Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 15
Helgarblað 25.–28. nóvember 2016 Fréttir 15 Einu eggin á neytendamarkaði með löggilda vottun Lífrænu hænurnar hjá Nesbúeggjum • Fá lífrænt fóður • Fá mikið pláss • Njóta útiveru nesbu.is NESBÚ EGG „Vildi að hann hefði aldrei gert þetta“ ir það til þess að foreldrarnir kenna sjálfum sér um hvernig fór. Það er erfitt að viðurkenna að svona fóru einfaldlega hlutirnir og maður fékk engu um það ráðið.“ Björg bætir því við að í kjölfar þess að hún ákvað að tjá sig opin- skátt um sögu sonar síns hafi fjöldi foreldra sett sig í samband við hana og þakkað henni fyrir hugrekkið. Þau viti hve erfitt það sé að stíga fram og til þess þurfi mikinn kjark. „Það hefur reynst heilmikil áskorun fyrir mig að opna munninn og tjá mig um þetta. Að sjálfsögðu óttast maður sleggjudóma fólks. En ég veit líka sjálf hvaða uppeldi son- ur minn fékk og hvernig manneskja hann er.“ Hugmynd um vettvangsteymi Í gegnum vegferð sonar síns kveðst Björg margoft hafa rekið sig á það hversu fá haldreipi séu til staðar fyrir ungmenni sem tekst ekki að losa sig úr neyslu og fjölskyldur þeirra. „Við fengum svo misvísandi skila- boð. Ég hef talað við prest, ég hef talað við námsráðgjafa, félagsráð- gjafa og sálfræðinga hjá Félagsþjón- ustunni, geðlækna, heilsugæslu- lækna og meðferðarstofnanir. En það var eins og enginn vissi almennilega hvað ætti að gera.“ Hún segir son sinn tvisvar hafa leitað sér hjálpar hjá göngudeild Landspítalans fyrir átján ára aldur, um það leyti sem neyslan stóð sem hæst. „Í bæði skiptin kom hann og sagð- ist vera í neyslu og þurfa hjálp. Svar- ið sem hann fékk var að hann ætti að fara heim og hreyfa sig meira. Við vissum ekki fyrr en löngu seinna af þessum heimsóknum hans á spítal- ann og það var ekkert haft samband við okkur foreldrana eins og á að gera þegar krakkar eru yngri en 18 ára og leita sjálfir á spítala. Ég kemst ekki hjá því að hugsa hvernig það hefði farið ef einhver hefði gripið þarna inn í og sett sig inn í líf þessa drengs sem var að biðja um hjálp en ég veit svo sem að ég reyndi allt sem ég gat til að finna hjálp fyrir hann. Hana var bara ekki að fá í okkar samfélagi.“ Björg brennur fyrir málefninu og hefur leitað bæði til Rauða krossins sem og ráðamanna með hugmynd sem fyrir löngu er búið að koma í verk í nágrannalöndum okkar, úr- ræði sem gæti mætt þörfum ung- menna í vanda og fjölskyldum þeirra. Um er að ræða vettvangsteymi á veg- um Rauða krossins sem kæmi þá til með að grípa inn í vandann og gegna hlutverki bakhjarls. „Í teyminu gæti verið fagaðilar á borð við félagsráðgjafa, fjölskyldu- ráðgjafa, fíkniefnaráðgjafa, ráðgjafa frá SÁÁ, og jafnvel prestar. Aðilar sem vinna annars staðar dagsdag- lega en yrðu kallaðir til ef þess þyrfti, og þá á heimili fólks. Teymið myndi halda utan um fjölskylduna og hjálpa henni að komast í gegnum þennan vanda. Vera vinur á ögurstundu.“ Björg nefnir sem dæmi að svip- uðu úrræði hafi verið komið á fót í Finnlandi, með gríðarlega góðum árangri. Hún er vongóð, en gerir sér grein fyrir að málið strandi á skorti á fjármagni og tregðu kerfisins til að setja geðheilbrigðismálin í forgang. „Eins og hefur svo oft verið sagt, þá þetta eru óhreinu börnin hennar Evu. Það er enginn sem grípur inn í og gerir þetta að sínu. Það verður að hjálpa fjölskyldum í þessum vanda og um leið og vandinn kemur upp.“ Umræða á villigötum Björg segir mikilvægt að samfélagið opni augun fyrir því að kannabis- neysla ungmenna sé raunverulegur vandi, og mun stærri en fólk geri sér almennt grein fyrir. Ef til vill geti saga sonar hennar haft einhvers konar forvarnargildi. „Hann væri ekki að kljást við þennan eftirmála ef ekki væri fyrir kannabisneysluna. Efnið smýgur inn í heilabörkinn og er í mörg ár að skila sér út úr líkamanum. Hann óskar þess sjálfur heitt að hann hefði ekki gert þetta. Þá væri hann ef til vill í dag búinn með nám og farinn að koma sér fyrir í lífinu.“ Björg leggur þó áherslu á að strák- urinn hennar sé yndislegur sonur eins og hann er einmitt í dag. Það þýði ekkert að vera með neitt „hefði“. „Hann er bara frábær og ég veit að hann á bjarta framtíð fyrir hönd- um þó að hann þurfi að fara aðra leið í lífinu en mamman eða hann sjálfur sáu fyrir þegar hann var 16 ára. „Þeir sem hafa rómantískar hug- myndir um kannabis og telja að þar sé skaðlaust efni á ferð ættu kannski að ímynda sér hvernig það er að vera vistaður á geðdeild,“ segir Björg því næst og vísar í reynslu sonar síns af vist á geðdeildum Landspítalans. „Að þurfa að kúldrast einn inni í fimm fermetra, lokuðu herbergi inni á lok- aðri deild og þurfa að heimsækja fjöl- skyldu sína í fylgd starfsmanna vegna þess að viðkomandi er svo uppdóp- aður af geðlyfjum. Ég get ekki ímynd- að mér að einhver óski þess.“ Þegar talið berst að afglæpavæð- ingu kannabisefna telur Björg að byrjað sé á öfugum enda. „Yfirvöld verða að tala af ábyrgð um afglæpa- væðingu. Ég skil þessa umræðu sem snýst um að taka peningana úr undir- heimunum og setja í ríkiskassann. En í mínum huga eigum við að byrja á að upplýsa krakka umbúða- laust um skaðsemi efnisins og hversu hættulegt það er áður en við förum að einblína á það að taka peninga úr holræsinu? Þetta er svo röng nálgun. Það þarf að byrja á því að ræða um vandann sem er að krauma undir.“ n Helmingur ungmenna með geðklofa notar kannabis Kannabisefni eru algengustu ólöglegu vímuefnin á Íslandi en fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að langvarandi og tíð kannabisneysla getur valdið greindarskerðingu og auk­ ið hættu á geðrofi og geðklofa, þá sérstaklega meðal ungmenna. DV greindi frá því að ágúst í fyrra að samkvæmt gögnum Sameinuðu þjóðanna neyta Íslendingar hlutfallslega mest af kannabis af íbúum Evrópu og Bandaríkjanna. Gögnin ná til allra Evrópuþjóða og Bandaríkjanna frá árunum 2003 til 2014 en samkvæmt þeim eru á bilinu 160 til 190 af hverjum 1.000 Íslendingum sem neyta kannabis að minnsta kosti einu sinni á ári. Samkvæmt úttekt Morgunblaðsins frá árinu 2014 er kannabis algengasta eiturlyfið meðal Evrópubúa en 76 milljónir íbúa álfunnar hafa prófað kannabis um ævina. Þriðj­ ungur fanga á Íslandi situr inni fyrir fíkniefni og algengast er að fólk prófi kannabisefni fyrst á aldrinum 18–19 ára. Þá kom fram að flest þeirra ungmenna sem fara í meðferð á Vogi eru kannabisfíklar. Efnin sterkari en áður fyrr Í samtali við RÚV í maí síðastliðnum sagði Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir á fíkni­ geðdeild Landspítala, að að jafnaði liggi einn til þrír inni á deildinni vegna geðrofssjúk­ dóma sem tengja megi kannabisnotkun. Oft séu þeir skjólstæðingar deildarinnar sem glíma við geðrofssjúkdóma í blandaðri neyslu en sú sé þó ekki alltaf raunin; þeir sem hafi byrjað að reykja um aldamótin og haldið því áfram séu sumir að finna fyrir afleiðingunum núna. Taldi Sigurður það jafnframt áhyggjuefni að efni á markaði hafi orðið sterkari undan­ farin ár, áhrifin á heilann verði þar af leiðandi meiri og geðræn einkenni komi fram fyrr. Jafnframt kom fram í samtali Sigurðar við fréttastofu RÚV að um helmingur ung­ menna með geðklofa noti kannabis eða önnur vímuefni. Stundum væri kannabis orsaka­ valdur en einnig virtist sem ungmenni með geðklofa hafi tilhneigingu til að leita í efnið. Að sögn Sigurðar svara þessir einstaklingar mun síður meðferð og verða geðrofseinkenni svæsnari í neyslu. Vilja fylgja eftir erlendri þróun Umræðan um lögleiðingu og afglæpavæðingu kannabis hefur orðið sífellt háværari undanfarin ár en kannabis er nú leyft í sjö fylkjum í Bandaríkjunum. Var Colorado fyrst til þess að lögleiða kannabis, árið 2014. Þá hefur danska þingið samþykkt lög sem heimila alvarlega veiku fólki að reykja og neyta kannabisefna. Í samtali við Stöð 2 fyrr í mánuðinum sagði Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suður­ kjördæmi, að Píratar vildu fylgja þeirri þróun sem átt hefur sér stað erlendis. „Við höfum talað fyrir mjög hóflegum skrefum í átt að því sem er að gerast í heiminum. Við viljum byrja á því að afglæpavæða einkanotkun þannig að þeir sem eru fíklar geti leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu.“ Á vef SÁÁ kemur fram að kannabisefni séu einu ólöglegu vímuefnin á Vesturlöndum sem eigi sér aðdáendahóp, „kannabisbullurnar“ sem berjast skipulega fyrir lögleiðingu þeirra. „Nú er algeng sú skoðun að efnin séu skaðlítil eða skaðlaus og er slíku viðhorfi haldið við með upplýsingum sem stangast á við nýjustu vísindarannsóknir og þekkingu. Þessar röngu upplýsingar berast ungu fólki í gegnum fjölmiðla og Netið og koma frá þeim sem berjast fyrir auknu frjálsræði varðandi kannabis.“ „Leikur að eldinum“ Í viðtali við Fréttablaðið í júní 2014 lýsir Píratinn Halldór Auðar Svansson því hvernig kannabisneysla varð til þess að hann greindist með geðrof árið 2010. Þar segist hann hafa byrjað að missa alla raunveruleikatilfinningu og samsama sig tvíburabróður sínum, Kára Auðar Svanssyni, sem einnig hefur glímt við andleg veikindi en hann greindist með geðklofa fyrir tólf árum. „Það er gefið að kannabis er áhættuþáttur í sálrænum kvillum. Sérstaklega ef fólk byrjar snemma, sem ég gerði reyndar ekki. Og það er eins með áfengið, þegar heilinn er í mótun þá hefur þetta áhrif og getur haft áhrif síðar. Ég held að maður sé alltaf að leika sér að eldinum, sérstaklega ef maður á einhverja fjölskyldusögu,“ segir Halldór í viðtalinu en hann náði fullum bata þegar hann hætti að nota gras. „Ég jafnaði mig um leið og ég hætti neyslu.“ geðdeild og árangurslaus úrræði n Vonarstjarna, landsliðsmaður og afburðanemandi„Hann fer lítið út og er mikið einn í íbúðinni sinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.