Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017
Morgunblaðið/Golli
Heilsa Anna Katrín Ottesen sjúkraþjálfari hreyfir sig regluleg en hún fer m.a. í sjósund með eiginmanni sínum.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Móttakan var að venju góðhjá Önnu Katrínu Otte-sen sjúkraþjálfara enég hef nokkrum sinnum
leitað til hennar vegna tognana,
vöðvaslita og annarra verkja sem
fylgja reglulegri knattspyrnuiðkun.
Hún er með sinn eigin rekstur ásamt
syni sínum Hannesi Pétri Jónssyni á
Hraunteigi 14, ekki svo ýkja langt frá
Laugardalslauginni. Ilmurinn í loft-
inu er einstakur, einhvers konar
blanda af nuddolíu, greni eða
smyrslum, sem Anna hefur örugg-
lega blandað sjálf. Spennan sem
fylgir undirbúningi jóla og áramóta
svo gott sem hverfur þegar inn er
komið.
„Hér er ekkert hátíðarstress, ég
legg meira upp úr því að njóta
jólanna og áramóta með fjölskyldu
og vinum en að gera allt fullkomið
fyrir hátíðarnar,“ segir Anna en ég
var einmitt kominn til að ræða við
hana um heilsuna, þ.e. hvernig er
hægt að standa við öll áramótaheitin,
þið vitið að hreyfa sig meira, borða
betur og bæta heilsuna!
Farðu þína eigin leið
„Í þá áratugi sem ég hef starfað
í heilbrigðisgeiranum hef ég séð fólk
fara ólíkar leiðir við að bæta heilsu
sína. Undirstaðan er alltaf sú sama,
þ.e. hreyfing, gott mataræði og góður
svefn. Hvernig þú hreyfir þig og
hvaða mataræði þú venur þig á er
undir þér komið. Þú verður að finna
þína leið, finna það sem hentar þér.
Sumir synda, aðrir hjóla eða ganga
og enn aðrir gera eitthvað allt annað
eða sitt lítið af hverju,“ segir Anna
sem sjálf hefur hlaupið, synt, hjólað
og gengið til að halda sér í formi.
„Síðustu tíu ár hef ég lagt meira
upp úr styrkjandi æfingum til að við-
halda beinmassa en hljóp töluvert
hér áður fyrr. Þá finnst mér góð
regla að tala um að bæta heilsuna í
stað þess að einblína á formið. Góð
heilsa snýst um meira en að líta vel
út.“
Spurð hvort hún mæli með ein-
hverju umfram annað fyrir þá sem
vilja fara rólega af stað, t.d. sund,
segir Anna mikilvægt að hlusta á lík-
amann sama hvaða sport er valið.
„Sund er mjög góð hreyfing og
hentar mörgum. Það er minna álag á
liðamót í sundi en t.d. hlaupi. Sund er
því góð alhliða þjálfun. Ég set það
helst fyrir mig að sundiðkun fer að
miklu leyti fram í klórlaugum hér á
landi en klórinn er að mínu mati allt
of mikill í vatninu og við mættum
gera meira af því að finna leiðir til að
takmarka hann,“ segir Anna og
bendir jafnframt á að þeir sem vilja
alfarið losna við klórinn ættu að
kynna sér sjósund.
„Sjálf finnst mér sjósund alveg
einstakt og það hentar mér vel enda
bætir það ónæmiskerfið og er gott
fyrir liði og vinnur á alls konar kvill-
um.“
Borðar betur og fastar
Eftir jól og áramót er hætt við
því að vigtin sýni nokkuð fleiri kíló en
í byrjun desember. Margir lofa bót
og betrun á nýju ári en oftar en ekki
er allur dampur farinn úr áramóta-
heitum um miðjan janúar. Mat-
aræðið er gjarnan það fyrsta sem
brestur enda auðvelt að láta freistast
og taka eitt súkkulaðistykki eða
koma við á skyndibitastað á leið heim
úr vinnu í skammdeginu.
„Hér gildir það sama og með
hreyfinguna. Fólk verður að finna
hvað hentar. Það hefst hins vegar
ekkert nema við viðurkennum fyrir
sjálfum okkur hvar veikleikar okkar
liggja þegar kemur að þægindamat.
Sjálf er ég veik fyrir kökum en hef þá
reglu að eiga ekkert óhollt heima fyr-
ir, því nóg er af því annar staðar, seg-
ir Anna og bendir á að börn sem
venjist hollustu heima fyrir séu lík-
legri til að halda sig við hollustu síðar
á lífsleiðinni.
Maturinn er að hennar sögn stór
þáttur í að losa líkamann við alls kon-
ar óþverra og eiturefni.
„Við höfum val. Ef við viljum sjá
breytingar eða ná bata, verðum við
að viðurkenna að eiturefni eru ekki
örugg fyrir líkama okkar og að
stærstum hluta er ónæmiskerfi okk-
ar háð virkni þarmastarfseminnar og
flóru. Já, ég sagði nefnilega eiturefni.
Þetta snýst ekki bara um það að
borða minna og ná af sér nokkrum
kílóum. Það eru atriði sem ég hef út-
skýrt fyrir fólki sem kemur í meðferð
til mín sem er að kvarta undan ýms-
um kvillum s.s. svefnleysi, maga- og
meltingarvandamálum, höfuðverk,
síþreytu, vefjagigt, húðvandamálum,
stoðkerfisvandamálum o.fl, o.fl að ein
af ástæðum fyrir kvillum er ósýni-
legur óvinur eða eiturefni sem við er-
um uppfull af.“
Anna segir margt hægt að gera
til að snúa vörn í sókn, t.d. breytt
mataræði, að taka inn góð næring-
arefni, hreyfing og hreinsun eða svo-
kallað detox.
„Þegar kemur að því eru fjöl-
margar leiðir til. Allt frá því að fasta
með vatni og safa, takmarka dag-
legan kaloríufjölda sem borðaður er,
fasta sem á sé stað með jöfnu millibili
eða svokölluð intermittent fasting,
fasta þar sem 500 kaloríur eru borð-
aðar einn daginn og venjulegur mat-
ur þann næsta eins og t.d. 5:2 fasta
en þá eru borðaðar um 500 kaloríur
með jöfnu millibili tvisvar sinnum í
viku en það eru til tvær leiðbein-
ingabækur með uppskriftum um
slíkt, m.a. önnur eftir kollega minn
Lukku í Happi og hin er skrifuð af
lækninum Michael Mosley og þýdd á
íslensku.“
Hreinsun hugans
Hjá Önnu er ákveðin ró yfir öllu
enda leggur hún upp með að skapa
rólegt og gott andrúmsloft á stofunni
hjá sér.
„Slökun og hvíld er hluti af bata.
Það er mikilvægt að hreyfa sig og
borða rétt en ekki er síður mikilvægt
að hvíla sig á milli og ná slökun fyrir
alla vöðva og liði líkamans. Það gildir
líka um heilann og hugsunina.“
Við þurfum ekki að vera vel
þjálfaðir búddamunkar til að ná and-
legu og líkamlegu jafnvægi að sögn
Önnu sem mælir með að fólk stundi
hvort tveggja öndunaræfingar og
hugleiðslu.
„Við þurfum að hreinsa hugann
eins og líkamann en það má gera það
t.d. í göngutúr eða sundi þar sem við
erum ein með sjálfum okkur. Fólk
getur líka tekið sér stutta pásu í
vinnu, sest niður og einbeitt sér að
andardrættinum í nokkrar mínútur.
Ég er viss um að ef þú hreyfir þig ör-
lítið meira, borðar aðeins hollari mat
og tekur þér tíma til að njóta augna-
bliksins verður árið 2017 gott ár,“
segir Anna með bros á vör.
Jafnvægislistin að halda góðri heilsu
Anna Katrín Ottesen sjúkraþjálfari hefur rannsakað
og leiðbeint fólki við að bæta heilsu sína í áratugi. Hún
segir að finna þurfi jafnvægi hjá hverjum og einum.
Limsfélagið er félags-
skapur fólks sem keypti
folann Lim í kreppunni, til
að sporna gegn leiðindum
og þunglyndi. Limurinn var
seldur úr landi en fjórir ný-
ir folar eru í eigu félagsins.
Í kvöld, laugardag, blæs
Limsfélagið til árlegrar há-
tíðar til að fagna nýju ári
en hátíðin sú gengur út á
mikið hrossakjötsát en þó
fyrst og fremst að koma
saman og hafa gaman.
Hrossakjötsveisla Limverja
verður í Fáksheimilinu í
Reykjavík og húsið opnað
kl. 19 en borðhald hefst kl.
20. Í tilkynningu segir að
ræðumaður kvöldsins
muni hrista upp í karl-
pungafélaginu. Hrossaket-
ið verður reitt fram að
hætti Silla Ægis, sem ku
vera einkar laginn við það,
hvort sem ketið er lifandi
eða dautt. Allir skemmti-
legir hestamenn og aðdá-
endur þeirra eru velkomnir.
Endilega …
Gæðingur Hér gefur að líta Liminn sjálfan.
…graðgið í ykkur hrossakjöt
Fyrirtækið Ukulele Reykjavík var
stofnað fyrir nokkrum árum í
Vesturbæ Reykjavíkur af Haraldi R.
Sverrissyni, en hann gerði það með
það fyrir sjónum að öll börn ættu
að geta upplifað ánægjulega stund
með vinum og vinkonum við hljóð-
færaleik. Þetta kemur fram á
heimasíðu fyrirtækisins ukulele-
reykjavik.com, en einnig kemur þar
fram að þar sé áherslan ekki á að
framleiða afreksfólk en hæfi-
leikaríkir einstaklingar fái sín þó
notið til fulls. Bæði er kennd ákveð-
in tækni sem nauðsynlegt er að ná
tökum á og einnig læra nemendur
að nota hljóðfærið sem verkfæri
sem þau sjálf ráði yfir en ekki öf-
ugt.
Á heimasíðunni kemur einnig
fram að Haraldur R. Sverrisson hafi
starfað sem grunnskólakennari
ásamt því að kenna á ukulele, gítar,
bassa og tónlistarforrit. Nemendur
Haraldar eru á öllum aldri og
spanna vítt aldursbil. Haraldur er
sérmenntaður sem kennari á yngsta
stigi grunnskóla og hefur nýtt sér
þekkingu sína á því aldursstigi við
hljóðfærakennslu. Yngstu nemendur
hafa verið tveggja ára en þeir elstu
um sjötugt. Haraldur hefur sótt
fjölda námskeiða í kennslufræðum í
Noregi og kynnt sér nám grunn-
skólabarna í Bretlandi, Lettlandi,
Noregi og Svíþjóð. Vert er að taka
fram að hægt er að fá lánuð uku-
lele í tímum og að Ukulele Reykja-
vík er aðili að Frístundakorti
Reykjavíkur.
Skráning er hafin á ukulele-
námskeið sem hefjast í næstu viku
9.-13. janúar og tímar fyrir full-
orðna, börn og unglinga. Skráning á
heimasíðunni ukulelereykjavik.com
Vefsíðan: www.ukulelereykjavik.com
Yngstu nemendur tveggja ára,
en þeir elstu um sjötugt
Morgunblaðið/Ómar
Ukulele Slík hljóðfæri hafa notið
vaxandi vinsælda.
Drykkur sem minnkar bólgur
og eykur meltingarvökva.
2½ tsk. túrmerik malað
1½ tsk. kanill malaður
1 tsk. pipar malaður
1 tsk. negull malaður
1 tsk. engifer malað
1 tsk. hunang eða 1 tsk. lakkrísrót
1 tsk. eplaedik eða sítrónusafi
Setja allt saman í pott ásamt tveimur lítrum af vatni, ná upp suðu,
slökkva á hellunni og láta standa nokkrar klst. eða yfir nótt, sía síðan og
geyma í ísskáp. Drekka ½ bolla 15-20 mín. fyrir máltíð. Gott að drekka í
þrjár vikur og hvíla í eina viku.
Heilsudrykkur Önnu
MATUR OG DRYKKIR
Skannaðu kóðann
til að lesa