Fréttablaðið - 29.06.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.06.2017, Blaðsíða 2
Framkvæmdir við Sundhöllina Framkvæmdir við Sundhöll Reykjavíkur eru nú í fullum gangi og þegar Fréttablaðið leit þar við í gær var verið að múra, slétta og gera fínt. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir kosti aðeins yfir milljarð króna en viðbyggingin verður um 1.140 fermetrar og útisundlaugin er um 750 fermetrar. Við- bygging er byggð eftir vinningstillögu VA Arkitekta ehf. í kjölfar hönnunarsamkeppni sem haldin var árið 2013. Fréttablaðið/anton brink Veður Hæg suðvestlæg eða breytileg átt í dag og á föstudag. Skýjað með köflum og stöku skúrir, einkum vestan til á landinu. sjá síðu 36 Volvo Penta á Íslandi | Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7070 • volvopenta.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM hjá volvo penta á íslandi Öflug Volvo Penta þjónusta Hjá Volvo Penta á Íslandi | Brimborg starfar framúrskarandi teymi sem samanstendur af öflugum fagmönnum Brimborgar og samstarfsaðilum um land allt. Komdu í dag og ræddu við ráðgjafa. HAFÐU SAMBAND Í DAG • Sími: 515 7067 | 869 7537 Guðmundur Gísli • Netfang: volvopenta@brimborg.is • Heimasíða: volvopenta.is Kauptu bestu varahlutina Volvo Penta á Íslandi | Brimborg er með gott úrval varahluta á lager og á mjög hagstæðu verði. Varahlutasérfræðingar okkar veita þér fyrirtaksþjónustu og ráðgjöf við kaup. Volvo Penta Kubbur_10x10_20170615_Draft1.indd 1 20.6.2017 13:47:16 Menntun Prófgögn í námi til lög- gildingar fasteigna- og skipasala við Háskóla Íslands týndust í pósti í maí á leiðinni til Austurríkis. Náms- stjóri hjá Endurmenntun HÍ harmar að úrlausnir nemenda í áfanganum Fasteignakauparéttur hafi ekki enn fundist en þær voru ekki sendar sem rekjanlegur ábyrgðarpóstur. Nemendur á fyrsta ári í námi End- urmenntunar Háskóla Íslands til löggildingar fasteigna- og skipasala þreyttu prófið þann 6. maí síðast- liðinn. Rúmum þremur vikum síðar var þeim tilkynnt að gögnin hefðu ekki borist kennara námskeiðsins, en hann er búsettur í Austurríki. Í tölvupósti frá starfsmanni HÍ sagði að skólinn ynni í samstarfi við Póstinn við að finna prófgögnin. Af þessum sökum hefði ekki verið hægt að leggja mat á árangur nem- enda og tilkynna um einkunnir í áfanganum. Rúmri viku síðar barst nemendum annað bréf um að starfsfólk HÍ og Póstsins væri þá enn engu nær. „Það verður komin niðurstaða í málið fyrir helgi og þá munum við tilkynna um hana. Við erum búin að ráðfæra okkur við lögfræð- inga og bindum enn vonir við að þetta finnist. En við gerum okkur grein fyrir að niðurstaða þarf að fást í málið og að við getum ekki beðið lengur. Okkur þykir þetta mjög miður enda hefur eitthvað líkt þessu aldrei komið fyrir áður,“ segir Erna Guðrún Agnarsdóttir, námsstjóri hjá Endurmennt- un HÍ. Erna segir að svo virð- ist sem mannleg mis- tök hafi leitt til þess að prófgögnin voru ekki send sem rekjan- legur ábyrgðarpóstur. Allar aðrar sendingar Endurmenntunar í gegnum tíðina hafi farið þá leið. Fréttablaðið ræddi vi ð n e m e n du r í áfanganum sem telja skólann hafa tekið sér of langan tíma til að komast til botns í málinu. Þeir benda á að sjúkrapróf fyrir þá nemendur sem komust ekki í prófið í byrjun maí, voru haldin 12. júní og að þeim hafi verið send stundaskrá fyrir haustönn þrátt fyrir að ekki sé ljóst hvort þeir uppfylli kröfu um fullnægjandi meðaleinkunn. haraldur@frettabladid.is Próf týndust í pósti á leið til Austurríkis Nemendur í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala hafa ekki fengið ein- kunnir því prófgögn sem voru send til Austurríkis eru týnd. Kennarinn býr þar í landi og voru úrlausnirnar sendar utan í maí en ekki sem rekjanlegur póstur. Viðskipti Gengi hlutabréfa í Högum lækkaði um 0,44 prósent í gær í 153 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa í Högum, sem reka meðal annars verslanir Bónuss og Hag- kaupa, hefur nú lækkað um 15 pró- sent frá því að verslun Costco var opnuð í Kauptúni þann 23. maí síðastliðinn. Markaðsvirði Haga hefur lækkað um níu milljarða á tímabilinu, úr 61 milljarði króna í 51,9 milljarða. Forsvarsmenn Haga hafa undirbúið sig undir komu Costco og áhrif þess, meðal annars með því að minnka verslunarpláss nokkurra verslana en einnig með því að festa kaup á Lyfju og Olís. Frá áramótum hefur gengi bréfa í Högum lækkað um 16,7 prósent. Á sama tímabili hefur úrvalsvísitalan hækkað um 3,3 prósent. – sg Markaðsvirði Haga lækkað um 9 milljarða Viðskipti Eigendur Arctic Advent- ures og Extreme Iceland hafa komist að samkomulagi um kaup Arctic Adventures á Extreme Iceland og miðast kaupin við 1. júlí 2017. Yfir 300 starfsmenn munu starfa hjá Arctic Adventures og dótturfélög- um eftir kaupin en um 35 starfs- mönnum verður sagt upp störfum í tengslum við þau segir í tilkynn- ingu. Extreme Iceland heldur áfram starfsemi sem sjálfstætt félag í eigu Arctic Adventures og verða núver- andi eigendur Extreme Iceland hluthafar í Arctic Adventures eftir kaupin. „Fyrirtækin hafa bæði notið mik- illar velgengni síðustu ár en með kaupunum skapast tækifæri til að samnýta kerfi beggja fyrirtækja og byggja á styrkleikum hvors félags fyrir sig. Með aukinni samvinnu fyrirtækjanna skapast veruleg sam- legðaráhrif, sem gera fyrirtækjunum enn betur kleift að takast á við þær breytingar sem eiga sér stað í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Jón Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arctic Adventures og dótturfélaga. Fram kemur í tilkynningu að verði ytri aðstæður greininni hag- stæðar næstu misserin sé ljóst að starfsfólki Arctic Adventures muni fjölga enn. Ákveðið hefur verið að Straum- hvarf, dótturfélag Arctic Advent- ures, muni frá og með 1. október 2017 sjá um framkvæmd allra ferða Extreme Iceland. – sg 35 manns sagt upp störfum tilvonandi fasteigna- og skipasalar á fyrsta ári í HÍ bíða enn eftir einni loka- einkunn og þurfa að bíða eitthvað aðeins lengur. Fréttablaðið/anton brink Okkur þykir þetta mjög miður enda hefur eitthvað líkt þessu aldrei komið fyrir áður. Erna Guðrún Agnars- dóttir, námsstjóri hjá Endurmennt- un HÍ kaupin á Extreme iceland miðast við 1. júlí 2017. 2 9 . j ú n í 2 0 1 7 F i M M t u D A G u R2 F R é t t i R ∙ F R é t t A B L A ð i ð 2 9 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 8 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 9 -6 5 B C 1 D 3 9 -6 4 8 0 1 D 3 9 -6 3 4 4 1 D 3 9 -6 2 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.