið á síðum blaðsins, þá voru þeir Paul Copley, stjórnar- formaður og forstjóri félagsins, og John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, fengnir til liðs við fé- lagið einkum fyrir tilstuðlan Keith. Þá var Madden nýlega settur inn í stjórn Arion banka og er hann sá eini í átta manna stjórn bankans með beint tengsl við Kaupþing. Félög á vegum Taconic Capi- tal eru ekki aðeins óbeint eigendur að einum stærsta banka landsins, í gegnum eignarhald sitt á Kaupþingi, heldur hefur vogunarsjóðurinn jafn- framt fjárfest umtalsvert í íslenskum ríkisskuldabréfum og skráðum fé- lögum í Kauphöll Íslands á undan- förnum misserum, samkvæmt heim- ildum DV. Þá er ekki óhugsandi að sjóðurinn muni, samhliða yfirstand- andi söluferli á Arion banka, sýna því áhuga að kaupa hlut í bankanum og verða þannig beinn eigandi að Arion banka. Viðræður standa nú yfir við erlenda og íslenska fjárfesta, meðal annars ýmsa lífeyrissjóði, sem skoða þann möguleika að kaupa hlut í Arion banka en í kjölfarið hyggst Kaupþing halda almennt hlutafjárútboð og skrá bankann í bæði Kauphöll Íslands og í Kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð á fyrri helmingi næsta árs. Ein stærsta fjárfesting sjóðsins Bandaríski vogunarsjóðurinn, sem byrjaði fyrst að kaupa kröfur á Kaup- þing árið 2012, er með eignir í stýringu upp á um tíu milljarða Bandaríkja- dala, sem jafngildir um 50 prósentum af landsframleiðslu Íslands. Varlega áætlað gæti tæplega 40 prósenta hlutur Taconic í Kaupþing verið met- inn á um 100 til 120 milljarða króna. Sú staða sem Taconic Capital hefur byggt upp í Kaupþingi er því hlutfalls- lega stór af heildareignasafni sjóðs- ins sem sýnir sig meðal annars í því að Frank Brosens, stofnandi og eig- andi vogunarsjóðsins, hefur haft tals- verða aðkomu að fjárfestingu félags- ins í Kaupþingi. Brosens, sem starfaði um tuttugu ára skeið hjá Goldman Sachs áður en hann stofnaði Tacon- ic Capital árið 1999, kom síðast til Ís- lands í júní síðastliðnum, samkvæmt upplýsingum DV, þar sem hann sótti meðal annars boð í bandaríska sendiráðinu með ýmsu áhrifafólki úr íslensku efnahagslífi. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir að hluthafaskrá Kaupþings sýni að þrjú félög og sjóðir í nafni Taconic Capital eigi að lágmarki 38 prósenta hlut í íslenska eignarhaldsfélaginu þá er ómögulegt að fullyrða um hver sé raunverulegur eignarhlutur sjóðsins. Þannig er ekki útilokað að hlutur vog- unarsjóðsins í Kaupþingi sé í reynd enn stærri þar sem hann gæti einnig verið eigandi að hlutdeildarskírtein- um í sjóðum fjármálafyrirtækja á borð við Deutsche Bank, Goldman Sachs og Citigroup. n Hörður Ægisson hordur@dv.is Benedikt kjörinn í stjórn Kaupþings Benedikt Gíslason, fyrrverandi ráðgjafi fjármála- og efnahagsráðherra við fram- kvæmd áætlunar íslenskra stjórnvalda um losun hafta, og Ítalinn Piergiorgio Lo Greco, sem starfaði um árabil sem vogunarsjóðstjóri í London, voru kjörnir í stjórn Kaupþings á sérstökum hlutahafafundi félagsins sem fór fram síðastliðinn miðvikudag. DV hafði áður upplýst um að þeir myndu taka sæti í stjórn félagsins en ákveðið var að boða til hluthafafundarins aðeins fjórum dög- um eftir að Jóhannes Rúnar Jóhannsson, fyrrverandi formaður slitastjórnar Kaup- þings, sagði sig úr stjórn eignarhalds- félagsins 3. nóvember. Benedikt og Piergiorgio voru kjörnir með öllum greiddum atkvæðum á fundinum en fulltrúar hluthafa sem eiga samtals 82,5% hlut í Kaupþingi mættu á hluthafafundinn. Benedikt, sem hefur á undanförnum mánuðum verið einn helsti ráðgjafi Kaupþings við undirbúning að sölu á eignarhlutn- um í Arion banka, sagði sig úr stjórn tryggingafélagsins VÍS samhliða því að hann settist í stjórn Kaupþings. Á meðal dótturfélaga Arion banka er Vörður, fjórða stærsta tryggingafélag landsins. Eftir kjör Benedikts og Piergiorgio er stjórn Kaupþings skipuð fimm manns. Fyrir voru í stjórninni þeir Alan J. Carr, bandarískur lögmaður og stjórnarfor- maður félagsins, Óttar Pálsson, hæsta- réttarlögmaður og einn eigenda LOGOS, og Bretinn Paul Copley, sem gegnir jafnframt starfi forstjóra Kaupþings. Tíu stærstu hluthafar Kaupþings TCA Opportunity Investments Sarl* 26,6% Sculptor Investments Sarl** 14,3% Taconic Sidecar Master Fund* 8,7% Hilcrest Investors 5,9% Trinity Investments 3,8% CCP Credit Aquisition Holdings Luxco 3,4% Deutsche Bank AG, London 3,2% Kaupthing Singer & Friedlander (í slitameðferð) 3,2% Goldman Sachs International 3,1% TCA Event Investments Sarl* 2,7% *Sjóðir á vegum Taconic Capital **Sjóður í eigu Och-Ziff Capital Management Stofnandi Taconic Frank Brosens. Sjóðstjóri hjá Taconic Keith Magliana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.