Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Side 46
Helgarblað 25.–28. nóvember 201634 Menning S aga íslenskrar menningar á 20. öldinni er nokkuð ein- föld: Gunnar, Laxness og Þórbergur, landslagsmálverk, abstrakt og konseptlist, pönkið, Björk og Sigur Rós – eða hvað? Jón Karl Helgason bókmennta- fræðingur fer aðra leið til að segja menningarsögu 20. aldarinnar í ell- efta og síðasta bindi Sögu Íslands sem kom út hjá Hinu íslenska bók- menntafélagi fyrr í mánuðinum. Það eru ekki snillingarnir og stefnurnar sem eru í aðalhlutverki í sögunni heldur sjálft burðarvirki ís- lenskrar nútímamenningar – leik- húsin og skólarnir, söfnin og galleríin, tónleikastaðirnir og bókaútgáfurnar – sem hefur byggst upp á undraverðum hraða á rúmlega hundrað árum. Óhefðbundin nálgun „Að einhverju leyti er ég að andæfa hefðbundinni bókmennta- og lista- sögu. Vegna langvarandi áhrifa frá rómantíkinni hafa flestir nálgast hana sem sögu af snillingum sem hafa unnið sín stórkostlegu verk fyrir allt að því guðlegan innblástur. Mig lang- aði að fara alveg í hina áttina,“ segir Jón Karl um ástæður þess að hann ákvað að segja söguna á þennan hátt. Nálgun Jóns Karls byggir á því sem hann kallar hjólastígskenninguna. Hann segir að fljótlega eftir að hjóla- stígur var lagður meðfram Sæbraut- inni hafi hann tekið eftir því hvernig hann fylltist af hjólreiðamönnum sem höfðu hvergi verið sjáanleg- ir áður. Lagning hjólastíga hvetji fólk til að byrja að hjóla, býr til vettvang fyrir hjólreiðar. Að einhverju leyti býr hjólastígurinn því til hjólreiðamenn- ina. Það sama segir Jón Karl að eigi við um listalífið, þar sem ákveðnir far- vegir þurfi að vera til staðar svo hægt sé að halda tónleika, gera kvikmynd- ir, gefa út bækur og svo framvegis. Burðarvirkið gerir fólki kleift að halda listviðburði og gerast listamenn. Í upphafi aldarinnar var þó lítið um slíka hjólastíga í menningarlíf- inu. Í aðdraganda Íslandsheimsókn- ar Friðriks 8. Danakonungs árið 1907, höfðu ýmsir áhyggjur af skorti á menningarlegri afþreyingu á landinu – það yrði hreinlega að flýja með konunginn til fjalla til að skemmta honum. Á næstu árum voru hins vegar lagðir hornsteinar að mörgum þeim stofnunum sem áttu eftir að verða hvað mikilvægastar í þróun ís- lensks menningarlífs. En af hverju hefst uppbygging á nákvæmlega þessum tíma hér á landi – löngu síðar en hjá flestum Evrópulöndum? „Ég held að það tengist ákveðnum kaflaskilum í sjálfstæðisbarátt- unni. Á árunum 1905 til 1907 voru menn farnir að sjá markverða áfanga í þeirri baráttu. Næsta ára- tug, fram að fullveldinu, komu svo ungir kraftmiklir menn sem höfðu menntað sig erlendis heim úr námi. Þeir lögðu grunn að Háskóla Ís- lands og ýmiss konar menningar- starfi. Það voru þeir sem skilgreindu þessa menningarlegu sjálfstæðisbar- áttu sem næsta verkefni þjóðarinn- ar. Maður sér þessa hugsun birtast víða, að til að vera þjóð með- al þjóða þurfi Íslendingar öflugt menningarlíf. Þetta kemur til að mynda skýrt fram þegar maður les um Alþingis hátíðina árið 1930. Þá vantaði hljómsveit til að sýna erlendu gestunum eitt- hvað annað en hálendið og náttúrufegurð – og það virk- aði eins og vítamínssprauta fyrir tónlistar lífið.“ Bréf til ráðherra „Það er kannski af ákveðn- um menningarpólitískum ástæðum sem ég ákvað að fara þessa leið – að einhverju leyti er ég að skrifa verðandi menntamála- ráðherra 90 síðna bréf,“ segir Jón Karl og leggur áherslu á þann mikla en viðkvæma arf sem ráðherrann fær í hendurnar. „Það er ótrúlegt að í upphafi þess tímabils sem ég er að reyna að ná tangarhaldi á, í kringum árið 1910, er Leikfélag Reykjavíkur eina alvöru menningarstofnunin á landinu. Að- eins þar fór fram starf sem nálgað- ist það að vera faglegt – þótt það hafi auðvitað verið aukavinna fyrir alla sem að því stóðu. Á næstu 90 árum byggðist hins vegar upp ótrúlega fjölbreytilegt menningarkerfi sem hefur verið farvegur fyrir fagfólk í öllum helstu listgreinum samtímans. Það er kraftaverk að þjóð sem átti sér nánast enga listræna hefð nema í bókmenntum fyrir hundrað árum, skuli vera að skila af sér menningar- afurðum sem ná máli alþjóðlega,“ segir hann. „Þetta Vinnum fyrir öll tryggingafélög Skútuvogi 12h, Reykjavík S: 568-9620 - bilaretting.is Útvegum bifreið meðan á viðgerð stendur Listamenn þurfa hjólastíga n Jón Karl Helgason skrifar um menningarlíf Íslendinga á 20. öld í nýjasta bindi „Þetta er eitthvað sem okkur, og þeim sem standa í for- ystu í menningarlífinu, er trúað fyrir. En það er ofboðslega auðvelt að eyðileggja þetta allt. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Metsölulisti Eymundsson 17.– 23. nóvember 2016 Allar bækur 1 PetsamoArnaldur Indriðason 2 AflausnYrsa Sigurðardóttir 3 Pabbi prófessor Gunnar Helgason 4 Elsku Drauma mín Vigdís Grímsdóttir 5 Þín eigin hrollvekjaÆvar Þór Benediktsson 6 SvartalognKristín Marja Baldursdóttir 7 TvísagaBryndís Halla Bragadóttir 8 Dagbók Kidda klaufa 8 Jeff Kinney 9 Ljúflingar - Prjónað á smáa og stóra Hanne Andreassen / Torunn Steinsland 10 Drungi Ragnar Jónasson Arnaldur Indriðason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.