Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 46
Helgarblað 25.–28. nóvember 201634 Menning S aga íslenskrar menningar á 20. öldinni er nokkuð ein- föld: Gunnar, Laxness og Þórbergur, landslagsmálverk, abstrakt og konseptlist, pönkið, Björk og Sigur Rós – eða hvað? Jón Karl Helgason bókmennta- fræðingur fer aðra leið til að segja menningarsögu 20. aldarinnar í ell- efta og síðasta bindi Sögu Íslands sem kom út hjá Hinu íslenska bók- menntafélagi fyrr í mánuðinum. Það eru ekki snillingarnir og stefnurnar sem eru í aðalhlutverki í sögunni heldur sjálft burðarvirki ís- lenskrar nútímamenningar – leik- húsin og skólarnir, söfnin og galleríin, tónleikastaðirnir og bókaútgáfurnar – sem hefur byggst upp á undraverðum hraða á rúmlega hundrað árum. Óhefðbundin nálgun „Að einhverju leyti er ég að andæfa hefðbundinni bókmennta- og lista- sögu. Vegna langvarandi áhrifa frá rómantíkinni hafa flestir nálgast hana sem sögu af snillingum sem hafa unnið sín stórkostlegu verk fyrir allt að því guðlegan innblástur. Mig lang- aði að fara alveg í hina áttina,“ segir Jón Karl um ástæður þess að hann ákvað að segja söguna á þennan hátt. Nálgun Jóns Karls byggir á því sem hann kallar hjólastígskenninguna. Hann segir að fljótlega eftir að hjóla- stígur var lagður meðfram Sæbraut- inni hafi hann tekið eftir því hvernig hann fylltist af hjólreiðamönnum sem höfðu hvergi verið sjáanleg- ir áður. Lagning hjólastíga hvetji fólk til að byrja að hjóla, býr til vettvang fyrir hjólreiðar. Að einhverju leyti býr hjólastígurinn því til hjólreiðamenn- ina. Það sama segir Jón Karl að eigi við um listalífið, þar sem ákveðnir far- vegir þurfi að vera til staðar svo hægt sé að halda tónleika, gera kvikmynd- ir, gefa út bækur og svo framvegis. Burðarvirkið gerir fólki kleift að halda listviðburði og gerast listamenn. Í upphafi aldarinnar var þó lítið um slíka hjólastíga í menningarlíf- inu. Í aðdraganda Íslandsheimsókn- ar Friðriks 8. Danakonungs árið 1907, höfðu ýmsir áhyggjur af skorti á menningarlegri afþreyingu á landinu – það yrði hreinlega að flýja með konunginn til fjalla til að skemmta honum. Á næstu árum voru hins vegar lagðir hornsteinar að mörgum þeim stofnunum sem áttu eftir að verða hvað mikilvægastar í þróun ís- lensks menningarlífs. En af hverju hefst uppbygging á nákvæmlega þessum tíma hér á landi – löngu síðar en hjá flestum Evrópulöndum? „Ég held að það tengist ákveðnum kaflaskilum í sjálfstæðisbarátt- unni. Á árunum 1905 til 1907 voru menn farnir að sjá markverða áfanga í þeirri baráttu. Næsta ára- tug, fram að fullveldinu, komu svo ungir kraftmiklir menn sem höfðu menntað sig erlendis heim úr námi. Þeir lögðu grunn að Háskóla Ís- lands og ýmiss konar menningar- starfi. Það voru þeir sem skilgreindu þessa menningarlegu sjálfstæðisbar- áttu sem næsta verkefni þjóðarinn- ar. Maður sér þessa hugsun birtast víða, að til að vera þjóð með- al þjóða þurfi Íslendingar öflugt menningarlíf. Þetta kemur til að mynda skýrt fram þegar maður les um Alþingis hátíðina árið 1930. Þá vantaði hljómsveit til að sýna erlendu gestunum eitt- hvað annað en hálendið og náttúrufegurð – og það virk- aði eins og vítamínssprauta fyrir tónlistar lífið.“ Bréf til ráðherra „Það er kannski af ákveðn- um menningarpólitískum ástæðum sem ég ákvað að fara þessa leið – að einhverju leyti er ég að skrifa verðandi menntamála- ráðherra 90 síðna bréf,“ segir Jón Karl og leggur áherslu á þann mikla en viðkvæma arf sem ráðherrann fær í hendurnar. „Það er ótrúlegt að í upphafi þess tímabils sem ég er að reyna að ná tangarhaldi á, í kringum árið 1910, er Leikfélag Reykjavíkur eina alvöru menningarstofnunin á landinu. Að- eins þar fór fram starf sem nálgað- ist það að vera faglegt – þótt það hafi auðvitað verið aukavinna fyrir alla sem að því stóðu. Á næstu 90 árum byggðist hins vegar upp ótrúlega fjölbreytilegt menningarkerfi sem hefur verið farvegur fyrir fagfólk í öllum helstu listgreinum samtímans. Það er kraftaverk að þjóð sem átti sér nánast enga listræna hefð nema í bókmenntum fyrir hundrað árum, skuli vera að skila af sér menningar- afurðum sem ná máli alþjóðlega,“ segir hann. „Þetta Vinnum fyrir öll tryggingafélög Skútuvogi 12h, Reykjavík S: 568-9620 - bilaretting.is Útvegum bifreið meðan á viðgerð stendur Listamenn þurfa hjólastíga n Jón Karl Helgason skrifar um menningarlíf Íslendinga á 20. öld í nýjasta bindi „Þetta er eitthvað sem okkur, og þeim sem standa í for- ystu í menningarlífinu, er trúað fyrir. En það er ofboðslega auðvelt að eyðileggja þetta allt. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Metsölulisti Eymundsson 17.– 23. nóvember 2016 Allar bækur 1 PetsamoArnaldur Indriðason 2 AflausnYrsa Sigurðardóttir 3 Pabbi prófessor Gunnar Helgason 4 Elsku Drauma mín Vigdís Grímsdóttir 5 Þín eigin hrollvekjaÆvar Þór Benediktsson 6 SvartalognKristín Marja Baldursdóttir 7 TvísagaBryndís Halla Bragadóttir 8 Dagbók Kidda klaufa 8 Jeff Kinney 9 Ljúflingar - Prjónað á smáa og stóra Hanne Andreassen / Torunn Steinsland 10 Drungi Ragnar Jónasson Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.