Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Side 29
Helgarblað 25.–28. nóvember 2016 Kynningarblað - Brot af því besta 7 Einn öflugasti tónleikastaður landsins Græni hatturinn snýst um lifandi tónlist G ræni hatturinn á Akureyri er fyrir löngu orðinn einn þekktasti tónleikastaður landsins en þar halda landsþekktir tónlistarmenn tónleika fyrir fullu húsi þrjú kvöld í viku. Frábær hljómburður og fram- úrskarandi aðstaða gera það meðal annars að verkum að það eru tón- listarmennirnir sjálfir sem hafa samband við staðarhaldarann, Hauk Tryggvason, og panta tón- leika, en ekki öfugt. Oftast er húsið bókað marga mánuði fram í tímann. „Hér er bara opið þegar tónleik- ar eru í gangi og þá er húsið opnað klukkutíma áður en tónleikarnir hefjast, eða klukkan 20 á fimmtu- dagskvöldum og 21 á föstudags- og laugardagskvöldum. Síðan er lokað um klukkustund eftir að tónleik- unum lýkur,“ segir Haukur en hann hefur rekið Græna hattinn frá árinu 2003. Orðspor staðarins sem tón- leikastaðar hefur vaxið jafnt og þétt og er mjög algengt að erlendir tón- listarmenn hafi sambandi og falist eftir því að troða upp á staðnum. „Hér spilaði til dæmis hljóm- sveitin The Sex Pistols Experience í haust en hún flytur tónlist hinnar frægu, ensku pönkhljómsveitar The Sex Pistols. Hin heimsfræga, hollenska rokkhljómsveit Focus spilaði síðan hér í fyrra. Ég hélt reyndar að þetta væri eitthvert grín þegar umboðsmaður þeirra hafði samband enda hélt ég mikið upp á þessa hljómsveit á unglingsárum,“ segir Haukur. Græni hatturinn er til húsa að Hafnarstræti 96 á Akureyri og að sögn Hauks er hljómburður í hús- inu afskaplega góður: „Það er afar góður viður í húsinu og timburloft. Sviðið er síðan alveg pakkað í einangrun. Auk þess höf- um við allt til alls hér fyrir tónlistar- mennina, alla magnara, hljóðkerfi, trommusett, Hammond-orgel og píanó.“ Aðgöngumiðar á tónleika eru seldir á vefsíðunni graenihattur- inn.is og í Eymundsson en síðan eru seldir einhverjir afgangsmiðar á staðnum. Stundum selst þó allt upp á netinu. Nær alltaf er komin löng biðröð áður en tónleikar hefj- ast og húsið orðið fullt um korter eftir opnun. Staðurinn tekur 180 manns í sæti en aðrir gestir njóta tónlistarinn- ar standandi. Bar er á staðnum þar sem hægt er að fá flesta hugsanlega drykki, áfenga sem óáfenga. n Jónas Sig og Ritvélar fram- tíðarinnar Mynd daníel StarraSon Focus John Grant Mynd daníel StarraSon Skálmöld Hjálmar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.