Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 16
Helgarblað 25.–28. nóvember 201616 Fréttir Mekka íssins Erum í miðbæ Hveragerðis Ís í vél, 4 tegundir | Kúluís Pinnaís | Krap | Bragðarefur Ísfrappó | Sælgæti | Franskar Samlokur | Gos | Snakk Bland í poka | Pylsur | Kaffi Opnunartími mán-fim 10 - 21 / fös 10 - 22 lau 12 - 22 og sun 12 - 21 Breiðamörk 10, Hveragerði Mæta ekki í vinnuna en fá 62 milljónir í laun n Líf Brynjars komið í rugl n Mánuður liðinn án þess að þing hafi verið kallað saman A lþingi hefur enn ekki verið kallað saman að afloknum kosningum. Í tvígang hafa stjórnarmyndunarviðræður nú siglt í strand og á meðan sitja þingmenn, nýkjörnir og endur- kjörnir, aðgerðarlausir í bið. Engin þingstörf fara fram, engar þingnefndir eru starfandi enda ekki búið að skipa í þær. Þingmenn njóta hins vegar launa sinna á meðan. Eftir ákvörðun kjararáðs um hækkun launa kjörinna fulltrúa, sem tekin var 29. október, hækkaði þingfararkaup í ríflega 1,1 milljón króna á mánuði. Það þýðir að um komandi mánaðamót þarf íslenska ríkið að greiða tæpar 62 milljónir króna í laun til þingmanna sem hafa þó ekki enn mætt til vinnu. Um 56 þingmenn er að ræða en auk þeirra sitja 7 þingmenn á ráðherrastólum, sinna sínum verkum þar og fá greidd laun fyrir. Þingmenn hafa svo sem ekki setið auðum höndum þennan tæpa mánuð sem liðinn er frá kosningum. Sumir þeirra hafa verið uppteknir við stjórnarmyndunarviðræður en fjarri því allir. Þannig hafa þing- menn Framsóknarflokksins engan þátt tekið í slíkum viðræðum en þeir eru fjórir, utan ráðherra flokksins. Þeir hafa hins vegar ekki sinnt þing- skyldum. „Vil komast í vinnu, takk“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, segir að nú sé nóg komið. Nú verði að fara að kalla saman þing, ekki síst í ljósi þess að nauðsynlegt sé að afgreiða fjárlög. Þá sé þessi bið að setja líf hans á annan endann. „Mér finnst þetta alls ekki gott og það getur ekki dregist leng- ur að þingið komi saman. Það er allt í lagi þó að þing hafi ekki farið á fulla ferð strax eftir kosningar en núna, þegar er að koma desember, verður bara að kalla þing saman. Það setur líka þrýsting á menn að klára þessa stjórnarmyndun.“ Brynjar samsinnir því að ekki sé um góða meðferð á fjármun- um ríkisins að ræða. „Nei, en það er nú margt í ríkisrekstrinum sem ekki er góð meðferð á fjármunum. En þetta er alveg ömurleg staða. Ég þarf helst að hafa alltaf reglu á lífinu, að hafa takt í vinnunni. Ég hafði þá reglu að mæta alltaf klukkan níu á skrifstofuna og var þar allan daginn nema ef ég þurfti á fund út í bæ. Nú er ég búinn að rugla sólarhringnum og þetta er allt komið í rugl. Þess vegna fer ég að horfa á bíómyndir um miðjar nætur eða les bók fram eftir öllu. Þetta er ekki gott, þannig að ég vil komast í vinnu, takk.“ n Allt í rugli Brynjar vill fara að komast í vinnuna enda sé hann búinn að snúa sólarhringnum við og allt komið í vitleysu. Mynd Sigtryggur Ari Freyr rögnvaldsson freyr@dv.is „Nú er ég búinn að rugla sólar- hringnum og þetta er allt komið í rugl Fundaði með útgerðar- mönnum Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur í mörg horn að líta þessa dagana. Eitt verkefna hans á fimmtudag var að svara fyrir meintar dylgjur í sinn garð á Facebook-síðu útvarpsmannsins Frosta Logasonar. Frosti birti fær- slu þar sem fullyrt var að Bene- dikt hefði gengið á fund Guð- mundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, daginn fyrir viðræðuslit um stjórnarmyndun. Gaf Frosti í skyn að það hlyti að hafa verið örlagaríkur fundur. Benedikt bregst við með því að frábiðja sér slíkar dylgjur en viðurkennir að hafa fundað með Guðmundi að hans beiðni. Guð- mundur hafi viljað fá Benedikt til að útskýra „þessar vitlausu hug- myndir Viðreisnar“ um markaðs- leið í sjávarútvegi. Benedikt tók því fagnandi að fá tækifæri til að upplýsa Guðmund og greinir einnig frá því að fundinn hafi líka setið Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. Eftir fundinn hafi forstjórarnir áttað sig á um hvað málið snerist. „Þeir voru kannski ekki sannfærðir um það, en breytingar verða ekki nema samtal eigi sér stað,“ segir Benedikt á Facebook-síðu sinni. Björgunar- sveitarmenn slösuðust Tveir björgunarsveitarmenn slösuðust við leit að manni á Vatnsnesi seint á miðvikudags- kvöld. Mennirnir voru að leita að bónda sem saknað var eftir að hann fór að vitja hrossa í Hlíðardal. Björgunarsveitar- mennirnir sem slösuðust voru saman á vélsleða þegar slys varð og voru þeir fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Bóndinn sem leitað var fannst, kaldur og hrakinn, en um 55 manns komu að leitinni. Var bóndinn fluttur á Heil- brigðisstofnunina á Hvamms- tanga til aðhlynningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.