Fréttablaðið - 29.06.2017, Qupperneq 36
Glastonburyhátíðin er ekki bara fyrir aðdáendur tónlistarinnar heldur safnast
þarna saman margir af þeim best
klæddu á Englandi. Glastonbury
er á fallegum stað í Somerseth á
Englandi. Uppselt var á hátíðina
en hún verður ekki haldin aftur
fyrr en eftir tvö ár. Í fyrra voru
margar stúlkur með blómakrans
í hárinu. Það sást ekki núna en
litrík sólgleraugu eru komin í
staðinn. Þá virtust stígvél vera
í hátísku, sérstaklega Hunter
Original. Það var hlýtt í veðri um
helgina í Glastonbury og galla
buxnastuttbuxur því algeng sjón.
Þó féllu nokkrir regndropar á
mannskapinn.
Meðal þekktra gesta voru Liam
Gallagher, Jeremy Corbyn, Johnny
Depp, Beckhamhjónin Vict
oria og David, Stella McCartney,
Sienna Miller, Alexa Chung,
Margot Robbie og Suki Water
house svo einhverjir séu nefndir.
Þá tróðu margar stórstjörnur upp
á hátíðinni og má þar nefna Kate
Perry, Ed Sheeran, Radiohead, Foo
Fighters, Jamie Culum, Barry Gibb
ásamt mörgum öðrum.
Hátíðin fór fram um síðustu
helgi en gestir skildu eftir sig
ómælt magn af dósum og gler
flöskum. Um eitt þúsund sjálf
boðaliðar hafa unnið við flokkun
á rusli til endurvinnslu eftir að
hátíðinni lauk.
Glastonburyhátíðin var fyrst
haldin árið 1970, daginn eftir að
Jimmy Hendrix féll frá. Um 175
þúsund manns koma venju
lega saman á þessa frægu útihá
tíð sem stendur í fimm daga og
er sú stærsta í Evrópu, jafnvel í
öllum heiminum. Hátíðin er talin
mikilvæg fyrir breska menningu.
Michael Eavis kúabóndi hefur
staðið fyrir hátíðinni ásamt dóttur
sinni, Emily Eavis. Ástæða þess að
Glastonburyhátíðin verður ekki
haldin á næsta ári er sú að landið
þarf að jafna sig eftir átroðning
undanfarinna ára, að sögn Mich
aels. Hann segir að eitt geti þó
breytt þeirri ákvörðun sinni, það
er ef hljómsveitin The Smiths væri
tilbúin að koma aftur saman og
leika á hátíðinni.
Stígvélatíska á
Glastonbury
Tónlistarhátíðin Glastonbury dregur til sín
mikinn fjölda fólks á hverju ári. Stórstjörn-
urnar stíga á svið og gestirnir fylgja tískunni.
Suki Waterhouse lét sig ekki vanta á hátíðina frekar en
margir aðrir þekktir einstaklingar. Suki er þekkt fyrirsæta
og leikkona. Hún var lengi fyrirsæta fyrir Burberry.
Hér er Suki Waterhouse búin að skipta um föt en er enn í
stígvélunum góðu. Hún var kærasta Bradleys Cooper í tvö
ár en þau slitu sambandinu.
Alexa Chung er í lágum Hunter-stíg-
vélum. Alexa er rithöfundur, fyrir-
sæta og tískuhönnuður.
Margot Robbie er áströlsk leikkona.
Hún lék m.a. í Neighbours og The
Wolf of Wall Street.
Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook
Glæsilegir jakkar
Verð 11.900 kr.
Stærð 38 - 44
Opið virka daga kl
. 11–18
Opið laugardaga k
l. 11-15
333 krá dag*
365.is Sími 1817
*9.990.- á mánuði.
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . j ú n í 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R
2
9
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
3
9
-9
2
2
C
1
D
3
9
-9
0
F
0
1
D
3
9
-8
F
B
4
1
D
3
9
-8
E
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
8
0
s
_
2
8
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K