Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 4
Helgarblað 25.–28. nóvember 20164 Fréttir Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira Landsbankinn ábyrgðist skaðabætur út af Valitor n Gæti þurft að borga milljarða í skaðabætur vegna lokunar á Wikileaks n Lofaði Arion skaðleysi L andsbankinn gæti þurft að greiða milljarða króna vegna skaðabótamálsins sem Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) hafa höfð­ að gegn greiðslukortafyrirtækinu Va­ litor. Ástæðan er sú að Landsbank­ inn gekkst í desember 2014 í ábyrgðir vegna tjóns sem stafaði af lögbrotum stjórnenda Valitor þegar bankinn seldi Arion banka 38% hlut sinn í fyrir tækinu. Stjórnendur Landsbank­ ans lofuðu einnig skaðleysisábyrgð í öðrum skaðabótamálum tengdum Valitor og þá meðal annars þeim sem rekja má til samkeppnislagabrota sem greiðslukortafyrirtækið stundaði þegar núverandi bankastjóri Arion banka var forstjóri þess. Margþætt skaðleysi Ríkisendurskoðun vekur athygli á samkomulaginu við Arion banka um skaðleysisábyrgðina í skýrslu sinni um eignasölu Landsbankans á ár­ unum 2010 til 2016 sem stofnun­ in birti á mánudag. Sala bankans á eignarhlutnum í Valitor er þar rifjuð upp en Arion banki keypti hann á 3,6 milljarða króna í lokuðu sölu­ ferli og hefur síðan þá átt 99% hlut í greiðslukortafyrirtækinu. Lands­ bankinn samdi að auki um hlutdeild í þeim hagnaði sem rann til Valitor vegna samruna Visa Inc. í Bandaríkj­ unum og Visa Europe en hún nam á endanum 3,5 milljörðum króna. Í skýrslunni er þó bent á að skaðleysis­ ábyrgðin kunni að hafa „nokkur áhrif á ávinning bankans af sölunni“ en endanlegar fjárhæðir sem Lands­ bankinn mun þurfa að endurgreiða Arion liggja ekki ekki enn fyrir. Ljóst er að Landsbankinn lofaði tvenns konar skaðleysi. Annars vegar gekkst hann í ábyrgð fyrir 38 prósent­ um af þeim upphæðum sem Valitor kynni að þurfa að greiða vegna fjögurra skaðabótamála. Þrjú þeirra tengjast brotum Valitor á samkeppnislögum sem tilgreind voru af Samkeppnis­ eftirlitinu árin 2008 og 2013. Hösk­ uldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, var forstjóri Valitor á árun­ um 2006 til 2010 þegar fyrirtækið, ásamt öðrum samkeppnis aðilum sín­ um, viðurkenndi að hafa tekið þátt í langvarandi og ólögmætu samráði og misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Landsbankinn veitti Arion banka einnig skaðleysi í þrjú ár frá undir­ ritun kaupsamningsins ef í ljós kæmi að Valitor yrði gert að greiða skaða­ bætur og/eða stjórnvaldssektir vegna brota á samkeppnislögum sem varða önnur mál. Ábyrgðin nær þó einung­ is til sekta eða skaðabóta umfram 300 milljónir króna og aldrei meira en söluverðinu á hlutnum í greiðslu­ kortafyrirtækinu. Gæti orðið dýrt Nú tæpum tveimur árum síðar ligg­ ur fyrir niðurstaða í tveimur málum sem Landsbankinn gekkst í ábyrgð fyrir. Bankinn hefur vegna þeirra greitt 146,6 milljónir króna og metur það svo að mögulegar greiðslur vegna hinna ábyrgðanna geti numið um 92 milljón­ um króna. Aftur á móti er, eins og bent er á í skýrslu Ríkisendurskoðunar, ekki vitað hvort og hversu háa upphæð Va­ litor þarf að greiða fyrirtækjunum Datacell og SPP vegna skaðabóta­ máls sem fyrirtækin höfðuðu fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Málið snýst um meint tjón vegna riftunar Valitor á söluaðilasamningi við Datacell sem tryggði því greiðslugátt fyrir SPP, fyrir­ tækið að baki uppljóstrunarsíðunni Wikileaks. Gáttin var lokuð í 617 daga og lögðu fyrirtækin tvö upphaflega fram átta milljarða króna skaðabóta­ kröfu. Hæstiréttur hafði staðfest heim­ ildarskort Valitor til riftunar samn­ ingsins í desember 2014. Dómkvadd­ ir matsmenn hafa metið tjónið á tæpa 3,2 milljarða en yfir matsmenn voru í síðustu viku fengnir til að yf­ irfara það mat. Von er á niðurstöðu þeirra í febrúar á næsta ári. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og SPP, segir kröfuna standa í fimm til sex milljörðum króna með drátt­ arvöxtum. Líkt og kemur fram í skýr­ slu Ríkisendurskoðunar mun Lands­ bankinn þurfa að greiða 38 prósent fjárhæðarinnar sem úr skaðabóta­ málinu kemur en þó ekki meira en sem nemur 3,6 milljarða króna sölu­ verði eignarhlutarins í Valitor. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Bankastjórarnir Steinþór Pálsson ætlar ekki að hætta sem bankastjóri Landsbankans þrátt fyrir svarta skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölu bankans í stjórnartíð hans. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, var forstjóri Valitor þegar ákvarðanir voru teknar þar sem gætu á endanum kostað Landsbankann talsverða fjármuni vegna skaðleysisákvæða í kaupsamningi sem bankastjórarnir tveir undirrituðu í desember 2014. Fóru að jafnaði tvisvar Margir veiðimenn gengu aldrei til rjúpna T æplega 800 rjúpnaveiðimenn fóru að jafnaði 2,2 sinnum til veiða á nýyfirstaðinni vertíð. Í könnun sem gerð var á vinsæl­ um vef skotveiðimanna á Face­ book var spurt hversu marga veiðidaga veiðimenn eltust við rjúpu. Spurt var: „Hvað fórst þú marga daga á rjúpu í haust?“ Þegar þetta er skrifað hafa 789 svarað könnuninni. Valmöguleik­ arnir voru dagafjöldi á bilinu 0–12. Niðurstöðurnar leiða í ljós að 28 prósent fóru aldrei á rjúpu. Úr svörunum má líka lesa að 82 pró­ sent þeirra sem yfir höfuð héldu til rjúpnaveiða, fóru fjóra daga eða færri. Sárafáir fóru fleiri daga en átta. Um er að ræða Facebook­ könnun í hópi skotveiðimanna en í því samhengi má taka fram að hún er ekki vísindalega unnin. Hún gæti þó gefið hugmynd um hvernig skyttur höguðu veiðum sínum á vertíðinni. Rysjótt veður var víða um land, sérstak­ lega tvær af þeim fjórum helgum sem rjúpnaveið­ ar voru heimilar. SKOT­ VÍS hefur talað fyrir því að veiðidögum verði fjölg­ að. Það væri til þess fallið að auka öryggi veiðimanna, sem gætu þá valið að fara við betri að­ stæður, auk þess sem í opinberum gögnum hefur komið fram að veiði­ menn fara ekki oftar til rjúpna veiða þótt veiðitímabilið sé lengt. n baldur@dv.is Fór aldrei Einn dagur Tveir dagar Þrír dagar Fjórir dagar Fimm dagar Sex eða fleiri Sóknardagar á rjúpu 221 139 127 117 83 36 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.