Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Síða 26
Helgarblað 25.–28. nóvember 20164 Brot af því besta - Kynningarblað Fyrir þá sem þora að vera í skrautlegum sokkum Sokkaskúffan: Þ eim fjölgar sífellt sem hafa gaman af að vera í skraut- legum, fallegum og jafn- vel skrýtnum sokkum, á meðan þeim fækkar sem líta á sokka sem hvers- dagslega nauðsyn ein- göngu og klæða sig bara í svarta eða gráa sokka á hverjum morgni. Sokkaskúffan er ný og alveg stór- skemmtileg vefversl- un sem býður upp á feikilega mikið úrval af fallegum, litríkum og bráðsniðugum sokkum. Sambýliskonurnar Fríða Agnarsdóttir og Hulda Ólafsdóttir Klein reka Sokkaskúffuna saman, en þær stofnuðu fyrirtækið á ný- liðnu sumri og er lagerinn í einu herbergi á heimili þeirra. Viðtökur hafa verið verulega góðar enda eru litríkir og skrautlegir sokkar sífellt að verða vinsælli. „Við pössum upp á að vera ekki með einlita sokka. Við veljum bara það skrautlega. Við teljum að mark- aðurinn fyrir litríka vöru sé allur að lifna við. Við bjóðum upp á sokka fyrir alla, frá ungbörn- um upp í harðfullorðið fólk. En í augnablikinu er stærsti markaður- inn okkar fyrir krakka- sokka annars vegar og hins vegar kven- sokka,“ segir Fríða í samtali við DV. Blaðamaður spyr hvort fullorðnir karl- menn séu kannski treg- astir til að ganga um í litríkum sokkum. Fríða segir að það megi til sanns vegar færa en þeir séu samt allir að koma til: „Karlmenn eru að verða opnari fyrir því að vera ekki bara í svört- um sokkum við jakkafötin. Ég hitti einn í brúðkaupi um daginn sem hafði keypt sér mjög skondna sokka frá okkur en hann sagðist ekki vera tilbúinn að klæðast þeim í brúðkaupi, frekar hversdags.“ Sokkarnir eru enn sem komið er eingöngu seldir í gegnum vefversl- unina á vefsvæðinu sokkaskuffan. is. Vörur eru sendar hvert á land sem er og er lagður á lítilshátt- ar sendingarkostnaður. Óhætt er að segja að vörurnar séu á hag- stæðu verði en lesendur geta séð það sjálfir, sem og skoðað úrvalið, með því að fara inn á sokkaskuffan. is. Þær Fríða og Hulda stefna hins vegar að því að opna sokkaverslun í framtíðinni ásamt því að reka vef- verslunina áfram. n Mynd COLIn BRIdGES

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.