Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 26
Helgarblað 25.–28. nóvember 20164 Brot af því besta - Kynningarblað Fyrir þá sem þora að vera í skrautlegum sokkum Sokkaskúffan: Þ eim fjölgar sífellt sem hafa gaman af að vera í skraut- legum, fallegum og jafn- vel skrýtnum sokkum, á meðan þeim fækkar sem líta á sokka sem hvers- dagslega nauðsyn ein- göngu og klæða sig bara í svarta eða gráa sokka á hverjum morgni. Sokkaskúffan er ný og alveg stór- skemmtileg vefversl- un sem býður upp á feikilega mikið úrval af fallegum, litríkum og bráðsniðugum sokkum. Sambýliskonurnar Fríða Agnarsdóttir og Hulda Ólafsdóttir Klein reka Sokkaskúffuna saman, en þær stofnuðu fyrirtækið á ný- liðnu sumri og er lagerinn í einu herbergi á heimili þeirra. Viðtökur hafa verið verulega góðar enda eru litríkir og skrautlegir sokkar sífellt að verða vinsælli. „Við pössum upp á að vera ekki með einlita sokka. Við veljum bara það skrautlega. Við teljum að mark- aðurinn fyrir litríka vöru sé allur að lifna við. Við bjóðum upp á sokka fyrir alla, frá ungbörn- um upp í harðfullorðið fólk. En í augnablikinu er stærsti markaður- inn okkar fyrir krakka- sokka annars vegar og hins vegar kven- sokka,“ segir Fríða í samtali við DV. Blaðamaður spyr hvort fullorðnir karl- menn séu kannski treg- astir til að ganga um í litríkum sokkum. Fríða segir að það megi til sanns vegar færa en þeir séu samt allir að koma til: „Karlmenn eru að verða opnari fyrir því að vera ekki bara í svört- um sokkum við jakkafötin. Ég hitti einn í brúðkaupi um daginn sem hafði keypt sér mjög skondna sokka frá okkur en hann sagðist ekki vera tilbúinn að klæðast þeim í brúðkaupi, frekar hversdags.“ Sokkarnir eru enn sem komið er eingöngu seldir í gegnum vefversl- unina á vefsvæðinu sokkaskuffan. is. Vörur eru sendar hvert á land sem er og er lagður á lítilshátt- ar sendingarkostnaður. Óhætt er að segja að vörurnar séu á hag- stæðu verði en lesendur geta séð það sjálfir, sem og skoðað úrvalið, með því að fara inn á sokkaskuffan. is. Þær Fríða og Hulda stefna hins vegar að því að opna sokkaverslun í framtíðinni ásamt því að reka vef- verslunina áfram. n Mynd COLIn BRIdGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.