Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 19
Helgarblað 25.–28. nóvember 2016 Umræða 19 mér að vitna í grein úr Skírni eftir Eirík Rögnvaldsson prófessor: „Á undanförnum árum hafa komið fram ýmsar skýrslur um nauðsyn þess að styrkja íslenskuna í stafrænum heimi og gera hana gjaldgenga í samskiptum okkar við tölvur og tölvustýrð tæki. Nú er þörf á aðgerðum. Þetta merkir í fyrsta lagi að við- mót algengs hugbúnaðar (valmynd- ir, hjálpartextar o.s.frv.) þarf að vera íslenskt; í öðru lagi að til þarf að vera ýmiss konar hugbúnaður sem liðsinnir og leiðbeinir notendum við notkun íslensks máls (leiðréttingar- forrit, þýðingarforrit, hjálparforrit fyrir fatlaða); og í þriðja lagi að unnt á að vera að nota íslensku sem samskiptamál við ýmiss konar tölvu- og tæknibúnað (upplýsinga- kerfi, þjónustuver, tölvustýrð tæki af ýmsu tagi).“ Hann segir svo frá opinberri málstefnu meðal annars um ís- lenskun notendahugbúnaðar fyrir skólakerfið og opinberar stofnanir, uppbyggingu, eflingu og opnun mállegra gagnasafna, gerð þýðingar- forrita og leiðréttingarforrita, endur- bótum á talgreini og talgervli, o.fl. En þótt málstefnan væri samþykkt ein- róma á Alþingi 12. mars 2009 fylgdu engar tillögur um að ráðist yrði í þessar aðgerðir, hvað þá að fé væri veitt til þeirra. „Í ársbyrjun 2010 skipaði mennta- og menningarmálaráð- herra þó nefnd „til að fylgja eftir stefnu um notendaviðmót á íslensku í skólum og […] gera áætlun um aðrar aðgerðir sem tilgreindar eru í málstefnunni um ís- lensku í tölvuheimin- um“. En um það leyti sem nefndin skil- aði af sér var gefin út ítar leg skýrsla undir heitinu Íslensk tunga á stafrænni öld / The Icelandic Language in the Digital Age. Þetta var afrakstur viðamikils evrópsks verkefnis, META-NET, sem stóð yfir árin 2011–2013 og tók til 30 evrópumála. Íslenska er ekki í bráðri hættu, þrátt fyrir yfirburði enskunnar í mál- tækni og tölvumálvísindum. Á hinn bóginn gæti staðan gerbreyst á svip- stundu þegar ný kynslóð tækninnar fer fyrir alvöru að ráða við mannlegt mál á skilvirkan hátt. […] Tungumál sem jafnvel mjög fáir tala geta lifað af, verði fullnægjandi máltækni- búnaður tiltækur. Án slíks búnaðar munu jafnvel stórþjóðatungumál verða í mikilli hættu. Eigi íslenska að vera lífvænleg þjóðtunga í þróuð- um heimi verður hún að geta staðið undir kröfum upplýsingatækninnar. Fjárfesting í máltækni verður því að vera grunnþáttur í framkvæmd ís- lenskrar málstefnu. Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmálaráðherra að skipa nefnd sérfræðinga í málvís- indum og upplýsingatækni sem geri áætlun um aðgerðir er miði að því að gera íslensku gjaldgenga í staf- rænni upplýsingatækni og stuðla að notkun hennar á þeim vettvangi: að fjárfest verði í íslenskri mál- tækni með sérstakri langtíma áætlun til 10 ára sem styrki bæði doktors- nema og einstök tækniþróunar- og innviðaverkefni og fylgi þannig for- dæmi nokkurra Evrópuþjóða sem við berum okkur gjarnan saman við. Nefndin áætlar að það þurfi um einn milljarð króna til að byggja nauðsyn- legan grunn þannig að í lok áætlun- arinnar verði íslenskan komin í flokk nágrannatungumála þegar litið er til stuðnings við máltækni. Þetta er vissulega mikið fé, en nefndin telur að á þessu sviði eigi þjóðin ekkert val, sé raunverulegur vilji til þess að gera Íslendingum kleift að halda áfram að nota íslensku á öllum svið- um þjóðlífsins.“ Mælir Eiríkur Brynjólfsson mál- fræðiprófessor. Og þetta segir verkfræðingurinn Ég bar þetta sama mál undir Heimi Þór Sverrisson, rafmagns- og hug- búnaðarverkfræðing, og hann svaraði: „Ég hef stundum heyrt fólk gera grín að þessum málaflokki með því að vísa til þess að það sé nú ekki mikil þörf fyrir ísskápa sem skilja mælt mál. Það er vissulega rétt, en nokkur ár eru síðan raddstýrðar þvottavélar komu á markað. Mér hefur alltaf fundist notendaviðmót þvotta- véla frekar óþjált, sérstaklega þegar maður hefur í huga hversu auðvelt er að eyðileggja viðkvæmar flíkur með rangri þvottastillingu. Heimilistækin eru smátt og smátt að þróast til ein- földunar með raddstýringu, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Önnur notkunardæmi máltækni eru kannski nærtækari. Mikill meirihluti Íslendinga eignast nú snjallsíma við tíu ára aldurinn. Þessi tæki hafa hafa þróast úr farsímum yfir í mjög öflugar handhægar sítengdar tölvur (reyndar enn með símavirkni). Það er ekki tilviljun að stórstígustu framfarir í máltækni tengjast þessum tækjum. Auk þess að vera gríðarlega útbreidd og með sívaxandi reiknigetu eru þau nærri sítengd við Internetið og hafa inn- byggða góða hljóðnema, hátalara og skjái. Upphaflega voru forrit eins og Siri í Apple-sím- um lítið annað en einfalt viðmót ofan á leitarvél. Nú er svo komið að fjöldi símaforrita getur notað talað mál í stað þess að krefjast innslegins texta frá pínulitlu lyklaborði. Sumir vinnufélaga minna hafa þannig ein- göngu sent radd- SMS í nokkur ár. Mestur munur finnst mér sjálfum reyndar vera á tölvunotkun í akstri. Ég get auð- vitað sagt sím- anum hvert ég vil fara, í stað þess að pikka það inn, en það sem skipt- ir meira máli samt er að ég hlusta á akstursleiðbeiningarnar miklu frekar en að stara á símaskjáinn. Þannig get ég fylgt leiðbeiningunum án þess að taka augun af umferðinni. Langi mig í te á miðri leið get ég líka spurt símann hvar sé best að stoppa á kaffihúsi, án þess að valda stórkost- legri hættu í umferðinni við að pota í skjályklaborðið. Oft hef ég reyndar leiðsöguna í gangi þótt ég rati ágæt- lega þá leið sem ég er að fara, því síminn stingur gjarnan upp á betri leið þegar eitthvað óvænt, eins og árekstur, kemur upp á leiðinni. Eins og þú veist bý ég í Bandaríkj- unum og öll þessi samskipti sem ég var að lýsa eiga sér stað á ensku. Ég hugsa aftur á móti oft um það hvað þurfi til að íslenska verði nothæf í þessu samhengi. Okkur vantar ekki þekkingu á Ís- landi til þess að vinna að þessum málum. Árið 2014 var sett á stofn sjálfseignarstofnunin Almanna- rómur. Að henni standa allir helstu sérfræðingar í þessum málaflokki, frá háskólum, fyrirtækjum, stofnun- um og samtökum á Íslandi. Sum- ir aðstandendur Almannaróms höfðu á árunum 2011 og 2012 safn- að 120 þúsund hljóðskrám frá um 600 Íslendingum sem var grunnur Google að greiningu á íslensku tal- máli. Þessi grunnur hefur síðan verið notaður af Google í öllum raddgrein- ingarþjónustum sem þeir bjóða. Það tók Google bara nokkra mánuði að bæta við stuðn- ingi við talaða íslensku í sín kerfi vegna þess að þeir höfðu þá þegar skrifað almennan hugbúnað fyrir talgreiningu. Á Íslandi hefur ekki enn fengist fjármagn til þess að vinna úr þessum sömu gögnum, fimm árum seinna!! Ef Ísland á ekki að sitja alger- lega eftir þegar kemur að tölvusam- skiptum með tali verður að vinna þessa grunnvinnu fyrir opinbert fé, því ekkert einkafyrirtæki sér sér hag í því. Þessi grunnvinna er bara fyrsta skrefið. Til þess að tölvukerfi gagn- ist að einhverju marki er ekki nóg að útfæra bara talgreininguna, sem breytir hljóði í texta. Ofan á hana þarf að bæta málgreiningu sem getur „skilið“ það sem sagt er. Oftast er þessi málgreining háð samhenginu, t.d. ef verið er að taka við fyrirmælum fyrir ökuleið, eða velja tónlist til að spila. Málgreininguna þarf auðvitað einnig að þróa sérstaklega fyrir íslensku. Gervigreind er svo síðasti megin- þátturinn sem notaður er í mál- tækni. Gervigreindin er yfirleitt notuð á öllum stigum greiningar- innar, t.d. til að að „kenna“ hug- búnaðinum mismunandi framburð einstaklinga og útiloka ótækar setn- ingar. Gervigreind er einnig mikil- væg þegar kemur að því að skilja heildarsamhengi og getur þá notað staðsetningu notandans og jafnvel aldur og fyrri störf, ef því er að skipta. Mér sýnist að öll ofangreind svið séu í slíku fjársvelti á Íslandi að til vandræða horfi. Ef við viljum að ís- lenska verði áfram notuð í daglegu lífi og störfum verður hið opinbera að útvega það fjármagn sem þarf til að þróa þau kerfi sem nauðsyn- leg eru í nútíma tækniumhverfi. Að öðrum kosti verður íslenska þjóðin fljótlega algerlega tvítyngd.“ Ný stjórn þarf að grípa til aðgerða Væri um að ræða áþreifanlegri verð- mæti, eins og okkar helstu byggingar sem lægju undir skemmdum, náttúru perlurnar, fiskimiðin, mál- verk gömlu meistaranna eða hand- ritin fornu, þá myndu allir sjá að grípa þyrfti til aðgerða og kosta því til sem þyrfti. Og sama gildir hér, eða jafnvel enn frekar: ekkert er okkur verðmætara en þjóðtungan. Mönnum finnst einn milljarður vera há upphæð, en þetta gæti þó gerst á tíu árum, og þá erum við farin að tala um kepp í sláturtíðinni. Ný ríkis stjórn stendur og fellur með því hvort hún sinni þessu. n „Það gæti gerst nokkuð hratt að íslenskan léti undan síga sem opinbert sam- skiptamál, og úr því gæti þróunin orðið illviðráðan- leg. Ísskápur Munum við eiga orðastað við hann? FÁKASEL - FYRIR ALLA Ingolfshvoll, 816 Ölfus | fakasel@fakasel.is | símI: 483 5050 matur, drykkur og skemmtun Gleraugnaverslunin Eyesland opnar nýja og glæsilega verslun á Grandagarði 13. Mikið úrval af góðum gleraugum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónstu. Opnum augun á nýjum stað! Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Ray Ban umgjörð kr. 24.890,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.