Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 4
Jólablað 22. desember 20164 Fréttir
Hentar vel í matargerð, ofan á brauð, til að poppa popp,
í baksturinn, í þeytinginn, á húðina eða til inntöku.
„Síðustu jól Jobba
eiga að vera frábær“
n Jósep berst við krabbamein n Vinir hans safna fé til þess að gera síðustu mánuðina bærilega
Þ
etta verða síðustu jólin
hans Jobba og hann þarf
hjálp. Eftir rúmlega þriggja
ára baráttu við krabba-
mein þá eru allir sjóð-
ir fjölskyldunnar uppurnir og það
er ósk okkar að allir leggist á eitt
um að veita honum frábær síðustu
jól í faðmi fjölskyldu sinnar,“ segir
Svavar Þór Svavarsson, vinur Jóseps
Hjálmars Sigurðssonar, Jobba.
Jósep Hjálmar hefur barist eins
og ljón gegn krabbameininu og far-
ið í ótal uppskurði og lyfjameðferð-
ir á undanförnum árum. Skömmu
fyrir jól fékk hann þær fregnir að
meinið hefði dreift sér og ekkert
yrði við ráðið. „Hann er bara sigr-
aður og núna snýst allt hjá honum
um að eiga gæðastundir með sín-
um nánustu, eiginkonu og þremur
sonum. Njóta þess tíma sem hann
á eftir með þeim,“ segir Svavar.
Fjárhagsáhyggjur á dánarbeði
ómanneskjulegar
Hann hefur heimsótt Jobba reglu-
lega á spítalann og fylgst með
honum hraka undanfarið. „Hann
hefur hrunið niður í þyngd undan-
farið, ég held að það hafi farið um
fimm kíló á síðustu viku,“ segir
Svavar Þór, sem missti föður sinn
úr svipuðum veikindum fyrir um
áratug og þekkir því af eigin raun
hvernig það er fyrir einstakling og
nánustu aðstandendur að standa í
slíkum slag. „Að þurfa að hafa fjár-
hagsáhyggjur ofan í allt annað er
ómanneskjulegt. Að mínu mati á
ríkisvaldið að koma til móts við
fólk sem er á dánarbeðinum svo
það geti notið síðustu stundanna í
þessu jarðlífi. Algjört lágmark væri
að fólk fengi ókeypis lyf til þess að
létta undir.
Lyfjakostnaður Jobba slagar
hátt í hundrað þúsund krón-
ur á mánuði,“ segir Svavar. „Helst
myndi ég vilja að einstaklingar á
dánarbeðinum fengi tiltekna upp-
hæð í eingreiðslu sem gæti gert
síðustu mánuðina bærilega,“ segir
Svavar Þór.
Viðbrögðin hafa verið hjartnæm
Svavar vakti, ásamt félögum sínum,
athygli á aðstæðum Jobba og fjöl-
skyldu hans á Facebook. „Ég hafði
rætt við hann um nóttina og upp-
lifði hve honum leið illa yfir því að
geta ekki gert síðustu jólin sín bæri-
leg. Hann veitti mér leyfi til þess að
setja söfnun á laggirnar og þá fór-
um við í það verkefni nokkrir fé-
lagar,“ segir Svavar Þór. Jobbi starf-
aði við bílaviðgerðir og bjó um
árabil í Grindavík og á þar marga
vini og kunningja. „Það hefur verið
hjartnæmt að sjá viðbrögð fólks og
margir hafa lagt hönd á plóginn.
Það hafa borist nokkrar matargjaf-
ir auk þess sem einhver peningur
hefur safnast. Betur má þó ef duga
skal og ég vona að sem flestir taki
höndum saman til þess að hlaupa
undir bagga með vini mínum. Síð-
ustu jólin hans Jobba eiga að vera
frábær,“ segir Svavar Þór.
Lesendum, sem vilja aðstoða
Jobba, er bent á reikning 325-26-
0085, kennitala 050861-5979. n
„Að þurfa að hafa
fjárhagsáhyggjur
ofan í allt annað er
ómanneskjulegt.
Jobbi og Svavar Félagar
Svavars hafa blásið til söfnunar
til þess að Jobbi geti haldið
síðustu jólin sín hátíðleg.
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Vilja tryggða fjármögnun Dettifossvegar
S
tjórnir verkefnanna Raufarhöfn
og framtíðin og Öxarfjörður
í sókn skora á þingmenn að
tryggja fjármögnun Dettifoss-
vegar í fjárlögum. Þetta kemur fram
í ályktun stjórnanna sem segja yfir-
vofandi niðurskurð í fjárlagafrum-
varpinu 2017. Segir að byggðarlögin
tvö, Öxarfjarðarhérað og Raufarhöfn
treysti á uppbyggingu í ferðaþjónustu
til að snúa vörn í sókn. Íbúaþing verk-
efnanna hafa lagt áherslu á mikilvægi
þess að klára Dettifossveg til að auð-
velda ferðafólki aðgang að svæðinu.
Samþykkt fjögurra ára samgöngu-
áætlunar í október hafi verið talin
lokasigur í þeirri baráttu.
„Fregnir af yfirvofandi niðurskurði
vegaáætlunar í fjárlagafrumvarpi er
því mikið bakslag.“
Þá segir að á meðan fregnir berist
af miklu álagi á helstu ferðamanna-
stöðum á suðvesturhorninu og að
dreifing ferðamanna á landinu þurfi
að vera meiri, skjóti skökku við að
skera niður í málaflokknum í fjár-
lögunum. n
mikael@dv.is
Niðurskurðar-
áform bakslag
Dettifoss Fjármögnun
Dettifossvegar er í upp-
námi í ljósi fjárlagafrum-
varpsins. Íbúar töldu sig
hafa unnið slaginn í þessu
hagsmunamáli sínu.