Fréttablaðið - 29.06.2017, Síða 74

Fréttablaðið - 29.06.2017, Síða 74
Borðaðu alvöru mat og drekktu vatn Ekki drekka sykur í formi gos- drykkja eða ávaxtasafa, því þannig innbyrðum við of mikið magn syk- urs á stuttum tíma. Við fæddumst með tennur til mauka næringarríka fæða en ekki bara drekka fæðuna. Alvöru matur er matur úr nátt- úrunni en ekki úr verksmiðjunni. Ef líkaminn fær alvöru næringu þá minnkar sætuþörfin. Skerðu niður ávexti og neyttu í stað sælgætis Ávextir eru nammi náttúrunnar en innihalda bara 10% sykur en ekki 100% eins og viðbættur sykur er. Auk þess eru ávextir stútfullir af vítamínum, steinefnum og trefjum. Lærðu að þekkja sykurinn og sykurmagnið á umbúðum mat- væla Viðbættur sykur er oft falinn í matvörum sem við teljum hollar í grunninn eins og mjólkurvörur. Því er um að gera að öðlast þekkingu á því hvernig lesa megi út sykur- magnið úr innihaldslýsingu og nær- ingargildi. Það eru okkar leiðarvísar að hollustu vörunnar. Hreyfðu þig daglega Sykurþörf er oft eirðarleysi og vöntun á hreyfingu. Líkami okkar var hannaður til að hreyfa sig og getur þessi hreyfiþörf hans komið fram í eirðarleysi og leiða sem við túlkum sem sætindaþörf. Hentu kexi, kökum og sætindum úr skápum heimilisins „ O u t o f sight – out of mind,“ er stund- um sagt. ráð í átt að sykurlitlum lífsstíl Margt fólk dreymir um að minnka sykurneyslu og koma mataræðinu í lag í leiðinni. Næringarfræðingurinn Geir Gunnar Markússon lumar á góðum ráðum fyrir þá sem vilja segja skilið við sykurinn og deilir hér með lesendum tíu skotheldum ráðum. 10 Ef sykurmiklu matvörurnar liggja ekki fyrir framan okkur þá borðum við þær ekki. Því er um að gera að tæma heimilið af sykurjukkinu sem freistar okkar, sérstaklega á kvöldin. Borðaðu reglulega yfir daginn Að minnsta kosti þrjár máltíðir á dag og helst 1-2 millibitar. Þetta heldur blóðsykri jöfn- um, eykur orku, minnkar ofát og sykurneyslu. Borðaðu í meðvitund Ekki borða fyrir framan sjónvarp, tölvu, í bílnum eða annars staðar þar sem þú ert að gera allt annað en að einbeita þér að því að borða. Meðvitundarlaust át veldur því að maður borðar mjög mikið og oft mjög sykurmiklar matvörur. Næringarríkur morgunverður, alla daga, er lykillinn Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða morgunmat, borða síður óhollustu eins og sykurmiklar mat- vörur er líður á daginn og eru frekar í kjörþyngd. Ekki kaupa í matinn svöng/ svangur, stressuð/aður eða í vondu skapi Freistingar í sætindi og óhollan mat verða meiri ef fólk fer illa fyrir kallað í búðina. Nærðu sálina og mundu eftir brosinu – það er sykur sálarinnar Mataræði okkar stjórnast mikið af stjórnstöðinni/hausnum. Ef við erum hamingjusöm, með sjálfs- traustið í lagi og okkur líður vel eru minni líkur á því að við höfum þörf fyrir sykur og sætindi. Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur veit hvernig er hægt að losa sig við sykurpúkann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 9 . j ú n í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R50 l í F I ð ∙ F R É T T A B l A ð I ð 2 9 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 8 0 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 3 9 -9 C 0 C 1 D 3 9 -9 A D 0 1 D 3 9 -9 9 9 4 1 D 3 9 -9 8 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.