Fréttablaðið - 29.06.2017, Síða 38

Fréttablaðið - 29.06.2017, Síða 38
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 Gestir geta komið og gætt sér á ólíkum kaffidrykkjum. Íslendingar eru mikil kaffiþjóð og það er metnaður margra fyrir-tækja að bjóða upp á gott kaffi,“ segir Helgi Jóhannesson, sölustjóri fyrirtækjasviðs Danól. „Hvaða leiðir eru valdar í þeim efnum er afar mis- jafnt eftir því hvernig aðstæður eru hverju sinni en hér hjá Danól geta allir fundir eitthvað við sitt hæfi.“ Danól býður upp á metnaðar- fulla kaffiþjónustu. „Við flytjum inn hágæða ítalskt kaffi frá Lavazza, danskt gæðakaffi frá Merrild og ýmsa kaffidrykki og vörur frá Nestlé. Þá leigjum við út kaffivélar af öllum stærðum og gerðum,“ lýsir Helgi. Danól þjónustar fyrirtæki, hótel, kaffihús og veitingastaði með heildarlausnir í kaffiþjónustu. „Við veitum ráðgjöf varðandi kaffi og hjá okkur starfa sérmenntaðir kaffi- þjónar.“ Glæsilegur sýningarsalur Danól tók í gagnið nýjan og glæsi- legan sýningarsal að Tunguhálsi 19 á vordögum. „Þangað geta áhuga- samir viðskiptavinir komið og gætt sér á ekta ítölskum espresso meðan þeir skoða allar þær kaffi- vélar sem við bjóðum upp á,“ segir Helgi og hefur þessari þjónustu verið afar vel tekið. „Nýjum og núverandi viðskiptavinum finnst gott að koma og upplifa mis- munandi bragðtegundir af kaffi.“ Salurinn er einnig nýttur undir námskeið en veitingastaðir og kaffihús sem kaupa þjónustu hjá Danól geta sent starfsfólk í þjálfun hjá sérþjálfuðum kaffibarþjónum. Fjölmargir möguleikar Fyrirtækjaþjónusta Danól sér- sníður lausnir að þörfum við- skiptavina. „Möguleikarnir eru óteljandi og leiðirnar sem farnar eru fara eftir því hvaða sérstöðu viðskiptavinir vilja draga fram. Meðan sumir vilja uppáhellt kaffi vilja aðrir geta valið úr ólíkum drykkjum á borð við espresso, café latte og capuccino. Við erum með mismunandi bragðtegundir af möluðu kaffi, kaffihylkjum og kaffibaunum.“ Helgi segir starfsfólk Danól ekki hafa neinar fyrirframákveðnar hug- myndir þegar viðskiptavinir leiti til þeirra. „Við hlustum og leitum leiða til að koma til móts við allar óskir. Sérsníðum síðan lausnir eftir þörfum viðskiptavina til að mæta væntingum þeirra viðskiptavina og starfsmanna. Við bjóðum ólíkar lausnir fyrir fyrirtæki, hótel og veitingastaði og leggjum metnað okkar í að sérhver kaffibolli verði að töfrandi upplifun.“ Þeir sem vilja kynna sér nánar kaffi- þjónustu Danól geta farið á vefinn www.danol.is. Hluti af kaffimenningu Íslands Fyrirtækjaþjónusta Danól býður fyrirtækjum, hótelum, kaffihúsum og veitingastöðum heildar- lausn í kaffiþjónustu. Í nýjum sýningarsal að Tunguhálsi 19 er hægt að bragða á ólíkum kaffidrykkj- um, allt frá cappuccino til espresso, og skoða hinar ólíku kaffivélar sem standa til boða. Stöð 2 var stofnuð að frum-kvæði brautryðjendanna Jóns Óttars og Hans Kristjáns Árnasonar. Jón Óttar var spurður hvers vegna Lyngháls hefði orðið fyrir valinu undir starfsemi Stöðvar 2. „Hans Kristján og ég leituðum með logandi ljósi um öll úthverfi Reykjavíkur að húsnæði sem var laust og nægilega stórt til að hýsa sjónvarpsstöð. Þegar við fundum risastórt autt húsnæði á horni Lyngháls og Krókháls sáum við strax að hér væri frábært hús- næði fyrir sjónvarpsstöð,“ svarar hann. „Húsið var í eigu eins stærsta plastfirma landsins, Plastos. Ekki aðeins voru eigendurnir til- búnir að leigja okkur húsnæðið heldur máttum við auk þess greiða leiguna að hluta til í sjónvarpsaug- lýsingum. Þessi lykilsamningur var ein af ástæðum þess að þetta ævintýri okkar varð að veruleika,“ útskýrir Jón Óttar sem nú starfar og býr í Kaliforníu í Bandaríkj- unum ásamt konu sinni, Margréti Hrafnsdóttur. Það var mikill spenningur í þjóðfélaginu fyrir þessari nýju sjónvarpsstöð á sínum tíma og Jón Óttar segir að mikið hafi þurft að gera fyrir húsið svo það hentaði starfseminni. „Húsnæðið var algjörlega hrátt. Til allrar ham- ingju var snillingurinn Valgerður Matthíasdóttir, bæði arkitekt og innanhússarkitekt, með í frum- herjahópnum. Vala vann það stórvirki að hanna umgjörð utan um starfsemina sem var í senn svo glæsileg og framúrstefnuleg að Stöð 2 varð næstu ár á eftir leiðandi afl í hönnun og tísku.“ Þegar Jón Óttar er spurður hvort mikil uppbygging hafi verið í þessu hverfi árið 1986, svarar hann: „Ég er ekki rétti maðurinn til að svara því. Ég var einfaldlega alltof upptekinn við að hleypa þessu spútnikævintýri af stokk- unum til að fylgjast með því. Samt fannst mér við alltaf frekar mikið út úr á þessum tíma sem hentaði stórvel því við þurftum frið og næði til að finna eigin sál og eigin ritma.“ Stöð 2 var mikið ævintýri á sínum tíma og allt sem þar var gert komst í fréttirnar. Bæði var skrifað um fólkið sem kom að stöðinni og nýja þætti sem fóru í loftið. Margir eftirminnilegir íslenskir þættir voru kynntir fyrir þjóðinni. Jafnvel mætti líkja komu Stöðvar 2 á fjölmiðlamarkaðinn við opnun Costco í Garðabæ. Um byltingu var að ræða í íslensku samfélagi sem einungis hafði haft eina sjónvarps- rás sem tók sér frí á fimmtudögum og allan júlímánuð. Umtalið var gífurlegt og þeir voru margir sem trúðu því ekki að þetta ævintýri myndi verða til frambúðar. Stöð 2 hefur hins vegar dafnað vel og þroskast á þessum rúmu þrjátíu árum sem hún hefur verið starf- andi. Jón Óttar segir að þetta hafi verið skemmtilegir tímar. „Ég held ég tali fyrir munn ansi margra sem unnu að því að koma Stöð 2 á laggirnar að þetta var einhver skemmtilegasti tími ævi okkar. Fátt eða ekkert er eins stórkostlegt og verða vitni að því þegar stórir draumar rætast. Vonandi verður þessi magnaða eyþjóð ávallt nógu hugrökk til að kveða draum- þjófana í kútinn og láta ævintýri sín rætast hvað sem umheimurinn tautar og raular,“ segir hann. Draumar rættust á Lynghálsi Stóð 2 fór í loftið 9. október 1986. Starfsemin var á Lynghálsi 5 og sjónvarpsstjórinn var Jón Óttar Ragnarsson. Valgerður Matthíasdóttir hannaði útlitið fyrir stöðina sem þótti afar glæsilegt. Elín Albertsdóttir elin@365.is 9. október 1986, fyrsta útsending Stöðvar 2. Jón Óttar flytur opnunarávarp. Frumkvöðlar í fjölmiðlun, Jón Óttar, Ólafur Jónsson, Hans Kristján Árnason og Valgerður Matthíasdóttir. „Vonandi verður þessi magnaða eyþjóð ávallt nógu hugrökk til að kveða draumþjófana í kútinn og láta ævintýri sín rætast hvað sem umheimurinn tautar og raular,“ segir Jón Óttar.   Danól tók í gagnið nýjan og glæsilegan sýningarsal að Tunguhálsi 19 á vordögum. 2 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . J ú n Í 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 2 9 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 8 0 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 9 -7 E 6 C 1 D 3 9 -7 D 3 0 1 D 3 9 -7 B F 4 1 D 3 9 -7 A B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.