Morgunblaðið - 07.01.2017, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017
Laugavegi 52 | 101 Reykjavík
Sími 552 0620 | gullogsilfur.is
VEISLUÞJÓNUSTA
MARENTZU
www.marentza.is - 553 8872 - info@marentza.is
Allar gerðir af veislum
sérsniðnar að þínum þörfum
• Fermingarveislur • Brúðkaup
• Erfidrykkjur • Veitingar fyrir fundi
• Móttökur • Útskriftir
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Algengi þvagleggja og algengi þvag-
færasýkinga voru einnig yfir efri við-
miðunarmörkum.
Þá gerir Embætti landlæknis at-
hugasemdir við litla virkni íbúa á
heimilinu en 70% þeirra höfðu lítið
sem ekkert fyrir stafni, samkvæmt
RAI-mati.
Ekkert virtist hafa verið gert
varðandi rýmingaráætlun og bruna-
varnir síðan í úttekt embættisins ár-
ið 2015 og er það enn „algerlega
ófullnægjandi“. Embætti landlæknis
gerði töluverðar athugasemdir við
húsnæði heimilisins 2012 og 2015.
Lítið sem ekkert hefur verið gert í
þeim málum, þrátt fyrir margítrek-
aðar ábendingar frá Heilbrigðiseft-
irliti Suðurlands, samkvæmt skýrsl-
unni. „Húsgögn og innréttingar eru
úr sér gengin og rúm íbúanna eru
flest um eða yfir 30 ára gömul nema
þau sem íbúar eiga sjálfir.“
Launakostnaður vegur þyngst
„Af því fé sem greiðist í þetta starf
fara um 80% í laun. Afgangur verður
að duga í lyf, læknisþjónustu, hrein-
lætisvörur, húsnæði, hita, rafmagn,
fæði og þess háttar,“ sagði Guðni
Kristjánsson, framkvæmdastjóri
Hjúkrunarheimilisins Kumbara-
vogs, í yfirlýsingu til Morgunblaðs-
ins. Hann sagði greiðslur til 45
hjúkrunarheimila í landinu mjög
áþekkar og án tillits til hagkvæmni
vegna stærðar heimilanna eða
ástands húsnæðisins.
„Það fé sem greitt er samkvæmt
gjaldskránni dugar illa til að reka
hagkvæmar einingar í nýju húsnæði
og alls ekki til að reka tiltölulega litla
einingar þar sem viðhaldsþörf er
töluverð. Þetta gerir litlum heimilum
erfiðara fyrir vegna stærðaróhag-
kvæmni.“
Guðni sagði að þau réðu ekki við
að halda elstu húsunum við. Það væri
ekki vegna viljaleysis heldur skorts á
fjármunum. Hver einasta króna sem
ríkið hefði greitt til Kumbaravogs
hefði farið í rekstur og viðhald.
Spurður um mönnun heimilisins
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Embætti landlæknis telur að rekstur
Hjúkrunarheimilisins Kumbaravogs
uppfylli ekki lágmarkskröfur um
mönnun, húsnæði, aðstöðu, tæki og
búnað til reksturs heilbrigðisþjón-
ustu. Embættið tekur fram að
starfsfólk virðist láta sér annt um
vellíðan íbúa þrátt fyrir óviðunandi
húsnæði og aðbúnað. Þetta er nið-
urstaða hlutaúttektar á Hjúkrunar-
heimilinu Kumbaravogi sem Emb-
ætti landlæknis gerði að beiðni
velferðarráðuneytisins.
Guðni Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri á Kumbaravogi, segir
sumt rangt og annað villandi í
skýrslunni. Hann segir flest sem
fundið er að í skýrslunni skýrast af
of litlum fjárveitingum ríkisins til
reksturs hjúkrunarheimila.
Gæði og öryggi þjónustunnar
Í hlutaúttekt Embættis landlækn-
is, sem gerð var í desember 2016, var
lagt mat á gæði og öryggi þjónustu á
Kumbaravogi.
Þar kemur m.a. fram að hlutfall
faglærðra starfsmanna á Kumbara-
vogi við hjúkrun/umönnun sé 45,5%
en í faglegum viðmiðum Embættis
landlæknis um mönnun á hjúkrunar-
heimilum sé lágmarkshlutfall 57,13%
til að hægt sé að tryggja öryggi þjón-
ustunnar. Hlutfall hjúkrunarfræð-
inga er 10,7% en lágmarkshlutfall
þeirra þarf að vera 20,2% að mati
embættisins. Umönnunarklukkustu-
ndir á sólarhring eru 4,3 en lág-
marksfjöldi þeirra er 4,65. Sjúkra-
þjálfari er í 60% starfi og
heilsugæslulæknir kemur einu sinni
í viku, samkvæmt skýrslunni.
„Töluvert vantar á að fagleg
mönnun sé nægjanleg. Umönnun
íbúa á Kumbaravogi er því að veru-
legu leyti veitt af ófaglærðu starfs-
fólki. Þrátt fyrir að margir íbúar
heimilisins séu með geðræn vanda-
mál þá er geðlæknir ekki kallaður
til,“ segir í skýrslunni.
Skoðun á RAI-mati á Kumbara-
vogi sýndi að margir gæðavísar voru
fyrir ofan og við efri viðmiðunar-
mörk. RAI matið er þverfaglegt tæki
til að meta hjúkrunarþarfir og
heilsufar íbúa á hjúkrunarheimilum
með áherslu á gæði þjónustunnar.
Brunavarnir ófullnægjandi
„Niðurstöður sýna áberandi háa
tíðni þunglyndiseinkenna og algengi
byltna og hegðunarvandamála er
einnig töluvert yfir efri viðmiðunar-
mörkum. Þvag- eða hægðaleki án
reglubundinna salernisferða er langt
yfir efri viðmiðunarmörkum (Kumb-
aravogur 80%, landsmeðaltal 10%).“
sagði Guðni að Embætti landlæknis
hefði smíðað eigið mönnunarmódel
og miðað væri við það í skýrslunni.
„Ekkert hjúkrunarheimili í land-
inu hefur getað mannað sig eftir
þessu módeli,“ sagði Guðni. Hann
vitnaði í orð Péturs Magnússonar,
formanns Samtaka fyrirtækja í vel-
ferðarþjónustu, á fjölmennum fundi
um að í raun hefði ekkert hjúkrunar-
heimili getað fjármagnað þetta
mönnunarmódel. „Við erum ekki ein
með þetta vandamál,“ sagði Guðni.
Læknisþjónusta eftir þörfum
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
veitir læknisþjónustu á Kumbara-
vogi. Læknir kemur þangað reglu-
lega og utan þeirra heimsókna er
hægt að ná sambandi við lækni þeg-
ar þörf krefur, að sögn Guðna.
Greiðslur vegna læknisþjónustu eru
utan við reglulegan launakostnað.
Guðni sagði að hjúkrunarfræðingar
Kumbaravogs ynnu í samráði við
geðlækna. Fólk væri sent á viðeig-
andi stofnanir til rannsókna eða
meðferðar vegna geðrænna vanda-
mála væri þess þörf.
Hann kvaðst aðspurður ekki
þekkja nógu vel til RAI-matsins, til
að geta svarað fyrir það. Varðandi
litla virkni heimilisfólks sagði Guðni
að það skýrðist af launakostnaði.
„Þeir gagnrýna að ég hafi ekki nógu
marga í vinnu. Ég reyni að nota þá
peninga sem ég hef í aðhlynningu og
á varla fyrir henni.“
Guðni sagði að full stöðugildi við
Kumbaravog væru um 40 og þeim
störfum gegndu upp undir 50 manns,
þar af nokkrir í hlutastarfi.
Varðandi rýmingaráætlun og
brunavarnir sagði Guðni að á hverju
ári væru gerðar nýjar kröfur. Yfir-
leitt væri reynt að bæta úr því. „Það
eru reykskynjarar í hverju skúma-
skoti og brunavarnakerfi, allt í topp-
standi. Hér er allt á einni hæð og út-
gangar margir,“ sagði Guðni.
„Eldvarnaeftirlitið kemur árlega og
fer yfir allt hér.“ Hann sagði að
ábendingar frá Heilbrigðiseftirliti
Suðurlands lytu að mörgum smáum
atriðum varðandi almennt viðhald,
einkum í elstu húsunum. Stærsta
húsið var byggt sem hjúkrunardeild
1985.
Hvað varðar úr sér gengin hús-
gögn og innréttingar sagði Guðni
það skýrast af skorti á fjármunum.
„Þegar búið er að borga laun og ann-
að sem þarf til daglegs rekstrar er
ekkert eftir til viðhalds. Ástandið
hefur verið svoleiðis í nokkuð mörg
ár,“ sagði Guðni.
Segir reksturinn líða fyrir fjárskort
Embætti landlæknis telur að rekstur Hjúkrunarheimilisins Kumbaravogs uppfylli ekki lágmarks-
kröfur Framkvæmdastjóri Kumbaravogs segir að of lítið fé sé veitt til reksturs hjúkrunarheimila
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson
Kumbaravogur Stærsta húsið var byggt sem hjúkrunardeild árið 1985. Eldhús, skrifstofur o.fl. er í eldri húsum.
Lokun hjúkrunar- og dvalarheimilisins Kumbaravogs var rædd á fundi
bæjarráðs Árborgar 5. janúar sl. Þar var lögð fram yfirlýsing heilbrigð-
isráðherra um lokun Kumbaravogs og hlutaúttekt Landlæknisembætt-
isins sem gerð var fyrir velferðarráðuneytið. Gerð var grein fyrir lausn á
vanda þeirra sem þurfa að fara frá Kumbaravogi vegna lokunar heimilis-
ins.
Í fundargerð kemur fram að bæjarráð Árborgar harmi það að ekki skuli
hafa verið unnt að halda rekstri Kumbaravogs áfram þar til nýtt hjúkr-
unarheimili verður tilbúið.
„Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu mála hvað varðar hjúkr-
unarþjónustu fyrir aldraða á meðan nýtt heimili hefur ekki verið tekið í
notkun. Ljóst er að mikið mun mæða á heimahjúkrun og félagslegri
heimaþjónustu og að möguleikar á hvíldarinnlögnum munu takmarkast
verulega,“ segir í fundargerðinni.
Þá hvatti bæjarráðið ráðuneytið til að auka fjárframlag til heimahjúkr-
unar og óskaði m.a. eftir því að vinnu við undirbúning að byggingu nýs
hjúkrunarheimilis verði flýtt svo sem kostur er.
Lýsir áhyggjum af stöðu mála
KUMBARAVOGUR Á BORÐI BÆJARRÁÐS ÁRBORGAR
Færir þér
fréttirnar
mbl.is