Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 8
Helgarblað 25.–28. nóvember 20168 Fréttir Enginn 80 milljarða undanskotspottur n Talað um að fjármagna mikilvæg verkefni með því að sækja áætluð skattsvik Ó raunhæft getur verið að tala um að sækja megi 80–100 milljarða króna, sem áætlað hefur verið að skotið sé undan skatti á hverju ári á Íslandi, til að fjármagna uppbyggingu grunn- stoða samfélagsins og önnur mikil- væg verkefni. Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, hefur bæði fyrir og eftir kosningar verið tíðrætt um þessa upphæð og hvernig hana megi nota, auk annarra úrræða, til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir í heilbrigðis- og menntamálum og til að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja. Fræðileg nálgun Víða mátti heyra talað um þennan 80 milljarða undanskotspott í að- draganda kosninga og margir flokk- ar höfðu þá stefnu að taka undanskot frá skatti fastari tökum. Þessi tala, 80 milljarðar, er fengin úr niðurstöðum starfshóps á vegum ríkisskattstjóra sem í fyrra kannaði mögulegt um- fang undanskota frá sköttum hér- lendis. Þar kom fram að rösklega 80 milljarða vantaði upp á þær skatttekj- ur sem umsvif í þjóðfélaginu gáfu vís- bendingar um. Svokallað skattagap. Á þessari upphæð hefur síðan verið hamrað í umræðunni líkt og þarna sé um peninga að ræða sem liggi innan seilingar og þurfi bara að sækja til að ráðstafa í mikilvæg verk- efni. Málið er hins vegar ekki svo ein- falt. Staðreyndin er sú að þarna var um að ræða fræðilega nálgun á því hvernig skattar hefðu átt að skila sér, sem er ekki það sama og að þessir fjármunir gætu verið í hendi, segir ríkisskattstjóri. Viðskipti sem annars færu ekki fram „Það er örugglega hægt að ná ein- hverjum hluta þessara fjármuna með því að herða eftirlitið,“ segir Skúli Egg- ert Þórðarson ríkisskattstjóri í sam- tali við DV. Spurningin sé hins vegar hversu miklu væri hægt að ná. Ástæð- an er sú að skattagapið mælir allt. „Líka viðskipti sem hafa farið fram í skjóli þess að það er dulið hagkerfi, viðskiptum sem myndu ekki fara fram nema af því að þau eru dulin. Menn koma sér saman um einhvers konar undanskot frá sköttum og á grundvelli þeirra undanskota fara fram viðskipti. Ef allt þarf að vera uppi á borðum og aðstæður eru þannig að skattyfirvöld ná öllum upplýsingum getur verið að menn endurmeti það sem þar fer fram.“ Fjölga yrði starfsfólki verulega Meðal kosningaloforða Vinstri grænna, var að stórefla skatteftirlit og skattrannsóknir til að stemma stigu við undanskotum einstaklinga og fyrirtækja frá velferðarkerfinu. Í því samhengi hefur formanninum verið tíðrætt um hina fræðilegu 80– 100 milljarða sem starfshópur ríkis- skattstjóra talaði um. Sem stendur starfa um 250 manns hjá embætti ríkisskattstjóra og á þriðja tug hjá skattrannsóknarstjóra. Skúli Eggert segir aðspurður að fjölga þyrfti starfsmönnum verulega til að koma sem bestum böndum á undanskotin. „Það er alveg ljóst að ef menn raunverulega ætla að ná einhverjum miklum árangri í þessu þarf mjög mikinn mannafla og tilkostnað. En hver króna sem við setjum í beint skatteftirlit mun skila sér margfalt til baka í formi aukinna tekna til ríkis og sveitarfélaga.“ Skúli Eggert bendir á að í fjárauka- lögum fyrir þetta ári hafi embættið fengið 37,5 milljóna viðbótarfram- lag sem sérstaklega var merkt skatt- eftirliti. Það var aukið með ýmsum hagræðingaraðgerðum í því skyni að efla forvarnir. „Og eftir því sem tím- inn líður ætti það að verða til þess að skattagapið minnki.“ Á svipuðu róli og hin Norðurlöndin Landslagið hefur að sögn Skúla breyst í þá veru að nú eru miklu færri undan- skot í gegnum aflandsfélög en fyrir 10 árum. Umtalsverður hluti undan- skota var áður í tengslum við slík félög en það er minnihluti núna vegna þess að færri fara þá leið vegna þess hvern- ig umræðan hefur verið auk þess sem fjármálaumsvif Íslendinga á erlendri grundu hafi minnkað. „Þetta er stöðugt verkefni sem aldrei þrýtur. Ef við metum hvar við erum á róli við önnur lönd þá erum við á mjög svipuðum stað og hin Norðurlöndin og við munum birta úttekt á því á næstunni. Við teljum að ástandið sé skárra hér á landi en í ýmsum öðrum löndum, einkum sunnar í Evrópu og við erum á svip- uðu róli hin Norðurlöndin. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Fræðileg upphæð Vinstri græn hafa talað fyrir því að fjármagna hluta stefnumála sinna og aðgerða með fræðilegum 80 milljörðum sem áætlað hefur verið að skotið sé undan skatti árlega hérlendis. MyNd Sigtryggur Ari Þyrfti mikinn mannafla Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að það muni kosta mikinn mannafla og peninga til að ná miklum árangri í að sækja skattundanskot. Hver króna sem sett sé í skatteftirlit skili sér þó margfalt til baka. „Ef menn raun- verulega ætla að ná einhverjum miklum árangri í þessu þarf mjög mikinn mannafla og tilkostnað. IP Dreifing | www.hrefna.is | hrefna@hrefna.is | sími: 577-3408 Farðu nýjar leiðir og prófaðu gómsætar hrefnulundir á grillið eða á pönnuna snöggsteiktar að hætti meistarakokka Frosið hrefnukjöt fæst í næstu verslun Marinerað & ÓMarinerað hreFnukjöt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.