Morgunblaðið - 07.01.2017, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Niðurstaða fyrir miðja viku
Sjálfstæðismenn vilja sjálfstætt dómsmálaráðuneyti Ekki sátt um uppskiptingu
Vonast er til að hægt verði að kynna
nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála
hennar fyrir miðja næstu viku.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sem leiðir við-
ræðurnar fór í gær á fund Guðna
Th. Jóhannessonar, forseta Íslands,
til að fara yfir stöðu mála.
Formlegar stjórnarmyndunarvið-
ræður Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar
og Bjartrar framtíðar hafa staðið
frá 30. desember þegar Bjarni fékk
umboðið í síðara skiptið. Formenn-
irnir funduðu ekki í gær en flokk-
arnir unnu hver í sínu lagi að texta
til undirbúnings stjórnarsáttmála
og formennirnir voru í símasam-
bandi.
Benedikt Jóhannesson, formaður
Viðreisnar, sagði í gærkvöldi að
vinnunni væri ekki endanlega lokið.
Henni miðaði þó í rétta átt. Viðreisn
var með þingflokksfund í gær og
þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa
verið boðaðir til fundar kl. 13 í dag.
Verkaskipting ekki klár
Fréttir hafa verið sagðar um að
Sjálfstæðismenn fengju fimm ráð-
herra, Viðreisn þrjá og Björt fram-
tíð tvo. Þessi skipting hefur ekki
fengist staðfest. Ekki er heldur
komin niðurstaða í hugmyndir um
að skipta upp ráðuneytum, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að
dómsmálunum verði skipt út úr inn-
anríkisráðuneytinu og stofnað verði
sjálfstætt dómsmálaráðuneyti að
nýju, hvort sem sami ráðherra
myndi stjórna þessum tveimur
ráðuneytum eða ekki. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Fundað Forystumenn flokkanna þriggja hafa fundað formlega í viku. Í gær
var hins vegar vinnudagur þar sem farið var yfir heimaverkefni.
Fjöldi einstaklinga þiggur þjónustu í
hælisleitendakerfinu á Íslandi en Út-
lendingastofnun er með um 550 ein-
staklinga í þjónustu og sveitarfélögin
190 en það eru Reykjavík, Reykjanes-
bær og Hafnarfjörður sem taka við
og þjónusta hælisleitendur.
Af þessum 740 einstaklingum eru
160 með mál sín hjá kærunefnd út-
lendingamála skv. tölum sem Morg-
unblaðið fékk frá stofnuninni í gær og
rúmlega 100 einstaklingar bíða eftir
flutningi til sín heimalands. Fjöldi
hælisleitenda hefur aldrei verið meiri
og verulega hefur reynt á kerfið hér á
landi.
Húsnæðið sprungið
Útlendingastofnun hefur yfir að
ráða húsnæði með rými fyrir 400 ein-
staklinga og því hefur þurft að taka á
leigu hótelherbergi fyrir þann fjölda
sem ekki er pláss fyrir hjá stofn-
uninni en samkvæmt upplýsingum
frá Útlendingastofnun dvelja um 190
hælisleitendur á hótelum. Með úr-
ræði sveitarfélaga, Útlendingastofn-
unar og hótelum eru hælisleitendur
hýstir á 15 stöðum á höfuðborgar-
svæðinu og í Reykjanesbæ.
vilhjalmur@mbl.is
Fjöldi á
hótelum
Um 740 hælisleit-
endur fá þjónustu
Morgunblaðið/Ómar
Fólk Skortur á húsnæði og rými.
Heilsugæsla, hótel, apótek og hár-
greiðslustofa voru vinsælustu leit-
arorðin í miðlum Já á árinu sem var
að líða, skv. ársyfirliti fyrirtæk-
isins. Þegar kemur að fyrirtækjum
var Landspítalanum oftast flett
upp, þar á eftir Póstinum og síðan
N1. Meðal fimmtán vinsælustu leit-
arorð ársins hjá ja.is voru m.a.
heilsugæsla, hótel, apótek, hár-
greiðslustofa, snyrtistofa, bílaverk-
stæði, fasteignasala og flugfélag,
Vegvísir Já var oftast notaður til
þess að finna N1 á árinu en Land-
spítalinn var í öðru sæti. Þar á eftir
komu Pósturinn, vínbúðin og Sýslu-
maðurinn á höfuðborgarsvæðinu.
Vínbúð og spítali
vinsæl leitarorð
Börnin á leikskólanum Nóaborg skemmta sér í snjónum þó að kuldinn fari
kannski ekki eins með okkur sem eldri erum. Veturinn hefur þó verið
óvenjumildur og lítið um snjó, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Spáð
er hægt vaxandi suðaustanátt sunnan- og vestanlands með slyddu eða snjó-
komu og hlýnar smám saman. Sunnan og suðaustan 10-18 og rigning á lág-
lendi en slydda til fjalla í nótt Á sunnudaginn kólnar aftur í veðri.
Snjór og kuldi stöðvar ekki leik barnanna
Morgunblaðið/Golli
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Póst- og fjarskiptastofnun hefur gert
365 miðlum ehf. að greiða dagsektir
að upphæð 100 þúsund krónur frá og
með 16. janúar nk. fyrir hvern dag
sem fyrirtækið uppfyllir ekki skilyrði
um útbreiðslu farnetsþjónustu á eig-
in neti en netið þarf að ná til 70 pró-
senta landsmanna.
Á fyrri hluta árs 2013 tóku 365
miðlar ehf. þátt í uppboði Póst- og
fjarskiptastofnunar (PFS) á tíðnum á
800 MHz tíðnisviðinu fyrir háhraða
farnetsþjónustu. Félagið bauð í tvær
tíðnir og hreppti þær báðar. Annars
vegar var um að ræða svokallaða
tíðniheimild A, en samkvæmt henni
skyldi farnetsþjónusta með 10 Mb/s
ná til 99,5% lögheimila og vinnustaða
fyrir 31. desember 2016. Hins vegar
var um að ræða tíðniheimild B sem
hafði einungis að geyma almenna
kröfu um útbreiðslu farnetsþjónustu
með 10 Mb/ hraða sem skyldi ná til
93,5% lögheimila og vinnustaða fyrir
31. desember 2016.
PFS telur að veiting 365 miðla ehf.
á háhraða farnetsþjónustu á grund-
velli sýndarnetssamnings við þriðja
aðila, í þessu tilviki Símans hf., geti
ekki komið í staðinn fyrir uppbygg-
ingu á dreifikerfi og nýtingu á eigin
tíðni í samræmi við skilyrði í tíðni-
heimild A og skilmálum uppboðsins.
Því sé um að ræða verulegar van-
efndir af hálfu 365 miðla ehf. á því að
uppfylla þær útbreiðslu- og uppbygg-
ingarkröfur sem hvíla á félaginu.
365 miðlar sektaðir um
100 þúsund krónur á dag
Vanefndir á skil-
málum við Póst- og
fjarskiptastofnun
Morgunblaðið/Ómar
Vanefndir 365 miðlar ehf. sektaðir
fyrir vanefndir á útboðsskilmálum.