Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Síða 43
Helgarblað 25.–28. nóvember 2016 Heilsa 31 Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins Á markaðsdeild DV er í boði starf fyrir góðan og harðduglegan starfsmann. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur, samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur, úrlausnamiðaður, hafa áhuga á sölumennsku og markaðsmálum. Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann. Umsóknir sendist á steinn@dv.is Helgi er átta ára gamall, fallegur og prúður drengur. Hann er fæddur í Reykjavík og alinn upp hjá móður sinni. Faðir hans býr erlendis og hefur mjög lítið sam- band við drenginn. Þegar Helgi var þriggja ára gamall fóru að vakna grunsemdir hjá móður hans um að ekki væri allt með felldu þar sem hann sýndi öðrum börnum nánast engan áhuga og virtist vera félagslega einangraður í leikskólan- um. Helgi fór í greiningu þriggja ára gamall þar sem fram komu greinileg einkenni Asperger- heilkennis. Eftir að niðurstöður greiningar lágu fyrir fékk hann sérstuðning á leikskólan- um og um tíma hafði hann stuðn- ingsfjölskyldu á vegum Svæðis- stjórnar fatlaðra sem hann dvaldi hjá þrjá sólarhringa í mánuði. Helgi er nú í 3. bekk í almennum grunn- skóla. Honum gengur ágætlega í náminu. Hann varð læs löngu fyrir skóla aldur en hefur lært í skólan- um að lesa með viðeigandi áhersl- um. Honum finnst erfitt að skrifa og teikna en stærðfræði liggur vel fyrir honum. Móður hans finnst að hann ætti að fá erfiðari stærðfræði- verkefni en hann fær nú í skólan- um. Helgi fær sérkennslu í íþróttum og í fyrravetur var hann í þjálfun hjá talkennara, en hann á erfitt með að bera fram r-hljóð og framburður- inn er stundum óskýr. Nú í vetur fær hann framburðaræfingar til að æfa heima. Utan skólans hefur Helgi sótt ýmis námskeið s.s. í leikrænni tjáningu og hann hefur æft fótbolta síðan í vor. Helgi hefur öll megineinkenni Asperger-heilkennis. Hann samlagast illa jafnöldrum sínum og leitar ekki eftir félagsskap að fyrra bragði. Hann hafði mikinn áhuga á risaeðlum á yngri árum en nú eru það Andrés önd og félagar sem eiga hug hans allan. Einnig hefur hann áhuga á tölvum. Þegar Helgi talar um áhugamál sín breytist talandinn hjá honum. Hann verður óskýr, ræskir sig í sí- fellu og erfitt getur verið að skilja hann. Mál hans er formlegt og hann notar mörg orð sem eru óalgeng í talmáli. Hann sýnir fá svip- brigði og notar ekki handahreyf- ingar máli sínu til stuðnings. Hann tjáir ekki tilfinningar sínar með orðum. Hreyfingar hans eru frem- ur klunnalegar, en honum hefur farið mikið fram í hreyfifærni eftir að hann fór að æfa fótbolta og fékk sérkennslu í íþróttum. Að sögn móður Helga hefur faðir hans ákveðin persónuleika- einkenni sem líkjast einkennum Asperger-heilkennis og föður- afi hans er þekktur fyrir að vera sérvitur og eiga erfitt með mannleg samskipti. Til eru nokkrar alþjóðlegar skilgreiningar á Asperger-heilkenni, sem beitt er sem nokkurs konar kvörðum við greiningu heilkennisins, og eru þær líkar að innihaldi og orðfæri. Eftirfarandi eru greiningarvið- mið bandarísku geðlæknasamtakanna samkvæmt DSM-IV.A. Eðlislæg vanhæfni í félagslegum samskiptum, sem felur í sér a.m.k. tvö af eftirfarandi atriðum: 1 Vanhæfni í beitingu óyrtrar hegðunar eða tjáningar í félagslegum samskiptum, s.s. starandi augnaráð, svipbrigði, líkamsstellingar og líkamshreyfing í félagslegum samskipt- um. 2 Vanhæfni í að mynda eðlileg tengsl við jafnaldra. 3 Skortur á ósjálfráðri þörf fyrir að taka þátt í gleði annarra, áhugamálum eða árangri (m.a. að benda á hluti, sem vekja áhuga annarra). 4 Skortur á félagslegri eða tilfinningalegri gagnkvæmni. Eintrjáningsleg, staglkennd og form- föst hegðunarmynstur, áhugasvið og athafnir, sem fela í sér a.m.k. eitt af eftirfarandi atriðum: 1 Mikill og afbrigðilegur áhugi á einu eða fleirum sérkennilegum og afmörkuðum hugðarefnum. 2 Ósveigjanleg fastheldni á sérstæðar, óhagnýtar venjur eða siði. 3 Formfastar og endurteknar eða stöðugar hreyfingar (s.s. endurteknar handahreyfingar, fingursmellir, flóknar líkamshreyfingar). 4 Brennandi áhugi á tilteknum hlutum. n Framangreindar truflanir valdi klínískt mælanlegri vanhæfni í félagslegum sam- skiptum, starfi eða á öðrum mikilvægum athafnasviðum. n Það er enginn klínískt mælanlegur seinþroski í máli (þ.e. notkun stakra orða við tveggja ára aldur, og orðasambönd í samskiptum við þriggja ára aldur). n Á bernskuskeiði er enginn klínískt mælanleg seinkun á vitsmunaþroska eða sjálfsbjargargetu miðað við aldur, eða í hegðun (annarri en í félagslegum sam- skiptum), og eðlilegri forvitni á umhverfi. n Greining uppfyllir ekki sértækar skilgreiningar um aðrar gagntækar persónuleikatruflanir eða geðklofa. M.ö.o. framangreindir hegðunarþættir verða að vera til staðar í nægjanlega ríkum mæli, þannig að þeir valdi verulegum erfiðleikum á félagslegum sviðum og öðrum þáttum daglegs lífs. Að öðru leyti verður vitsmunalegur þroski, sjálfsbjargargeta, áhugi fyrir umhverfi og almennur málþroski að vera til staðar eftir því sem aldur segir til um. Umhverfi Flest börn með Asperger-heilkenni sækja sinn hverfisskóla og þar, sem annars staðar, þarf að skipuleggja umhverfið með tilliti til sérþarfa þeirra. Reglusemi og skipulagt ferli þarf að vera ríkjandi og kennurum er ráðlagt að finna jafnvægi á milli þess að krefjast að nemandinn fylgi straumnum og þess að hann fái tíma og færi á að sinna og þroska með sér sín eigin áhugamál og sjálfsmynd. Störf þar sem hver dagur líkist öðrum henta yfirleitt vel og umburðarlyndi þarf að ríkja. Hér fylgja nokkrar ábendingar um æskilegt umhverfi og viðeigandi framkomu Asperger-börnum til handa. n Það sem fram fer í skólastofunni skal vera eins reglubundið, skipulagt og fyrirsjáanlegt og kostur er. Börnum með Asperger fellur allt óvænt illa. Það ber að búa þau eftir föngum undir breytingar, þ.m.t. breytingar á fyrri áætlunum, frídög- um o.s.frv. n Reglur skulu settar af varfærni. Mörg þessara barna kunna að fylgja reglum mjög „bókstaflega“. Skýrar og helst skrif- legar reglur og leiðbeiningar eru hjálplegar og skal fylgt eftir á sveigjanlegan hátt. Við kennslu skal starfslið nýta sér að fullu séráhugasvið barnsins. Barninu gengur best við lærdóminn þegar persónuleg áhugamál þess er að finna í námsefninu. n Í kennslunni ber að halda sig skilmerki- lega við efnið. Forðast skal allt það sem barn með Asperger kann að misskilja, s.s. háð, óræðið tal eða orðatiltæki. Útskýra ber og einfalda óhlutbundin hugtök og lýsingar. Flest þeirra eiga gott með að nýta sér sjónrænt efni, s.s. skemu, kort, skrár, myndir o.s.frv. n Sjá skal til þess að öðru starfsliði skól- ans en því, sem annast sjálfa kennsluna, s.s. iðjuþjálfum, skólabílstjórum og starfs- liði mötuneytis og bókasafns sé jafnframt kunnugt um sérstöðu og sérþarfir barnsins, og því hafi verið veittar fullnægjandi leið- beiningar varðandi alla umgengni. n Halda skal hvers kyns valdabaráttu í skefjum. Asperger-börn eiga gjarnan erfitt með að meðtaka ósveigjanleg valdboð eða reiði. Sé komið valdsmannslega fram við þau, bregðast þau við af þvermóðsku og stífni. Hegðun Asperger-barna getur fyrirvaralítið farið úr böndum og er þá oft ráðlegast að starfsfólk gefi eftir og leyfi hlutunum að jafna sig. Best er, ef unnt er að sjá slíkar uppákomur fyrir, að sneiða hjá átökum með því að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða, s.s. róandi framkomu, samninga, benda á valkosti eða beina athygli barns- ins að einhverju öðru. Orsakir Asperger-heilkennis eru óþekktar. Allar rannsóknir sem birtar hafa verið benda þó til þess að Asperger-heilkenni sem og einhverfa byggist á erfðafræðilegum grunni. Sem dæmi má nefna að báðar truflanirnar finnast gjarnan í sömu fjölskyldum. M.a. hefur komið í ljós að meðal 51 einhverfs einstaklings sem fæddur er eftir 1970 hér á landi, er vitað um fjögur systkini með Asperger-heilkenni, þótt ekki hafi verið leitað að þeim sérstaklega. Hvað varðar Asperger-heilkenni þá má oft greina líkan persónuleika hjá öðru foreldrinu þótt hann sé ekki eins áberandi. Venjulega má finna í fjölskyldunni ætt- ingja sem lýst er sem frekar tilfinningadaufum, einrænum og sérstæðum persónuleika. Tiltölulega mörg börn með Asperger-heilkenni hafa mælanlegan heilaskaða eða skerta heilastarfsemi. Í könnun, sem framkvæmd var í Gautaborg af Ehlers og Gilberg og birt 1993, kom í ljós að hjá 60% barna með Asperger-heilkenni fundust truflanir á heilastarf- semi eða litningagallar. Þetta má bera saman við 80% tilfella hjá börnum með barna- einhverfu á háu stigi og fá prósent tilfella hjá „venjulegu“ fólki. Stór hluti einstaklinga með Asperger-heilkenni hefur þó eðlilega greind eða greind yfir meðallagi. Kenningar eru uppi um að orsakir Asperger-heilkennis megi rekja til skaða eða trufl- unar í þeim hlutum hægra heilahvels sem stjórna ýmsum samskiptaþáttum. Einhverfa er hins vegar talin orsakast af skaða í samsvarandi hlutum beggja heilahvela. Talstarfsemi myndi þá eiga sér stað í vissum hlutum vinstra heilahvels og félagsleg samskipti í sam- svarandi hluta hægra heilahvels. Sú spurning hefur komið upp hvort ekki sé einfaldlega um að ræða frávik á sama sjúkdómi. Um getur verið að ræða taugafrumur sem eru óvirkar eða skaddaðar. Báðir sjúkdómarnir hafa í för með sér félagslega skerðingu, en hjá einhverfum vantar venjulega einnig upp á málþroska og hjá einstaklingum með Asperger-heilkenni vantar upp á almenna hreyfifærni. Ekki virðist vera hægt að finna samhengi milli félagslegra aðstæðna og Asperger-heilkennis. Greiningarviðmið Orsakir Reynslusaga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.