Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017 ÆvintýraheimurKína sp ör eh f. Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir Í þessari draumaferð um Kína skoðum við allt það sem landið er frægast fyrir á tveimur vikum. Terrakotta herinn, sigling um Yangtze, Shanghai og Peking, Torg hins himneska friðar og Forboðna borgin. Ásamt því munum við kynnast matarhefðum og menningu á skemmtilegan hátt. 8. - 22. september Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Allir velkomnir á kynningarfund 9. janúar kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Gera má ráð fyrir að fjölmargir hundar og kettir hafi verið undir áhrifum kvíðastillandi lyfja hér á landi yfir nýliðin áramót og þrettánda, en að sögn dýralækna verða sum gæludýr, sérstaklega hundar, ofsahrædd þeg- ar skoteldar springa með tilheyrandi hávaða, ljósleiftri og reykjamekki. Alþekkt er að önnur dýr, s.s. hestar og fuglar, sýni hræðslueinkenni um áramót og eru dæmi um að hross í hesthúsum meið- ist vegna þessa. Hanna María Arnórsdóttir, dýra- læknir á Dýraspítalanum í Garðabæ, segir eigendur gæludýra sýna þessu mikinn skilning og leituðu því fjöl- margir ráða hjá spítalanum fyrir ný- liðinn áramótafögnuð. „Það voru mjög margir sem höfðu samband við okkur í þeim til- gangi að leita upplýsinga og voru þeir nokkuð fleiri en árið á undan. En svo var einnig töluverður fjöldi sem hafði fyrri reynslu af því að dýr þeirra, einkum hundar, hefðu orðið hrædd og fengu þeir því kvíðalyf,“ segir Hanna María og bætir við að sum dýranna þurfi á lyfja- meðferð að halda í nokkra daga fyrir og eftir áramótin. „Sum dýr fara hreinlega í lost eftir þessi læti í mannfólk- inu,“ bætir hún við. Sumir hundar eru viðkvæmari en aðrir Hanna María segir það vera nokkuð misjafnt eftir hundategundum og fjölskyldulínum hvernig þeir bregð- ast við látunum, en helst séu það Border collie-hundar og blendingar af þeim sem verði hvað hræddastir. „Hundar sem notaðir eru við veiðar verða síður hræddir. Þar er búið að rækta það í þeim að þeir eru taugafastir í hávaða, en ef fyrsta reynsla þeirra er slæm er hins vegar mjög erfitt að kenna þeim að slaka á í svona aðstæðum,“ segir hún. Aðspurð segist hún einnig vita dæmi þess að eig- endur annarra gæludýra, m.a. páfagauka, hafi gripið til úrræða til þess að bæta líðan dýra sinna. „Þá hefur reynst vel að hafa ljósin vel kveikt innandyra, draga gluggatjöldin fyrir og kveikja á góðri tónlist. Það er þó mjög erfitt að útiloka þessar drunur sem fylgja spreng- ingunum, en líkt og menn vita skelfast dýr þegar þrumur og eldingar ganga yfir – það er bara í eðli þeirra að leita sér skjóls við slíkar aðstæður.“ Fjölmörg gæludýr á kvíða- stillandi lyfjum inn í nýtt ár  Skoteldar mannfólksins fara oft illa í málleysingja Morgunblaðið/Kristinn Afslöppun Mun sjaldgæfara er að köttum séu gefin ró- andi lyf fyrir áramót en hundum, að sögn dýralækna. Hanna María Arnórsdóttir Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Stökkbreyting varð á flæði fjár- magns til aflands- og lágskattasvæða á fyrsta áratug þessarar aldar segir í nýrri skýrslu frá fjármála- og efna- hagsráðuneytinu um eignir Íslend- inga á aflandssvæðum. Fjöldi aflandsfélaga í eigu Íslend- inga fertugfaldast frá 1999 fram að hruni og eignir í stýringu íslensku bankanna í Lúxemborg 46-faldast á sama tímabili samkvæmt skýrslunni en þar segir enn fremur að þessi afla- ndsvæðing íslenskra eigna hafi verið öðrum þræði „þjóðernissinnuð“, því aflandsfélögin fjárfesta í stórum stíl á Íslandi. Þannig eru 56% Úrvalsvísi- tölu Kauphallarinnar í eigu afla- ndsfélaga í árslok 2007, eða um 1.500 milljarðar kr. Þessi félög voru að langmestu leyti í eigu Íslendinga og sama gilti um óskráð félög í aflands- eignarhaldi. Á þessum tíma má ætla að allt að 70% eignasafns eignastýr- ingar íslensku bankanna í Lúxem- borg hafi verið bundin í íslenskum hlutabréfum. Íslenska fjármálaundrið Umfang aflandsvæðingar íslensks efnahagslífs er einstakt í heiminum frá aldamótum til bankahruns sé mið tekið af Panamaskjölunum. „Aflvak- inn var íslenska fjármálaundrið og drifkrafturinn skattahagræðing og virk markaðssetning íslenskrar sér- bankaþjónustu í Lúxemborg,“ segir í skýrslunni. Þá líta skýrsluhöfundar svo á að al- þjóðleg einkabankaþjónusta við vel stæða einstaklinga nýti í miklum mæli aflandseignarhald fyrir þeirra hönd og hafa menn notfært sér það til þess að áætla umfang heildareigna á aflandssvæðum. Segir í skýrslunni að vitað sé að þetta átti við um eign- astýringarþjónustu íslensku bank- anna í Lúxemborg fyrir hrun skv. lekagögnum og að mikill meirihluti aflandsfélaga íslenskra þegna voru stofnuð fyrir milligöngu þeirra. Þá segir jafnframt að hlutdeild íslenskra aðila í heildarumsvifum eignastýr- ingar íslensku bankanna að frádreg- inni skuldsetningu hafi verið um 3,8 milljarðar evra af tæplega 13 ma. evra heildarumsvifum þeirra árið 2007, eða um 345 ma.kr. á gengi þess árs. Fyrir liggja vísbendingar um að allt að 70% eignasafnanna var fjár- festur í íslenskum hlutabréfum sem töpuðu 90% af verðgildi sínu í hruninu. Erfitt að meta tjónið Tekið er fram í skýrslunni að erfitt getur verið að meta tjón hins opin- bera af skráningu eigna á aflands- og lágskattasvæðum þar sem bæði get- ur verið erfitt eða jafnvel ómögulegt að meta óbeinan skaða og þau auknu umsvif sem t.d. í fjárfestingum sem að líkindum hefur aukið tekjur rík- isins fyrir tímabilið sem skoðað var. Sex ólíkum nálgunum var beitt til þess að meta skaðann. Lutu tvær að- ferðanna að því að meta uppsafnað skattatap af aflandsvistun eigna hér- lendis yfir tvö afmörkuð tímabil, þ.e. árin 2006-2009, þegar fjármagns- tekjur einstaklinga voru óvenjuháar í sögulegu samhengi og 2009-2014 á meðan auðlegðarskattur var við lýði hér á landi. Niðurstaða þeirra út- reikninga var sú að hefðu þessir skattar innheimst hefði ríkisbúskap- urinn haft úr samtals 56 milljörðum kr. að moða yfir þetta níu ára tímabil umfram það sem raunin varð. Staðan í lok árs 2015 Aðkoma aflandsfélaga að eignar- haldi á félögum skráðum í Kauphöll- ina er óveruleg miðað við stöðuna í lok árs 2015 samkvæmt skýrslunni. Það er aðeins í tveimur félögum Öss- uri hf. og Eimskip sem erlend eign- araðild er veruleg, þ.e. um 30% í Eimskip hf. og 57% í Össuri. Skýrist hún af aðkomu erlendra aðila sem ekki verður séð að hafi tengingu við aflandsfélög eða séu í óbeinni eigu Ís- lendinga. Af öðrum félögum er Síminn í 12% erlendri eigu og Eik, VÍS, TM og Ný- herji 6-8% en önnur félög undir 5%. Tekið er fram að í mörgum félögum er eignarhald í formi safnreikninga sem ekki er hægt að greina frekar. Aflandsfélög allsráð- andi fyrir hrunið  Um 56% félaga í kauphöll í eigu aflandsfélaga í árslok 2007 Morgunblaðið/Ómar Fjármagn Hlutur aflandsfélaga í Kauphöllinn hefur farið minnkandi og var óverulegur í árslok 2015 miðað við árin fyrir bankahrun. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Með því að gera átak í orkuskiptum í samgöngum og á nokkrum stöðum í atvinnulífinu eykst raforkunotkun sem svarar til samanlagðs uppsetts afls Búrfellsstöðvar og Búðarháls- stöðvar. Það myndi jafnframt draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um nærri 340 þúsund tonn á ári sem svarar til 7% af heildarlosun á Íslandi árið 2014. Með enn frekari orkuskipt- um væri unnt að draga margfalt meira úr notkun jarðefnaeldsneytis og útblæstri. Landsnet hefur gefið út skýrslu um möguleg orkuskipti á Íslandi. Þar eru dregnar saman upplýsingar um aflþörf og sparnað í losun á gróð- urhúsalofttegundum. Upplýsing- arnar voru teknar saman við und- irbúning kerfisáætlunar Landsnets fyrir tímabilið 2016 til 2025. Möguleikar í samgöngum Fengnar voru upplýsingar hjá markaðsaðilum og gerðar nokkrar sviðsmyndir fyrir áætlaða þróun til ársins 2030. Mestu möguleikarnir eru í sam- göngum á landi. Ef allar bifreiðar, hjá einstaklingum, fyrirtækjum og ferða- mönnum, yrðu knúnar með rafmagni yrði aflþörfin 544-743 MW og við það myndi sparast 1,4 milljónir tonna af gróðurhúsaloftegundum. Munar mest um þetta, af þeim mögulegu orkuskiptum sem könnuð voru. Einn- ig var lagt mat á áhrif þess ef rafvæð- ingu fiskimjölsverksmiðja yrði lokið, rafmagn yrði notað meira í iðnaði í stað jarðefnaeldsneytis og skip myndu nota rafmagn þegar þau eru í höfnum í stað þess að brenna jarð- efnaeldsneyti. Loks var litið til auk- innar ylræktar. Ísland yrði sjálfbært í ræktun á helstu grænmetistegundum og afskornum blómum. Ekki eru til sambærileg gögn um aðra mat- vælaframleiðslu. Sá sparnaður út- blásturs gróðurhúsalofttegunda sem þessi aðgerð myndi leiða til svarar til 32% af heild- arlosun Íslend- inga. „Þetta er tæknilega mögu- legt. Hvort af þessu verður fer síðan eftir því hvaða stefnu stjórnvöld setja. Ljóst er að þessi þróun verður ekki hröð nema með einhverjum hvötum, kolefnasköttum eða losunargjöldum,“ segir Gnýr Guðmundsson, verk- efnastjóri áætlana hjá Landsneti. Gnýr telur fyllilega raunhæft að sviðsmynd sem nefnd er rafvætt sam- félag verði að veruleika fyrir árið 2030. Hún miðast við að 27% fólksbíla verði rafknúinn og 45% bílaleigubíla. Jafnframt er gert ráð fyrir áð- urnefndum orkuskiptum í atvinnu- rekstri. Þessi sviðsmynd kallar á fleiri virkjanir eða betri nýtingu þeirra virkjana sem fyrir eru því afl- þörfin er 346 megavött. Nettósparn- aður í losun gróðurhúsalofttegunda er nærri 340 þúsund tonn á ári vegna minni brennslu jarðefnaeldsneytis og samsvarar það 7% af heildarlosun Ís- lendinga. Byggja þarf upp innviði Gnýr bendir á að byggja þurfi upp innviði til að slík breyting geti orðið. Þannig geti Landsnet ekki flutt orkuna um landið nema með nýrri og afkastameiri byggðalínu. Þá megi bú- ast við miklu álagi hjá dreifiveitum, til dæmis við hótel úti á landi sem þurfi að hafa hleðslustöðvar fyrir rútur og bílaleigubíla. Annars er reiknað með að mikill hluti hleðslunnar fari fram heima hjá fólki. Því þurfi að gera ráð fyrir lögn- um að öllum húsum þannig að hver íbúð í fjölbýlishúsum geti haft að- stöðu til hleðslu eins bíls. Það muni einnig auka álagið að gera má ráð fyr- ir að meginhluti álagsins verði á sama tíma. Flestir stingi í samband síðdeg- is, þegar komið er heim úr vinnu. Unnt að draga mjög úr útblæstri Gnýr Guðmundsson  Orkuskipti í samgöngum kalla á nýj- ar virkjanir og uppbyggingu innviða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.