Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 44
Helgarblað 25.–28. nóvember 201632 Fólk „Skemmtilegast að sjá hvað þau verða montin“ n Börnin á Sæborg útbúa persónulegar jólagjafir handa foreldrum sínum Á leikskólanum Sæborg við Starhaga leynist heill ævin týraheimur í formi listasmiðju. Þar styðjast börnin við ímyndunar­ aflið og eigið áhugasvið við sköpun á hinum ýmsu listaverkum. Um þessar mundir eru börnin að útbúa jólagjafir handa foreldrum sínum. Ólíkt flestum leikskólum á höfuð­ borgarsvæðinu þá eru gjafirnar ekki ákveðnar af kennurunum heldur ákveða börnin sjálf hvað þau langar að gefa mömmu og pabba. Í fram­ haldinu smíða þau, föndra og mála gjöfina í takt við eigin hugmyndir á sínum hraða. Einstaklingurinn fær að skína Anna Gréta Guðmundsdóttir listasmiðjustjóri segir að þetta sé níunda árið sem jólagjöf barnanna, á þremur elstu deildum leikskól­ ans, er gerð með þessu fyrirkomu­ lagi. Áður tíðkaðist að kennararnir tóku einhliða ákvörðun um hvað börnin skyldu búa til handa for­ eldrum sínum. Ekkert samráð var haft við börnin. Því var jólagjöfin að mestu leyti merkingarlaus í augum barnanna þar sem þau höfðu lítið eða ekkert um hana að segja. Með þessu móti fær einstak­ lingurinn hins vegar að skína við gerð jólagjafarinnar. „Við skráum allt sem þau segja og ég sé mjög vel hvernig þeim gengur að fá hug­ mynd og vinna með hana. Allan tímann. Ég sé hvað þau eru natin, þolið, einbeitingu og fínhreyfingar. Við getum meira að segja skoðað málþroskann út frá því sem þau eru að segja.“ Þá segir Anna Gréta að þau börn sem eru svolítið fyrirferðarmikil í hóp nái oft góðri vinnu í listasmiðj­ unni. Vinnan tekur sinn tíma en að sama skapi sé honum gríðarlega vel varið. „Ég er bara með eitt, tvö börn, mest þrjú í einu. Þannig að þetta er mikil gæðastund fyrir börn­ in og við kynnumst þeim betur. Best af öllu eru þó að sjá hvað þau verða montin þegar vel gengur og þau eru búin að uppgötva eitthvað nýtt.“ Endurunninn efniviður Anna Gréta segir að leikskólinn leggi mikið upp úr skapandi og endurvinnanlegum efnivið í listasmiðjunni. Þau kaupa ekkert tilbúið föndurefni heldur styðjast 100 prósent við efniviðinn sem þeim hefur tekist að sanka að sér. Til dæmis í fjöruferðum eða því sem þeim er gefið. „Oft er þetta eitthvað sem for­ eldrar barnanna koma með. Öll þessi skinn, blúndan, gardínu­ hringirnir og korktapparnir. Þetta er allt eitthvað sem okkur hefur verið gefið og á því byggjum við starfið.“ Börnin í Sæborg eru mjög dug­ leg við að negla og byggja hinar ýmsu verur og hluti úr spýtunum. Anna Gréta bendir á að þannig fái þau líka meiri þrívídd í verkefnin sem glæði þau lífi. Persónulegar gjafir Vinnan við jólagjafirnar byrjar yfir­ leitt upp úr miðjum október og stendur fram í miðjan desember. Yngstu börnin í leikskólanum gera jólagjöfina sína á annan hátt en þau gefa foreldrum sínum myndir af sér við vinnu í listasmiðjunni. Skýrsla um ferli verkefnisins fylgir jólagjöf eldri barnanna til for­ eldra sinna sem geta þá lesið sér til um vinnuna sem liggur að baki, sögu gjafarinnar, hugleiðingar barnsins meðan á vinnunni stóð og hvernig Anna Gréta mat hina Kristín Clausen kristin@dv.is „Þetta er allt eitt- hvað sem okkur hefur verið gefið og á því byggjum við starfið. Anna Gréta vinnur með einu til tveimur börnum í einu í listasmiðjunni Hér má sjá Heklu og Pétur Viðar. Mynd SiGtryGGur Ari Hér má sjá ljón Barnið nostraði við ljónið og bíður spennt eftir að pakka því inn. Mynd SiGtryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.